30. des. 2004

Germ

Jæja, allt í fínu chilli í Thýskalandi. Ferdin út ætladi aldrei ad hefjast thar sem thad var 1 og 1/2 tíma töf í Keflavík. En eftir thad gekk svo sem ágætlega.
Annars er bara búid ad vera slökun og át og ferdir í amerískar verslunarmidstödvar. Mikid lesid og horft á DVD.
Hilsen.

Í spilaranum: Brad Mehldau - Live in Tokyo

25. des. 2004

Vó!

Var að sjá veðurspánna fyrir morgundaginn. Ekki freistandi. Hápunktur veðraskilana gengur yfir Reykjanesið AKKÚRAT um það leyti sem ég þarf að koma mér suðureftir í flugið.

ahh.....

Þvílíka letin búin að vera í gangi. Eða kannski meira bara slökunin, jólaslakinn.
Alveg átt maður á sig óléttu ástand í gær. Allt eins og það á að vera.
Nú það styttist óðum í að maður hverfi af landi brott í smá tíma. Tek stefnuna til Kaupmannahafnar í fyrramálið og þar hitti ég Sice og Esben og munum við síðan halda beint til Þýskalands þar sem við munum vera fram í janúar hjá Helle og Michael. Ég mun síðan lenda á klakanum 6. janúar. Stóð til að það yrði deginum fyrr, en í nóvember fékk ég þessa huggulegu orðsendingu frá Iceland Express.:

Ágæti farþegi

Vegna breytinga á vetraráætlun Iceland Express hefur flug það sem þú áttir bókað
verið fellt niður. Okkur þykir þetta afar leitt, en bjóðum þér í staðinn að bóka
flugsæti í annað flug samdægurs eða einhvern annan dag. Breytingin er þér
algjörlega að kostnaðarlausu. Þú hefur val um að bóka ferðina sem næst
upprunalegri áætlun, eða hvenær sem þér hentar í áætlunarflugi félagsins næstu
mánuði.

Mögulegt er að breytingin leiði bæði til niðurfellingar á útflugi þínu og
heimflugi. Biðjum við þig að gæta þess vandlega þegar þú skoðar valmöguleikana.

Ef þú vilt tryggja þér flugsæti á þeim tíma sem kemst næst ferðaáætlun þinni
hvetjum við þig til að breyta bókun þinni sem fyrst á Netinu. Þar sem búast má
við miklu álagi á símkerfi okkar er Netið fljótvirkasta leiðin til að breyta
bókuninni.


Frekar hvimleitt, þeir borga þó undir mig hótel í Kaupmannahöfn þá nótt sem ég þarf að bíða eftir flugi til Íslands, en flugið frá Þýskalandi var að sjálfsögðu löngu bókað og ómögulegt að breyta því.
Einnig varð þessi breyting hjá þeim þess valdandi að væntanleg ferð okkar Sigga til DK í apríl (til að gigga með Amalgam) varð óþægilegri og mun dýrari (fyrir mig a.m.k.). Vonandi breyta þeir engu meðan ég dvel ytra.

Jepsen. Ég hef ekki eytt áramótum á erlendri grun áður. Verður athyglisvert.

En vonandi hafið þið það bara sem allra best um áramót og sjáumst heil á húfi á nýju ári.

23. des. 2004

Til Varnar Spunanum eftir Sigurð Flosason.

Til varnar spunanum

Tónlistargagnrýnandi Fréttablaðsins, Finnur Torfi Stefánsson fjallar um jólatónleika Mótettukórs Hallgrímskirkju í grein í blaðinu laugardaginn 4. desember s.l., en á þessum tónleikum lék ég einleik með kórnum í nokkrum verkum, m.a. í formi spuna. Finnur Torfi fer hlýlegum orðum um leik minn og mig sem tónlistarmann, almennt talað. Fyrir þetta þakka ég, en finn mig því miður knúinn til að gera alvarlegar athugasemdir við málflutning gagnrýnandans um spunalistina og saxófónleik í almennu samhengi. Mér og allri minni stétt er misboðið af gífuryrðum hans um málefni sem hann virðist ekki vera sérstaklega kunnugur. Gagnrýnandinn setur fram varnaglalausar alhæfingar sem í besta falli eru byggðar á vanþekkingu, en má í því versta sjá sem svívirðilegar móðganir við stóra hópa listamanna, ekki bara hér á landi heldur á heimsvísu.

Ég gríp niður í grein Finns Torfa: "Spuni byggist á því að endurtaka svipaðar vel æfðar hendingar aftur og aftur, auk þess að renna upp og niður tónstiga". Gott er að vera viss i sinni sök og hér er sannarlega hvorki að finna fyrirvara né efasemdir. Ég þekki þó annan sannleika. Mér vitanlega er markmið allra spunamanna sem einhvers eru verðir persónuleg tjáning, skapandi flæði og sjálfkveikt samspil. Endurtekningu forðast menn eins og heitan eldinn, en uppbygging og áframhald eru hinsvegar markmið. Ég þekki engan jazztónlistarmann, hvorki hér á landi né erlendis, sem hefur þau markmið sem gagnrýnandinn lýsir sem grundvelli spunans. Hitt er ekkert launungarmál að ýmsir nota fyrirfram æfðar hendingar sem þjálfunartæki. Það gerði ég um tíma sjálfur á árum áður og hef einnig beitt þeirri aðferð við suma nemendur mína á vissum stigum námsins. Hin knappa lýsing gagnrýnandans á spunanum gæti að mínu áliti átt við miðlungs nemanda eða sérlega illa heppnaðan atvinnumann. En eru ekki fólki innan allra tónlistarstíla mislagðar hendur?

Fullyrðing gagnrýnandans er svo hrokafull að ég trúi varla ennþá að ég hafi séð hana á prenti. Sé greining hans rétt má ljóst vera að jazz er innihaldslítið rugl og öll önnur spunatónlist álíka húmbúkk. Hér finnur maður fnykinn af hinum daunillu vangaveltum um æðri og óæðri list, hámenningu og lágmenningu. Hafi Finnur Torfi rétt fyrir sér um spunann má spyrja hvort hundruðir háskóla hins vestræna heims séu ekki á villigötum með því að bjóða upp á nám í jazzi og spuna? Og ég hlýt að spyrja sjálfan mig hvort ég sé þá ekki falsspámaður í starfi mínu sem yfirmaður jazzdeildar Tónlistarskóla FÍH? Höfum við sem bókstaflega helgum líf okkar þessar tónlistarstefnu ekki byggt tilveru okkar á hjómi einu saman?

Og áfram heldur fræðileg útlistun gagnrýnandans á spunanum: "Hann hentar best í þröngri tónlistarlegri umgjörð þar sem allt er í föstum vel fyrirsjáanlegum farvegi. Það felst í þessum einkennum spunans að hann hefur ríka tilhneigingu til að verða einhæfur, sama hversu góður tónlistarmaður á í hlut. Af þessum sökum er spuni vinsælastur við þær aðstæður að menn geri eitthvað annað jafnframt því að hlusta, t.d. að njóta veitinga." Ég verð að leyfa mér að mótmæla hverju orði sem hér kemur fram. Hugleiðingar Finns Torfa um spuna í tengslum við mat og drykk eru svo niðrandi að þær eru nánast ekki svaraverðar. Hvað með alla hina stórkostlegu jazztónlistarmenn heimsins sem leika inn á hljómplötur, fyrir fullum tónleikasölum og á tónlistarhátíðum allt árið um kring? Hentar það kannski ekki tónlistinni? Er það listamönnunum til minnkunar að tónlist sumra þeirra hentar líka í klúbbum? Versnar tónlist ef matar eða drykkjar er neitt undir flutningi hennar? Gæti ekki líka verið að aðrar tegundir tónlistar nytu sín vel með mat eða drykk? Ólíkar hefðir skapast innan ólíkra tónlistarstíla - flóknara er það nú ekki. Almennt talað er það mín reynsla að jazztónlist þarfnast fullrar einbeitingar, en Finni Torfa er auðvitað frjálst að hafa aðra skoðun. Kannski að einbeitingarhæfni hans sé bara þroskaðri og dýpri en mín.

Finnur Torfi telur spunann hafa "ríka tilhneigingu til að verða einhæfur ". Um annað vitnar hin ótrúlega fjölbreytta en stutta saga jazzins. Innan spunastefnunnar er að finna gífurlega stílræna fjölbreytni, sem og mikinn fjölda persónulegra stílista. Mínar persónulegu rannsóknir sýna auk þess óhemju litskrúð innan spunatungumáls þeirra einstaklinga sem ég hef skoðað, en ég hef ritað upp eftir hljómplötum marga tugi spunninna einleikskafla þekktra jazztónlistarmanna frá ýmsum tímabilum. Hvað skyldi Finnur Torfi hafa rannsakað í þessu efni?

Finnur Torfi telur að "þröngur farvegur" henti spunanum best". Enn og aftur hefur hann rangt fyrir sér. Spuni er nefnilega afar fjölbreytt nútímalegt tónlistarform sem, a.m.k. innan jazztónlistar á sér margar birtingarmyndir. Menn spinna með ótrúlega margvíslegum hætti, m.a. yfir föst form og hljómaganga, en einnig er frjáls óhljómbundinn spuni af ýmsum gerðum algengur og þó að það kunni að koma einhverjum á óvart, þá hefur svo verið hátt á hálfa öld. Sumir nota blöndur frjáls og bundnari spuna þar sem einstakir frumþættir tónlistarinnar, s.s. hrynur, hraði eða hljómræn umgjörð er ýmist fullkomlega frjáls eða fyrirfram ákveðin að einhverju leyti. Menn spinna innan stórra forma þar sem hljómræn undirstaða er önnur en í undangenginni laglínu, menn spinna einir og margir saman, menn spinna út frá laglínum, menn spinna út frá hljómum og menn spinna fyrirvaralaust út frá engu öðru en forsendum samspilsins. Spunnið er út frá huglægum fyrirmælum einum saman. Það er spunnið á og með rafhljóðum, jafnt sem hefðbundnum hljóðfærum og það er jafnvel spunnið á hljómburð tónleikasala og hljóðvera. Menn spinna einradda og menn spinna fjölraddað. Spuninn er sem sagt fjölbreytt, leitandi tónlistarform og farvegur hans er sannarlega víður en ekki þröngur. Er niðurstaðan sambærileg við klassísk tónverk? Nei, auðvitað ekki. Henni er ekki og hefur aldrei verið ætlað að vera það. Kostirnir verða aðrir og gallarnir aðrir - eða með jákvæðara og uppbyggilegra orðalagi: Möguleikarnir verða aðrir.

Samanburði skrifaðrar og spunninnar tónlistar má líkja við að bera saman epli og appelsínu. Í ljósi annars er auðvitað hægt að halda því fram að hitt bragðist illa eða komi spánskt fyrir sjónir. Þannig er t.d. leikur einn, frá sjónarhóli langra skrifaðra verka í stórum formum, að halda því fram að form spunninnar tónlistar sé oft einfalt. Í sumum tilfellum er þetta rétt, en það er bara ekki þar sem áherslan er í spunninni tónlist. Með svipuðum hætti mætti horfa á skrifaða tónlist frá sjónarhóli spunans og halda því fram að hún hefði þann mjög svo alvarlega ágalla að í henni gerist alltaf það sama, þ.e. við hvern einasta flutning sama verks heyrast alltaf sömu nótur í sömu röð! Ég tek skýrt fram að þetta er ekki mín skoðun, en fullyrðingin er nákvæmlega jafn gáfuleg og sleggjudómar gagnrýnandans um spunann út frá forsendum hins skrifaða. Spunnin tónlist og skrifuð eru tveir ólíkir, en þó mjög skyldir hlutir, og frá mínum bæjardyrum séð hafa bæði tónlistarformin mikið til síns ágætis. Ég held að heimurinn sé ríkari fyrir tilvist beggja og undrast satt að segja hinn óverðskuldaða illvilja fárra en háværra einstaklinga í garð spunaformsins. Hvað höfum við, spunafólk heimsins, eiginlega gert af okkur?

Förum þá frá spunanum yfir í saxófónleik í sínu víðasta samhengi. Ég gríp enn niður í grein Finns Torfa, nú þar sem hann talar um saxófónleik minn: "Ennfremur neitar hann sér um ýmsar þær klisjur sem og kæki sem setur oft svip á saxófónleik manna". Þetta er vel meint og ég þakka, en má ekki skilja á orðum gagnrýnandans að saxófónleikarar heimsins séu eftirbátar annarra í listrænum skilningi? Ég finn mig knúinn til að bera hönd fyrir höfuð John Coltranes, Charlie Parkers og annarra risa jazzsögunnar. Ég spyr; nákvæmlega hvaða klisjur og kækir eru það sem einkenna mína stétt umfram aðrar?

Þá vil ég víkja að ummælum Finns Torfa um spuna yfir klassíska tónlist. Hann skrifar: "Þegar spunnið er við klassískt hljómsetta tónlist, þar sem hvert smáatriði raddfærslunnar hefur verið fágað til fullkomnunar, verður alveg sérstakt stílbrot þegar hin frjálsa spunarödd kemur ofan á og breytir tilviljunarkennt hljómnum í hverjum punkti." Ég vek athygli á hinu upphafna orðalagi "fágað til fullkomnunar" sem gagnrýnandinn velur sér þegar hann talar um klassískt hljómsetta raddfærslu. Hún er auðvitað misjöfn eins og öll önnur mannanna verk. Að sjálfsögðu má deila um þá hugmynd að spinna yfir klassíska tónlist. Mín skoðun er sú að tónlist sem lifað hefur lengi og elst vel þoli það að tekið sé á henni með öðru en silkihönskum. Auðvitað er það stílbrot, en getur það ekki verið jákvætt í sjálfu sér? Er ekki eðli listarinnar að leita í nýja farvegi, finna óþekktar leiðir og reyna á þanþol? Er ekki óhætt, eftir óendanlegar útsetningar og óteljandi flutning aldanna á t.d. "Það aldin út er sprungið", að prófa eitthvað nýtt? Ég verð reyndar að játa að hugtökin "sérstakt", "stílbrot" og "tilviljanakennt" geta hljómað sem nokkuð spennandi listrænar hugmyndir í mínum eyrum.

Ummæli Finns Torfa um saxófónleik og þó sérstaklega spuna eru með þeim hætti að mér finnst stétt mín svívirt og fag mitt fótum troðið. Ótrúlega margir punktar í grein hans eru stuðandi fyrir fólk af minni stétt og í raun virkar greinin eins og ódulbúin árás. Hvað réttlætir eiginlega ummæli af þessu tagi? Ég á ekki svar, en ummæli þau sem rakin eru hér að framan eru í mínum huga sorgleg opinberun vanþekkingar og þröngsýni. Jazz- og spunatónlist hafa liðið nóg fyrir fordóma á undangegnum áratugum og nú er mál að linni. Fáránlegum niðrandi aðdróttunum um grunn og gildi þessarar tónlistar er full ástæða til að svara, jafnt nú sem í fortíð og framtíð. Jazz og spuni njóta jafnrar virðingar á við hvaða listgrein sem er í heiminum í dag. Fólk úr þeim ranni leggur mikilvægan skerf til heimsmenningarinnar og framþróunar lista. Þetta fólk fær verðlaun, þiggur starfslaun og styrki, kennir og nemur við háskóla og síðast en ekki síst gleður það um allan heim einbeitta áhorfendur, eins og þá 2.500 sem völdu m.a. að hlýða á mitt "sérstaka stílbrot", án allra veitinga (ótrúlegt en satt), í Hallgrímskirkju nú fyrir skemmstu. Finnur Torfi Stefánsson gengur í skrifum sínum óbanginn á hólm við Louis Armstrong, Miles Davis og saxófónleikara heimsins. Spyrjum að leikslokum.

Sigurður Flosason
Höfundur er starfandi tónlistarmaður, aðstoðarskólastjóri og yfirmaður jazzdeildar Tónlistarskóla F.Í.H.

21. des. 2004

"Ég, vélmenni"

Á nú eftir að skoða þessa "ræmu" en þessi grein um "I, Robot" er athyglisverð.

Stóridómur - Jólaplatan Stúfur

Þetta má lesa á Hugi.is:

Toppless Latino Fever stekkur eins og skrattinn úr sauðaleggnum með þriðja lag skífunnar. Túlkun þeirra á Göngum við í kringum er hress og léttjözzuð með sveittu ragtime píanóí. Minnir mann á dönsk jól eins og þau gerast best með kryddsíld og rúgbrauði og fær mann ósjálfrátt til að smella með fingrum. Hressleikinn er í fyrirrúmi og enginn verður svikinn af því að ganga í kringum jólatréið við undirleik Toppless Latino Fever.
Sérstaklega ber að geta frábærs píanóleiks og yfirmáta hress trompetts.

Lesa meira

Trompet eða básuna ... hehe .. ekki svo naujið er það?

20. des. 2004

deCODE Study Provides Detailed Portrait of Population Structure and its Relevance to Genetics Research

A major study by deCODE scientists of the geographic distribution of genetic variability in the Icelandic population has been published in the online edition of Nature Genetics. The paper by Agnar Helgason, et al., is entitled "An Icelandic example of the impact of population structure on association studies," and will appear in the January print edition of the journal.

