13. sep. 2005

É'rann!

Ása klukkaði mig. Hér koma fimm atriði (af handahófi) um sjálfa mig:

1. Ég fæddist á Selfossi. Húsið sem ég fæddist í er núna elliheimili.

2. Fór fyrst til útlanda þegar ég var 15 ára. Fór næst 15 árum síðar. Hef farið hlutfallslega gríðarlega oft síðan!

3. Datt á höfuðið þegar ég var rétt að verða 10 ára. Sennilega sá atburður í lífi mínu sem hefur (eða hafði) mest áhrif (mótandi/persónleika/o.s.frv.) á mig, a.m.k. miðað við að það tók mig einungis nokkrar sekúndur að berja höfðinu við steininn. Var þrjár vikur á spítala (á þremur sjúkrahúsum), fór í tvo árangurlausa uppskurði og er með fastan augnvöðva í hægra auga, plús að það liggur innar en hitt (þar fór samhverfan fyrir lítið), plús svo náttúrulega þessi fínu ör í kringum augað, sem eru náttúrulega löngu orðin ómissandi.

4. Þrjár ástæður fyrir því að ég leiddist út í tónlist:
a) Mamma á kassagítar sem ég var alltaf að stelast í.

b) Elsta syni Megasar, Þórði Magnússyni, var skipað að setjast við hliðina á mér þegar hann hóf nám í Gagnfræðaskóla Borgarnes þegar við vorum sirka 13/14 ára. Sérlega músíkalskur drengur og var upprennandi gítarhetja á þeim tíma. (Ekki eltist músíkin af honum þar sem hann fékk t.a.m. verðlaun fyrir tónverk á Íslensku Tónlistarverðlaununum í ár. Þórður er líka "prótótýpan" að gítarhetjunni sem leggur lag sitt við selló-skvísu). Ég fór svo með honum og mömmu í Rokkbúðina sálugu haustið eftir að ég varð 15 ára og keypti splunkunýjann Washburn bassa, sem Danny Pollock grandskoðaði og gaf "thumbs up" áður en við héldum heim. Þórður kennti mér að stilla bassann og sýndi mér gítar riffið í Smoke On the Water, svo var hann alltaf að benda mér á eitthvað. Ég spilaði síðar í hljómsveit með yngri albróður hans (Gísli, kallar sig Gímaldin). Í því bandið var einungis spiluð frumsamin músík sem var að mestu eftir Gísla. Jazz/grúf-skotið popp með norrænum kántrí blæ. (Þetta var eiginlega bræðingssveit... ég sé það núna... því til stuðnings þá spilaði ég laglínu og sóló í einu laginu á fyrsta gigginu sem við spiluðum á. Giggið var á Hæfileikakeppni FVA þar sem við urðum í 2 sæti, ég var valinn besti bassaleikarinn og söngkonan var líka valin best. Hún var skiptinemi frá Svíþjóð á þeim tíma og gerðist kærasta Orra Harðarsonar um svipað leyti. Þetta var sama veturinn og ég sat fyrst í tónlistarskóla. Ég var 18 ára.

c) Ég kynntist tónlist Jaco Pastorius fljótlega eftir að ég hóf að fikta við bassann (ca. 17 ára). Ég komst í kynni við skiptinema af frönsk/kanadísku bergi sem dældi í mig efni með Jaco. Á þeim tíma var ekki sjálfgefið að komast yfir ritmál eða tónlist um kappann. Internetið var einhverstaðar í framtíðinni. Ég las Bass Player grimmt og smá saman hlóð þetta upp á sig. Skúli Sverrisson hafði einnig hvetjandi áhrif á mig með sínum bassaleik. Ógleymanleg upplifun að sjá hann spila með Full Circle á Púlsinum snemma árs 1991. Þessir tónleikar eru það sem ég hef komist næst því sem kalla mætti trúarleg upplifun. Mig var farið að langa í að komast í Tónlistarskóla FÍH (nokkur ár í það þó). Þeir Jaco og Skúli eru enn að halda mér við efnið.

d) (OK ég kann ekki að telja!!) Foreldrar mínir, sem hjálpuðu mér í námi og sem létu tilleiðast með ýmislegt sem ýtti undir þetta allt saman.

5. Ég er Sigurdór Guðmundsson, Brynjúlfssonar, Eiríkssonar, Jóhannessonar, Guðmundssonar, Guðmundssonar, Jónssonar. Þetta er beini karleggurinn til mín eins og heimildir eru fyrir. Rek ættir mínar á Mýrar (vestur) og undir Eyjaföll. Það vottar ekki fyrir vestfirðing í mér.

Ég klukka: Matta, Sigga Rögg., Aron, Jón Ingólfsson bassa og Ósk. (Sandra var á undan mér að klukka Kidda) Nú eruð þið'ann!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker