Kallin bara heima veikur í dag. Sýkt auga, hausverkur og önnur almenn kvefpestar einkenni. Ekki mikið stuð í því. Bíllinn minn er líka lasinn, sennilega slitinn kúplingar barki. Kúplinginn dó í gærkvöldi, skammt frá heimili mínu sem betur fer og gátum við því rölt heim.
En draga þurfti sjúklinginn á verkstæði. Fín þjónusta hjá dráttarbílafyrirtækinu, fékk skutl heim, sem var mjög næs. Þurfti reyndar að bíða í drykklangastund eftir honum.
Bílstjóranum fannst kúninn eitthvað kunnuglegur og spyr hvað hann starfi. Ekki kviknaði á perunni þrátt fyrir skjót svör. Kúnanum fannst bílstjórinn eitthvað kunnuglegur líka, án þess að geta útskýrt það nánar.
"En á ekkert að fara að stunda tónlistina af fullri alvöru... vera í einhverjum böndum", mælti sá drátthagi.
Alltaf jafn súrt að fá svona spurningar og þurfa að svara þeim. Margir efast um að það sé nokkuð að gera (að það sé bara jafnvel ekki mögulegt) ef maður er ekki í bandi sem er spilað (daglega) á útvarps- og/eða sjónvarpstöðvum landsins. En það er nú samt blessunarlega alveg ágætlega mikið við að vera. Frá því í ágúst hef ég tekið þátt í (æft og spilað) með amk 9 böndum/verkefnum. Tónlistin verið af ýmsum toga, t.a.m.: frumsaminn jazz/rokk/funk/spuna-bræðing, reggí, groove popp, standarda jazz, ECM/Pat Metheny jazz, latin, tónlist The Doors, o.fl.
Lifi fjölbreytileikinn.
Lagið í spilaranum:
Man In The Green Shirt - Michiel Borstlap - Body Acoustic (1999)
Næst: An den kleinen Radioapparat - Theo Bleckmann - Origami
Bloggsafn
-
▼
2004
(273)
-
▼
desember
(33)
- Germ
- Vó!
- ahh.....
- Gleðileg jól.
- Arnar Freyr 1 árs
- Til Varnar Spunanum eftir Sigurð Flosason.
- "Ég, vélmenni"
- Stóridómur - Jólaplatan Stúfur
- deCODE Study Provides Detailed Portrait of Populat...
- Meiri ættfræði og gen: Tengsl á milli átthaga og ...
- Ættfræðingurinn sperrti eyrun við þessari frétt á ...
- Helgin
- Nýr íslenskur jazz.
- Plástur.
- Þrek og (kaffi)tár.
- kona og bíll
- Pistill um Doors Tribjútið.
- Dramatískur texti um grúfið.
- Veikindi og vesen.....
- Uppfærslur og nýjir linkar.
- What am I talking about....??
- Já á meðan ég man....
- Vel heppnuð hurð.
- Så går vi rundt om en enebærbusk
- The Doors Tribute Band á Gauknum í kvöld.
- 5/4
- ?
- Sigur Door s
- ..............geisp...........!
- Another day...
- Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2004
- jepsípepsí
- djöfulsins læti alltaf....
-
▼
desember
(33)
Um mig / about me
- Siggidóri
- Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,