The authors used deCODE's nationwide genealogical database to trace the geographical roots of all Icelanders born since 1850, divided into 30-year birth cohorts. The results demonstrate that Icelanders have tended to live in the same part of the country as did their forbears even five generations back. This tendency is most evident among the oldest group analyzed - those born between 1850-1875. The effect of urbanization and increased mixing within the population is clearly seen in more recent decades, but the trend is still evident in the youngest group, born between 1970 and 1995.

Dr. Helgason's team then examined what effect this historical and geographical phenomenon might have on the genetic structure of the population; that is, whether the frequency of certain alleles, or versions, of genetic markers would tend to vary between geographical regions. To answer this question the authors measured variability in 40 genetic markers across the genome in more than 43,000 Icelanders, and analyzed this data in the context of geographical origins. Indeed, in the oldest cohort, which includes individuals born between 1895 and 1935, the allele frequencies of all 40 markers differed significantly according to region. As expected, this effect decreased progressively in the more recent cohorts, although even for those born between 1960 and 2000, allele frequencies continued to exhibit variability dependent upon place of birth.

These findings are highly relevant to medical genetics research because they establish, even in a small and relatively homogeneous population like that of Iceland, that there exist subpopulations with discernible genetic differences. The authors note that the effect of such stratification in larger, more diverse populations like those of Europe and the United States will be even greater, underscoring the need to take population structure into account particularly in the design of large-scale association studies to correlate genetic variation with susceptibility to disease. Ensuring that patient and control cohorts are in as far as possible drawn from the same groups, the authors conclude, will aid in maximizing the chance of finding such associations when they exist and minimizing the risk of false positive results.

deCODE's unique genealogy database makes this kind of assessment possible. This database contains information on the genealogies of the entire present day population of Iceland, more than 95% of Icelanders born after 1700, and stretches back to the settlement of the country around 900 AD. deCODE also has gathered detailed genotypic and medical data from more than 100,000 volunteer participants in its gene research in Iceland - over half of the adult population.

Meiri ættfræði og gen: Tengsl á milli átthaga og erfðabreytileika meðal Íslendinga

Niðurstöður rannsókna Íslenskrar erfðagreiningar á ættfræði og arfgerðum sýna að erfðabreytileiki er misjafn milli landshluta

Hið virta vísindatímarit Nature genetics birti í dag á heimasíðu sinni niðurstöður rannsókna vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar sem sýna að tengsl eru á milli átthaga og erfðabreytileika meðal Íslendinga. Greinin ber titilinn An Icelandic example of the impact of population structure on association studies og mun birtast í janúarhefti tímaritsins.

Í rannsókninni var Íslendingabók, ættfræðigrunnur Íslenskrar erfðagreiningar, notuð til að greina í hvaða sýslu forfeður Íslendinga í fimmta lið voru fæddir. Skoðaðar voru ættir allra Íslendinga sem fæddir eru eftir 1850. Í ljós kom að forfeður flestra Íslendinga voru fæddir í sama landshluta og afkomendur þeirra fimm kynslóðum síðar. Þetta var sérstaklega áberandi í elsta hópnum í rannsókninni, meðal Íslendinga sem fæddir voru á árunum 1850-1875. Á síðustu öld er greinilegt að meiri blöndun á sér stað vegna þéttbýlismyndunar og aukinna flutninga en Íslendingar sem fæddir eru á árunum 1970-1995 reyndust þó yfirleitt fæddir á svipuðum slóðum og forfeður þeirra. Sem dæmi má nefna að yfir 95% af forfeðrum Eyfirðinga sem fæddir eru á árunum 1850-1875 eru frá Norðurlandi og Eyfirðingar sem fæddir eru á árunum 1970-1995 rekja enn um 65% af ættum sínum til Norðurlands.

Niðurstöður ættfræðihluta rannsóknanna bentu því til þess að erfðabreytileika væri ekki jafn dreift um landið, þar sem hann hefði tilhneigingu til að viðhaldast á sama svæði, kynslóð eftir kynslóð. Til að kanna hvort greina mætti slíkt mynstur í erfðamengi Íslendinga voru skoðuð 40 erfðamörk í 43.000 Íslendingum og breytileiki í þeim settur í samhengi við fæðingarstað. Í ljós kom að umtalsverður munur var á dreifingu breytileikans eftir fæðingarstað. Meðal Íslendinga sem fæddust á árunum 1895-1935 reyndist tíðni mismunandi gerða allra 40 erfðamarkanna vera mismunandi þegar hún var borin saman á milli sýslna. Eins og búast mátti við var þessi mismunur ekki jafn áberandi meðal Íslendinga fæddra 1960 til 2000, en samt sem áður var tíðni mismunandi gerða 23 af 40 erfðamarkanna mismunandi á milli sýslna.

Þessar niðurstöður eru ekki einungis áhugaverðar út frá sjónarhóli sagnfræðinnar, heldur hafa þær einnig mikla þýðingu fyrir rannsóknir á sviði mannerfðafræði almennt. Fyrst erfðabreytileiki fylgir landsvæðum jafnvel hjá lítilli og tiltölulega einsleitri þjóð á borð við Íslendinga, má búast við að það eigi enn frekar við hjá stærri og eldri þjóðum með flóknari þróunarsögu. Höfundar greinarinnar benda á að taka verði tillit til þessa í erfðarannsóknum og þá sérstaklega í viðamiklum fylgnirannsóknum (e. association studies) þar sem prófuð eru tengsl fjölmargra erfðamarka við sjúkdóma. Gæta þurfi þess að sjúklinga- og viðmiðunarhópar séu sambærilegir og af svipuðum landfræðilegum uppruna til að hægt sé að finna tengsl á milli erfðabreytileika og sjúkdóma þegar þau eru raunverulega til staðar og ekki síður til að koma í veg fyrir að lýst sé fylgni sem ekki sé til í raun, heldur aðeins til komin vegna mismundandi tíðni erfðabreytileika á milli landsvæða. Upplýsingar um fæðingarstað í ættfræðigrunninum Íslendingabók munu því nýtast vel í áframhaldandi rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar á þessu sviði.

Ættfræðingurinn sperrti eyrun við þessari frétt á RÚV.

Erfðafræðilegur munur milli landssvæða á íslandi

Nokkur erfðafræðilegur munur er milli landsvæða á Íslandi samkvæmt nýrri rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar. Flestir Íslendingar eru fæddir í sama landshluta og forfeður þeirra í 5. lið.


Agnar Helgason, vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur stýrt rannsókn á tengslum ættfræði og arfgerða og komist að þeirri niðurstöðu að nokkur erfðabreytileiki er á milli landsvæða hérlendis. Ættir allra Íslendinga sem fæddir eru eftir 1850 voru skoðaðar og þar kom í ljós að ef farið var 5 kynslóðir aftur í tímann, voru afkomendurnir almennt fæddir í sama landshluta og forfeðurnir. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að þetta sýni að fólk hafi sótt maka sína á sama landsvæði og búið þar kynslóð fram af kynslóð, jafnvel í meira mæli en áður var talið.

Blöndun er auðvitað orðin mun meiri með stórfelldum flutningum á höfuðborgarsvæðið. Kári telur þó ekki að sérkenni fólk í hverjum landshluta eigi eftir að hverfa. En þessi breytileiki milli svæða getur skipt gríðarlega miklu máli í erfðafræðirannsóknum og er staðreynd sem þarf að taka tillit til, ekki bara hérlendis, heldur við allar erfðafræðirannsóknir. Samanburðarhópar verða að vera samanburðarhæfir, ef svo má segja.

Kári segir Íslendinga hins vegar búa við þau forréttindi að vita hversu mikil þessi lagskipting sé, og því verði tiltölulega einfalt að takast á við hana í rannsóknum hérlendis.

Helgin

Fór á HOD á Kaffi Kúltúr á föstudagskvöldið get ekki þrætt fyrir það rokkarinn náði mynd af mér. Stuð og stemming. Geimfarið æfði bæði föstu- og laugardag og tók svo 6 lög á jóladjamm session FÍH. Mjög gaman. Súrleikinn jókst þó þegar leið á nóttina, ekki erfitt að koma auga á hann þegar maður er ósúr sjálfur.
Svo voru spiluð jólalög í Kringlunni eins og vanalega.

Jamm og jú.

Í spilaranum: Cheepa vs. Cheep - JimBlackAlasNoAxis - Splay (2002)

18. des. 2004

Nýr íslenskur jazz.

Tónlist af sólópíanódiskinum "Nítjánhundruð", með tónlist eftir Agnar Má Magnússon, úr samnefndri leiksýningu Þjóðleikhússins og "Kör" með B3-tríóinu þar sem Agnar Már leikur á Hammond-orgel, Seamus Blake á tenórsaxófón, Ásgeir Jón Ásgeirsson á gítar og Erik Qvick á trommur.

Hlusta á jazz takk fyrir.

17. des. 2004

Plástur.

Ég hafði nú bara mjög gaman af þessu "Band Aid 20 years later" þætti á RÚV áðan. Shit hvað þetta lið var spes. Snilld.

Þrek og (kaffi)tár.

Dagurinn hófst á Geimfars (ætli það sé svipað og kjötfars??) æfingu í fjárhúsinu. Hressandi að vanda, renndum í nokkur vel valin lög sem við ætlum að tækla á jóladjammi FÍH annað kvöld, um eða eftir miðnætti á Café Rósenberg. Síðan var fundur og pælingar, og spila í Kringlunni.
Orkuleysi mitt í dag (eftir æfinguna og fundinn a.m.k.) er með eindæmum. Þvílíkt meðvitundarleysi og slen. Hefði verið gott að ná því að komast í ræktina, hressa sig við, ná sér í orku (you gotta spend some to earn some). Tækla það bara í næstu viku.

Hmmm. Annars eru HOD á Kaffe Kúltúr í kvöld. Skyldi maður??

16. des. 2004

kona og bíll

Þá er Sice farin til DK og á morgun fer hún ásamt föður sínum og fjölskyldu hans til einhverrar miðjarðarhafseyju til að chilla og halda upp á afmæli hans.

Konan farin í bili. En bíllinn kominn til leiks á ný eftir stutt stopp á verkstæði. Kemst þá a.m.k. í giggin mín. Eitt gigg á dag fram að jólum.
Stuð í bæ.

Í spilaranum: Flamenco Sketches - Miles Davis - Kind of Blue (1959)

Pistill um Doors Tribjútið.

Rakst á þennan pistil um tónleikana þann 9. des. Eftir Benedikt Jóhannesson.

Snillingar á Gauknum (BJ)

"Síðastliðið miðvikudagskvöld hefði Jim Morrisson, söngvari The Doors orðið 61árs hefði hann lifað 34 árum lengur en hann gerði. Daginn eftir sá ég The Doors tribute band (sem er næstum eins mikið Doors eins og Beach Boys band eru Beach Boys). Ég hefði ekki trúað því fyrirfram hvað þessir tónleikar yrðu mikil upplifun. Hljómsveitin var frábær og áheyrendur ekki síðri.
Hljómleikarnir voru haldnir á Gauk á Stöng sem ég hef ekki farið á síðan Gaukurinn seldi bjórlíki fyrir áratugum. Við vorum snemma í því, komum fyrir tíu, ætluðum ekki að missa af bestu sætunum. Þetta var óþarfa fyrirhyggja því að við okkur blasti borð fyrir framan senuna, en þegar betur var að gáð sáum við að það var frátekið, þannig að við settumst á næsta borð sem var nánast jafngott, við horn senunnar (Gaukurinn er lítill staður). Þar sátum við og drápum tímann í klukkutíma, því að auðvitað byrjaði hljómsveitin ekki klukkan hálf ellefu eins og auglýst hafði verið.
Smám saman fylltist salurinn nema borðið sem var frátekið. Allir virtu þennan miða. Flestir voru á þrítugsaldri sýndist mér, fólk sem var ekki fætt þegar Morrison geispaði golunni. Það kom maður að okkar borði og sagði: "Strákar, má ég ekki sitja hjá ykkur?" og yfir þessu vorum við svo kátir að hann fékk umsvifalaust sæti við borðið. Svo gekk hljómsveitin í salinn, klofaði yfir hátalara og aðrar hindranir og gaf bendingar til tæknimanna um að slökkva diskótekið, kveikja á réttum hljóðnemum og hefja ljósasjóvið. Söngvarinn var grannur og ekki alveg ósvipaður goðinu. Fyrst var spiluð eitthver segulbandsupptaka af hljómleikum heyrðist mér til þess að fá réttu stemminguna. Næst sagði söngvarinn okkur að Morrison hefði átt afmæli í gær og ég gladdist með sjálfum mér því að þá þyrftum við ekki að syngja afmælissönginn. En þá kallaði einhver úti í sal: "Og átt þú ekki afmæli í dag!" og söngvarinn varð að viðurkenna það og bætti svo við: "Ég get ekki hugsað mér neina betri afmælisgjöf en að vera hérna í kvöld og syngja fyrir ykkur." Maður fann hvernig gæsahúðin hríslaðist um salinn allan.
En svo byrjaði ballið. Það er óþarfi að orðlengja það að hljómsveitin var mögnuð. Ég hef ekki séð mikið af þessum þreyttu hljómsveitum sem er verið að flytja hingað en ég þori að fullyrða að þetta fimm manna Doors band hefur slegið þeim flestum ef ekki öllum við. Þeir voru rétt að byrja að spila þegar tveir síðhærðir og skeggjaðir menn gengu í salinn og að borðinu frátekna. Mér sýndist mikið vera gert við þá af staðarhöldurum. Ekki þekkti ég þá vel, en sá þó ekki betur en þarna væri kominn sjálfur frelsarinn og Benjamín heitinn Eiríksson á fimmtugsaldri og því ekki að undra að þeim væri vel fagnað.
Hljómleikarnir voru ein sigurganga fyrir hljómsveitina og auðvitað áheyrendur líka. Það var engu líkara en að hetjurnar væru sjálfar að spila eða jafnvel gott betur. Ég held að ég eigi nánast öll lög sem leikin voru á diskum, en þau voru miklu flottari þarna. Gestir voru þó vel hamdir og líklega engir sérstaklega langt komnir við öldrykkju. Konur á borði fyrir aftan okkur tóku undir í nokkrum lögum, en það var allt mjög pent. Mann fannst hljómsveitin varla byrjuð að spila þegar boðað var örstutt hlé.
Í hléinu skyggndist ég um og þekkti nánast engan. Og þó, Pétur Þorsteinsson vinur okkar, prestur Óháða safnaðarins, var mættur á staðinn. Pétur sagði mér við þetta tækifæri að ég hefði ýtt honum, saklausum sveitadrengnum, inn í hringiðu rokksins með því að lána honum plötur með Emerson, Lake og Palmer og Cream. Pétur hélt reyndar einu sinni yfir mér líkræðu á ræðumennskunámskeiði hjá Hjálmari W. Hannessyni. Ræðunni fylgdi að við útförina ætti að spila I'm so glad. Líklega hefur þetta verið fyrsta prestverk Péturs og tókst ágætlega, nema hvað líkið lifði ræðuna af.
Líklega hefur bjórsala aukist í hléinu. Þjóninn kom til okkar og spurði hvort við værum ekki til í að leyfa þremur stelpum að sitja við borðið hjá okkur. Við féllumst með semingi á það (ég set þetta til öryggis ef Vigdís skyldi lesa pistilinn). Stelpurnar komu svo að vörmu spori en minntu meira á miðaldra frænkur en stelpur. Það truflaði okkur ekkert og þær gættu þess mjög pent að vera ekki í sjónlínu okkar við sviðið. En í því að bandið skeiðaði aftur í salinn bættust tvær frænkur í hópinn. Nú vandaðist málið og miklar stólatilfæringar utan úr sal hófust. Fyrir einhverja tilviljun slasaðist enginn við það og allar fengu sæti. Til hvers veit ég ekki því að um leið og hljómsveitin kom inn stóðu þær upp og veinuðu og dönsuðu það sem eftir var.
Söngvarinn kynnti einstaka meðlimi sveitarinnar og frænkurnar fögnuðu hverjum um sig ákaft og af mikilli innlifun. Við hin klöppuðum kurteislega. Þegar söngvarinn kynnti sig rumdi í Jesúsi á næsta borði: "Nú er þetta ekki Jim Morrisson". Frænkurnar skræktu, hvort sem það var af þessari góðu fyndni eða yfir frammistöðu söngvarans góða. Ekki minnkuðu tilþrifin í hljómsveitinni.
Allan tímann hafði grannvaxin stúlka staðið uppi á sviði með upptökuvél og myndaði goðin. Mér datt í hug að kannski væri þetta bara einhver utan úr sal, það var ótrúlegt hve rólegir spilararnir voru yfir því þó að vélin væri alveg ofan í þeim. Stúlkan var í samræmi við tíðarandann í svo stuttum bol að skein í bert á milli. Þegar hún hallaði sér fram til þess að ná frumlegu sjónarhorni sá ég ekki betur en hún væri komin aðeins á leið, en það hvarf þegar hún hallaði sér afturábak og í ljós kom skraut í naflanum, sem ég get þó ekki lýst nánar enda var ég ekki neitt að fylgjast með henni.
Milli laga var klappað af miklum móð og Jesús ropaði með tilþrifum. Svo var kallað á mann úr sal, Halla leiklistarnema. Frænkurnar kölluðu "Halli, Halli, Halli." Þetta hlýtur að virka mjög hvetjandi á unga tónlistarmenn sem eru að spila fyrir svona rólegan sal á fimmtudagskvöldi að fá slíka hvatningu frá miðaldra frænkum í stuði. Halli söng svo ágætlega og án tilþrifa og uppskar fögnuð. Í lokin var svo sungið "Halli, Halli, Halli" og Jesús ropaði aftur.
Í lokin hafði svo einn áhorfandi enn komist í stuð. Góðærislega vaxinn ungur maður stefndi á sviðið og gerði sig líklegan til uppgöngu en komst ekki vegna hindrana og skorts á hófdrykkju. Söngvarinn sagðist vera með ófrumlegar kynningar, sem satt var, en það bætti úr skák að þær voru stuttar. Í uppklappinu sagði hann fimm sinnum: "Það er eitt lag sem ég man ekki vel eftir, hvað heitir það aftur." Milli þess sagði hann okkur að fyrir 35 árum hefði Jim Morrisson verið tekinn á sviði fyrir að sýna á sér typpið. Þetta uppskar vandræðalegan hlátur og hann segir enn einu sinni: "Hvað heitir lagið aftur?" Benjamín heitinn tók þátt í leiknum og segir: "Syngiði Light my Fire!" en frænkan var ekki jafn vel að sér í poppfræðunum og kallaði: "Það er allt í lagi, sýndu okkur bara á þér typpið!"
En Benjamín heitinn hafði hitt á rétta svarið og hljómsveitin dúndraðist í Light my Fire. Svo sungu frænkurnar afmælissönginn. Stuðið náði hámarki"
.
Benedikt Jóhannesson

Dramatískur texti um grúfið.

The groove is an organic thing, like a flower: It starts with a good seed and needs an environment fertile with nourishment so that it may flourish. When it’s fully grown, it becomes a thing of beauty. The groove is also somewhat of an enigma: You can’t touch it, but you can feel it; you can’t see it, but you can watch its effects. It can be powerful enough to move thousands of people, but you can kill it in an instant with a simple thought. When people play together and groove, the energy passes among the players and opens up a group link to its source. Everyone feels it, and the experience forms deep personal bonds. This energetic exchange creates a euphoric state that all musicians have experienced, either as listeners or players. When that chill runs up your spine, it’s the groove—the reason we play. On the other hand, when the groove isn’t happening, or gets sabotaged by ego or carelessness, it can turn brother against brother and create tension that will break up a band, get someone fired, or ruin reputations. The groove is serious business: It is something to honor, serve, and protect. If you mess with it, you’re in deep trouble.

Lesa meira hér. Fínn lestur, og fínar æfingar að venju hjá herra Friedland

15. des. 2004

Veikindi og vesen.....

Kallin bara heima veikur í dag. Sýkt auga, hausverkur og önnur almenn kvefpestar einkenni. Ekki mikið stuð í því. Bíllinn minn er líka lasinn, sennilega slitinn kúplingar barki. Kúplinginn dó í gærkvöldi, skammt frá heimili mínu sem betur fer og gátum við því rölt heim.

En draga þurfti sjúklinginn á verkstæði. Fín þjónusta hjá dráttarbílafyrirtækinu, fékk skutl heim, sem var mjög næs. Þurfti reyndar að bíða í drykklangastund eftir honum.
Bílstjóranum fannst kúninn eitthvað kunnuglegur og spyr hvað hann starfi. Ekki kviknaði á perunni þrátt fyrir skjót svör. Kúnanum fannst bílstjórinn eitthvað kunnuglegur líka, án þess að geta útskýrt það nánar.
"En á ekkert að fara að stunda tónlistina af fullri alvöru... vera í einhverjum böndum", mælti sá drátthagi.
Alltaf jafn súrt að fá svona spurningar og þurfa að svara þeim. Margir efast um að það sé nokkuð að gera (að það sé bara jafnvel ekki mögulegt) ef maður er ekki í bandi sem er spilað (daglega) á útvarps- og/eða sjónvarpstöðvum landsins. En það er nú samt blessunarlega alveg ágætlega mikið við að vera. Frá því í ágúst hef ég tekið þátt í (æft og spilað) með amk 9 böndum/verkefnum. Tónlistin verið af ýmsum toga, t.a.m.: frumsaminn jazz/rokk/funk/spuna-bræðing, reggí, groove popp, standarda jazz, ECM/Pat Metheny jazz, latin, tónlist The Doors, o.fl.

Lifi fjölbreytileikinn.

Lagið í spilaranum:
Man In The Green Shirt - Michiel Borstlap - Body Acoustic (1999)
Næst: An den kleinen Radioapparat - Theo Bleckmann - Origami

10. des. 2004

Vel heppnuð hurð.

Þá hefur The Doors Tribute Band lokið keppni í bili. Húsfyllir var í gærkvöldi á Gauk á Stöng. Stemmingin gríðarlega góð og bandið í dúndur formi (þó ég segi sjálfur frá). Sérlega skemmtilegt og velheppnað. Gaman að fá að spila með þessum eðal snillingum.Það var svo mikið rokk að strengirnir í bassanum eru komnir á grafarbakkan, þrátt fyrir að hafa verið settir í á þriðjudagskvöldið. Ú je!


