3. sep. 2004

Föstudagar ... maður á bara að vera heima hjá sér .. eða á æfingu .. eða eitthvað allt annað en að keyra bíl í Reykjavík...!!!

Vaknaði eftir alltof lítinn svefn í morgun til að skutla Sice í HÍ. Svo var bara slen þar til ég lagði mig og Sice kom heim.

Svo var annað skutl til að hún gæti skráð sig í fögin sem hún ætlar að taka í HÍ. Við komum of seint sökum rangra upplýsinga. Auðvitað lendum við í föstudagstraffík dauðans... það var m.a. keyrt aftan á okkur.
Gaman.
NOT.
Ekkert alvarlegt samt.

Nú svo kíktum við á bókasafnið.
Tók mér fjölbreytt úrval efnis. T.d.

The Working Bassist's Tool Kit eftir Ed Friedland.

Does Humor Belong in Music (Frank Zappa Live / The Pier NYC USA 26th august 1984) á DVD.

Salsa, Musical heartbeat of latin america eftir Sue Steward.

Funk - The MUSIC, the PEOPLE, and the RHYTHM of THE ONE eftir Rickey Vincent.

Svo er bara að hella sér í lesturinn.

Svo er stefnan tekin á Super Size Me í kvöld... og hver veit .. kannski á jazztónleika þar á eftir.

Vi ses!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker