21. feb. 2006

Bob Mintzer og Stórsveit Rvk.



Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 22. Febrúar kl. 20. Að þessu sinni stýrir bandaríkjamaðurinn Bob Mintzer sveitnni og kemur einnig fram sem einleikari á tenór saxófón. Öll tónlistin sem flutt verður er eftir Mintzer; nýlegar tónsmíðar af síðustu geisladiskum hans.

Bob Mintzer er ein skærasta stjarna stórsveitaheimsins í dag og er koma hans hingað stærsta verkefni sem Stórsveit Reykjavíkur hefur ráðist í upp á eigin spýtur. Mintzer hefur leitt eigin Stórsveit í New York í á þriðja áratug og gefið út 12 geisladiska með henni. Hann hefur einnig verið meðlimur í hinni þekktu „fusion“ hljómsveit Yellowjackets undanfarin 15 ár og leikið með henni um allan heim. Mintzer lék á árum áður með stórsveit Buddy Rich um langt árabil, auk þess að útsetja og semja fyrir hann og ýmsa aðra, s.s. Thad Jones, Mel Lewis, Art Blakey, Jaco Pastorius, Tito Puente, Eddie Palmieri o.fl.

Bob Mintzer hefur hlotið Grammy verðlaun og verið tilnefndur 14 sinnum. Útsetningar og tónsmíðar Mintzers eru leiknar af stórsveitum um allan heim og gefnar út af Kendor útgáfunni. Þess má geta að Stórsveit Reykjavíkur hlaut íslensku tónlistarverðlaunin nú nýverið sem jazzflytjandi ársins 2005.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker