16. sep. 2005

Stíf fundarhöld í dag....!

Svæðisþing tónlistarskóla fyrir
Suðurland, Suðurnes og höfuðborgarsvæðið


Haldið föstudaginn 16. sept. í Tónlistarskóla FÍH Rauðagerði 27, Reykjavík

„Hlutverk tónlistarskóla í samfélaginu – stefna hins opinbera“

Dagskrá:

9.15 Setning: Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna.
Tónlistaratriði.

9.25 Kennaramenntun í tónlistardeild Listaháskóla Íslands – fyrirkomulag og innihald námsbrautar. Kynning: Mist Barbara Þorkelsdóttir deildarforseti. Umræður.

10.15 Kaffihlé

10.25 Námskrá í tónfræðagreinum. Kynning: Guðni Olgeirsson sérfræðingur í skóla- og símenntunardeild í menntamálaráðuneytinu og Kristín Stefánsdóttir fulltrúi í ritstjórn aðalnámskrár tónlistarskóla. Fyrirspurnir og umræður.

11.20 Kaffihlé.

11.30 Drög að frumvarpi til nýrra laga um tónlistarskóla. Kynning: Jón Vilberg Guðjónsson lögfræðingur í menntamálaráðuneytinu. Fyrirspurnir og umræður.

12.30 Hádegishlé.

13.30 Málstofa „Hlutverk tónlistarskóla í samfélaginu – stefna hins opinbera“
Frummælendur og þeir sem pallborðið skipa: Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, Björn Þráinn Þórðarson, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Mosfellsbæjar, Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkur, Róbert A. Darling skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga og Guðmundur Hafsteinsson tónlistarkennari í Reykjavík.

Útgangspunktar umræðna:
 Hvers vegna rekur/styrkir sveitarfélagið tónlistarskóla? Hvert er hlutverk tónlistarskólans í samfélaginu? Hvernig samræmist það mennta- og menningarstefnu sveitarfélagsins?

Í aðalnámskrá tónlistarskóla segir m.a. „Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er að veita öllum, sem þess æskja, færi á að kynnast tónlistarnámi af eigin raun.“

 Hver er stefna sveitarfélagsins varðandi aðgengi að tónlistarnámi? Er aðgengi háð aldri? Eru skólagjöld hindrun? Hversu fjölbreytt er framboð tónlistarnáms, til hvað breiðs hóps nær það? Tekur þitt sveitarfélag við tónlistarnemendum úr öðrum sveitarfélögum? Borgar sveitarfélagið með nemendum sem þurfa að sækja nám sitt til annarra sveitarfélaga?

14.45 Kaffihlé.

15.15 Málstofa frh. – umræður.

16.30 Þingslit.



Athyglisvert allt saman.

Vonandi fá á endanum allir tónlistarnám að eigin vali burtséð frá aldri og búsetu. OG vonandi kemur námskrá fyrir Rhythmísk hljóðfæri sem allra fyrst.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker