
Við Sice kíktum á tónleika Röggu Gröndal og Black Coffey á Búðarkletti í gærkveldi. Einhverstaðar sáum við auglyst að þeir byrjuðu kl. 20:00, sem kom svo á daginn að stóðst engan vegin, enda nokkuð súr tímasetning hjá Fréttablaðinu. Tónleikarnir hófust upp úr kl. 22:30 og var mætingin ágæt og bandið mjög gott.
