21. sep. 2005

Ár og dagar



Í dag voru 18 ár síðan Jaco Pastorius lést.
Þá var John sonur hans 14 ára.
Bróðir minn er 14 ára í dag.
Ég er átján árum eldri en bróðir minn.

Ég var að rifja upp yfirtóna meistaraverkið hans Jaco, Portrait of Tracy, í gær. Fór svo yfir það með nemanda í dag. Planið er að nemandinn flytji lagið (sem er einleikslag fyrir bassa) á tónleikum lengra kominna nemenda þann 17. nóv. Þannig að tónlistin hans lifir góðu lífi.

Börnin hans Jaco lifa líka góðu lífi að ég er best veit. Felix Pastorius, sonur hans (f. 1982) og tvíburabróðir hans Julius hafa verið að iðka tónlist. Felix þykir vera orðinn "monster" á sitt hljóðfæri, rafbassann. Fer hann þar með aldeilis í skóbúnað föður síns.

Hilmar var að hljóðrita eitthvað með Felix (ásamt Charlie Peacock, Ben Perowski, og Jeff Coffin) um daginn. Spennandi að heyra hvort eitthvað komi út úr þeim pælingum.

Hmmm! Sådan går det!

Uppritaði black metal með Dimmuborgir (held ég) lag áðan fyrir nemanda. Spes músík.

ú je !

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker