27. nóv. 2006

Annir

Búið að vera nóg að gera undanfarna daga. Nettettinn spilaði á Pravda á fimmtudaginn og ég skemmti mér mjög vel við að spila með þessum eðal tónlistarmönnum. Mætingin var með ágætum og var stemmingin góð. Mjög nett.

Ég sat svo yfir börnum systur minnar á föstudagskvöldið og meðan ég sat var ég að spila yfir og reyna að læra slatta af lögum því að á laugardeginum fór ég í æfingabúðir með hljómsveitinni Menn Ársins. Bústaðurinn er í formi gamals sveitabæjar sem hefur fengið nýtt hlutverk.

Við spiluðum allan daginn, áttum lambalæri og spiluðum svo enn meira. Hér má sjá nokkrar myndir.

Verst hvað ég neyddist til að "skrópa" á mörgum útgáfutónleikum, sem ég hefði svo glaður vilja sjá. En svona er þetta stundum.

Hmm .. hvað meira .. Jú ég fjárfesti í bók um daginn (gerist ekki svo oft). Bókin er eftir Richard Dawkins og heitir "The God Delusion". Hlakka til að lesa mig í gegnum hana.

Fyrir studdu las ég einnig aðra bók sem hann skrifaði, River Out Of Eden.

("If this book doesn't change the world -- we're all screwed."
-Penn (Penn & Teller))

RichardDawkins.net

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker