7. jan. 2004

Hvers dagur er inni, brauðstrit vort að finni, lífinu farveg að sinni og salt í graut sem sár.

Jæja þá er kennsla hafin að nýju í tónlistarskólum landsins. Sjálfur fór ég í tíma til Sigga Flosa í gær og var aðalega verið að spá í dagskrá burtfaratónleikanna komandi. Ég held ég sé barasta búin að setja saman dagskrá með 8 lögum þar af helmingurinn (að svo komnu máli) frumsaminn. Svo er bara að hóa saman mannskap.. ég er búinn að fá mynd á hann í huganum, en á eftir að hringja í alla kappana. Verður sennilega sjö manna band ef allt gengur eftir.

Svo hóf ég sjálfur að kenna í dag í TR, fer rólega af stað eins og gengur. Eitthvað um að menn væru ekki alveg komnir úr "jólafríi"...!

Hmm. Bíllinn minn var að koma úr viðgerð.. tæpur 60.000 kr. æðislegt...!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker