...var fín.
Föstudagskvöldinu var að venju eytt hjá systur minni yfir Stjörnuleitinni. Diskó þemað fór misvel með menn!
Á laugardeginum gerði ég svo kjarakaup þegar ég datt inn í smá útsöluleifar í fatabúð í Smáralindinni. Keypti mér tvo jakka á 12. þús þeir voru báðir með 50-60% afsl.! Helv. gott.
Svo skellti ég mér, ásamt honum Agli, á tónleika Tríós Dags Bergssonar í Mosó. Prýðilegir tónleikar þar.
Sice var svo mjög óvænt og skyndilega boðið (ásamt mér) á árshátíð JT Veitinga (þar sem hún er nýbyrjuð að vinna) á Broadway og eyddum við kvöldinu þar.
Evróvisjón forkeppnin var sýnd á tjaldi yfir matnum. Það fór ekki á milli mála að Silvía Nótt var uppáhald flestra þarna inni, þar sem hún uppskar mikil fagnaðarlæti eftir sinn flutning.
Svo var Bo Hall með sýninguna sína. Mjög fagmannlegt allt saman. Mikið af sömu söngvurunum í sýningunni og höfðu verið að keppa fyrr um kvöldið.
Hljómsveitin Hunang taldi svo í slagara í um klukkustund og svo tók við norska bítlakóverbandið Betales. Alveg hundleiðinleg hljómsveit þrátt fyrir að hafa skilað þessu prýðilega.
Svo var það bara letin á sunnudaginn!