9. des. 2004

Så går vi rundt om en enebærbusk

Jæja þá er jólaplatan í ár komin út. Hún heitir STÚFUR. Ég spila þar í einu lagi, hinu eiturhressa danska (nema hvað) þjóðlagi "Så går vi rundt om en enebærbusk", sem við Frónbúar þekkjum kannski frekar sem "Göngum við í kringum einiberjarunn". Það er hljómsveitin Topless Latino Fever sem flytur það göngulag að hætti New Orleans búa (svona sirka a.m.k.) í New Orleans Second Line funk bítí, (sem er mjög líkt Bo Diddley groovinu).

Topless Latino Fever eru:
Finnur Ragnarsson - básúna
Steingrímur Karl Teague - hljómborð
Sigurdór Guðmundsson - rafbassi
Kristmundur Guðmundsson - trommur
Guðmundur Steinn Gunnarsson - gítar (hann er þó ekki á upptökunni).Það er Atli Bollason sem hefur veg og vanda að útgáfunni.

8. des. 2004

The Doors Tribute Band á Gauknum í kvöld.

Ég verð nú bara slakur á því í dag, ætlaði að massa ræktina.... en svo bara tja hmm.. oh well..!

Svo verður riggað upp á Gauknum um 17:30.

Minni á hressleikann í Ópinu á RÚV kl. 20:55.


Afmælistónleikar The Doors tribute band
Í tilefni af því að Jim Morrison söngvari rokksveitarinnar The Doors hefði orðið 61 árs þann 8. desember, ætlar hin íslenska tribute hljómsveit The Doors tribute band að efna til sérstakra afmælistónleika 8. og 9. desember á Gauki á stöng. Húsið opnar 21 og tónleikarnir byrja 22.30.

Bandið skipa:

Björgvin Franz Gíslason - söngur
Börkur Hrafn Birgisson - gítar
Daði Birgisson - hljómborð
Sigurdór Guðmundsson - bassi
Kristinn Snær Agnarsson - trommurSjáumst.

5/4

Í seinasta þætti af jazzþættinum Fimm fjórðu (Föstudaginn 3. desember) var spilað af þremur nýútkomnum djassdiskum:

Luther með gítarleikaranum Birni Thoroddsen
;
Forward Motion með Mezzoforte;
og Hello somebody ! með fönksveitinni Jagúar.

Hlusta á þáttinn.

7. des. 2004

?

Ætlaði að segja eitthvað, man ekki .... hér er mynd í staðinn.


Hvor er meira skerí?

6. des. 2004

Sigur Door s

Doors æfing í morgun, fórum í einhver smá atriði og hreinsanir. Nú og bakraddir, hehe! Þetta verður dúndur pakki. Hvet alla til að fjölmenna á Gaukinn á miðviku- og fimmtudaginn.Hmm? Hvað á ég að gera við þessa 10 boðsmiða.

4. des. 2004

..............geisp...........!

Dagurinn snemma tekinn í dag, 08:15 er snemma á laugardögum, kenna... fjör!

Svo bara maraþon Doors æfing... stuð!! Björgvin er að láta gammin geisa hér núna.

3. des. 2004

Another day...

Hékk nú bara heima í dag, fyrir utan smá búðarferð. Var að vinna fyrir Amalgam en svona að mestu að kíkja á Doors pakkan. Reyna að syngja með, þar sem ég var beðinn um að gera mitt besta. Bassi og söngur getur verið eins og vatn og olía, blandast ekki ;) .... sitthvor hrynurinn á móti hvor öðrum, og sitthvor (lag)línan. Liggur misvel við höggi.

En svo var smá matarboð í kjallaranum. Ása systir, Sigurgeir og Arnar Freyr, komu í danskan jólamat að hætti Sice. MEGA át og stemming hin besta. Ljúft.

Svo er það bara vinna í fyrramálið. Bæta upp kennslu í Kef.

c ya.

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2004

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2004

Hvað finnst ykkur?

Hjálmar koma sterkir inn.

2. des. 2004

jepsípepsí

Þá fer þessi dagur að klárast. Hann byrjaði seint... um hádegi. Loksins gat maður sofið út (= ca. 8 tímar). Maður kemst stundum aldrei almennilega í gang á þannig dögum, dögunum sem maður sefur almennilega í langan tíma.
En engu að síður var æfing hjá Doors Tribute Band. Sérstök æfing þar sem Ópið hékk yfir okkur.
Nú.
Svo var jólastuff í Kringlunni.
Heitu pottarnir voru vel þegnir eftir daginn.

Skrilljón og 7 nýjar myndir hér, úr brúðkaupi, frá tónleikum o.fl.


Plögg:

Afmælistónleikar The Doors tribute band
Í tilefni af því að Jim Morrison söngvari rokksveitarinnar The Doors hefði orðið 61 árs þann 8. desember, ætlar hin íslenska tribute hljómsveit The Doors tribute band að efna til sérstakra afmælistónleika 8. og 9. desember á Gauki á stöng. Húsið opnar 21 og tónleikarnir byrja 22.30.


1. des. 2004

djöfulsins læti alltaf....

Hmmm ekkert blogg í viku.

Maður skyldi þó ekki eiga líf. Hvað er maður búinn að bralla.

Hinar og þessar æfingar.
Fór á bíblíu tónleika Tomma R. og co á Múlanum, nice stuff.
Spilaði á Nordpuls dæminu í FÍH (geggt gaman), fengum veitingar og allskonar. Hitti
Astrid Elbek (Rytmisk studieleder í DJM í Århus) og tjattaði við hana. Aðrir meðlimir hópsins voru grimmir í plögginu.
Spilaði í Kringlunni.
Fór í brúðkaup móðursystur minnar / fertugsafmæli manns hennar.
Fór á tónleika með Marc Bernstein og svo á smá rölt.
Kenna að venju.
Svo bara að massa Doors lögin, fyrsta æfingin var í gær og gekk fínt, næsta á morgun.
Kíkti á Sigga R á Kaffibarnum, smá afmælis hittingur hjá stráksa.

Ó já. Stuð.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker