28. sep. 2005

allskonar .. jazz og haust .. og..

Úff ... Ekkert bloggaði í viku!

Allt gott að frétta svo sem! Skrifaði undir samning í Tónlistarskóla Mosfellsbækar í seinustu viku. Er með 25% stöðu. Þannig að þá er maður kominn með fulla stöðu saman lagt, sirkabát!

Jesper vinur minn frá Danmörku er að koma til landsins á föstudaginn og ætlar að dvelja í 10 daga.

Jesper

Jazzhátíðin að byrja. Ég er nú bara búinn að kaupa mér miða á Kenny Garrett, enn sem komið er.

Svo sem alveg hellingur sem væri gaman að sjá! T.d.:

Fimmtudagur 29. september

kl. 20:30 - Be bop septett Óskars Guðjónssonar á Kaffi Reykjavík, 1.800 kr.

kl. 22:30 Karmelgebach í Þjóleikhúskjallaranum, 1500 kr.


Föstudagur 30. september

22:30 M & M kvartettinn + 3 gestir á Kaffi Reykjavík, 1800 kr.

00:00 Rodent á Kaffi Reykjavík, 1500 kr.


Laugardagur 1.október

kl. 20:30 Kenny Garrett Quartet á NASA, 3.500 kr.
stórtónleikar bandaríska saxófónmeistarans Kenny Garrett með Carlos McKinney á píanó, Ronald Bruner trommur og Kristopher Funn á bassa. AÐEINS ANNAR MANNSKAPUR EN AUGLÝSTUR VAR Í UPPHAFI. Verður örugglega mjög hressandi engu að síður!

kl. 22:30 Tóneyra MEGASAR á Kaffi Reykjavík, 1800 kr.


Sunnudagur 2.október

17:00 Oktett Ragnheiðar Gröndal á Kaffi Reykjavík, 1500 kr.

Að öðru....

Hvet alla til að kíkja yfir á freemanlc.blogspot.com og ná sér í og skoða Frank Zappa myndböndin sem hann býður upp á þar! Alger SNILLD.

Já og kíkið yfir á xanaxtaxi.blogspot.com... Jaco á tónleikum þegar hann var 19 ára að spila "Donna Lee".

P.s varðandi seinustu færslu þar sem ég var að tala um að 18 ár væru frá dauða Pastorius (fermingar árið mitt) þá verður maður 1/2 aldar gamall (vonandi) eftir 18 ár.
Tíminn... merkilegt fyrirbæri!

Góðar stundir og sjáumst á Jazzhátíð!

p.p.s

Skelltum okkur í sveitina um seinustu helgi. Nokkrar haustmyndir héðan og þaðan, HÉR!!



Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker