30. sep. 2005
3 tónleikar í röð... og þeir fjórðu tæklaðir!
Greinilega búið að stytta upp!
Var að kenna í dag í Reykjanesbænum eins og endranær. Skutlaði Sice í flug þar á undan, en hún verður í Danmörku næstu 19 daga róta að í moldinni!
Frekar leiðinlegt veður til að keyra í á heimleiðinni. Komst þó heill á húfi á leiðarenda.
Fór svo nánast beint á tónleika Jazzhátíðarinnar eftir að ég kom heim.
Hringdi í Simon hinn írska, og eftir stutt spjall um að telja í ásamt fleirum í næstu viku (að hans frumkvæði) ákváðum við að skella okkur á Be bop septett Óskars Guðjónssonar.
Fínir tónleikar en ekkert sérlega eftirminnilegir þrátt fyrir fagmennskuna.
Fórum eftir fyrsta lag eftir hlé (sem var óþarflega langt, hléið þ.e.a.s) til að ná í tæka tíð fyrir tónleika Karmelgebach. Þar var einungis frumsamin músík með miklum frjálsspuna. Alveg áhugavert. Sérstaklega fannst mér stemmingin í seinasta laginu
góð, (þrátt fyrir að ég muni engan vegin núna hvernig hún var).
Rúsínan í pylsuendanum voru svo tónleikar "Koko" sem er skipð japanska víbrófónleikkonunni Taiko Saito og þýska píanólaikaranum Niko Meinhold. Þvílík SNILLD. Dásamleg músík og samleikur á heimsmælikvarða. Fyrst og fremst náði tónlistin (sem var eftir þau) að fanga mann og fá mann nánast til að gleyma stað og stund. Snilldar hljóðfæraleikur ásamt snilldar lagasmíðum. Besta tónleika upplifun undiritaðs í langan tíma... og ég sem ætlaði ekki einu sinni að sjá þau... bara ílengdist í Leikhúskjallaranum! Þeir listamenn sem komu í hugan meðan ég hlustuðu á þau voru t.d. Chick Corea & Gary Burton (af augljósum ástæðum... tónlistin samt ekkert voða lík þannig séð) og svo komu stemmingar sem minntu mig á Theo Bleckmann (plötuna Origami t.d.)
Síðan fórum við og ætluðum að droppa við á Póstbarnum en var ekki hleypt inn. Klukkan var um 01:30 hljómsveitin Landrover enn að spila heyrðist mér. Okkur var tjáð af eiganda barsins að það lokaði klukkann 01:00 og við fengjum því ekki að koma inn þrátt fyrir að í auglýstri dagskrá Jazzhátíðar stæði að tónleikarnir stæði til 02:00.
Alveg týpískt.
Nova Scotia - Theo Bleckmann.mp3
Like Brother And Sister - Theo Bleckmann.mp3
Falling Grace - Chick Corea and Gary Burton.mp3
Legg til að þessi maður verði næsti "pabbi" jazzhátíðarinnar og kynnir.
Bloggsafn
-
▼
2005
(227)
-
▼
september
(22)
- 3 tónleikar í röð... og þeir fjórðu tæklaðir!
- allskonar .. jazz og haust .. og..
- Ár og dagar
- Kaupa miða á Kenny Garrett
- Peacemaker .. ?
- Nýjar myndir
- Endurheimting
- ssssssssuuuunnnuuuuddddaaaaagggguuurrrrrr
- iss piss
- Alternative retro....! Babe!
- Kenny Garrett á Jazzhátíð Reykjavíkur 1. okt..!!!
- Stíf fundarhöld í dag....!
- Rafbassinn: Saga og þróun -- Jaco Pastorius
- Leiðin Heim.... í Garðabæ......
- É'rann!
- *geisp*
- Mæli með: Þjóðleikhúskjallarinn í kvöld kl. 20:30 ...
- Fórum á Esjuna í dag.. læt myndirnar um að tala .....
- Öðruvísi tónheyrnar þjálfun
- Married To The Bass
- Nú skal nördast sem aldrei fyrr.
- jejeje
-
▼
september
(22)
Um mig / about me
- Siggidóri
- Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,