12. sep. 2005

Mæli með: Þjóðleikhúskjallarinn í kvöld kl. 20:30 - Kvartett Sigurðar Flosasonar



Fréttatilkynning

Kvartett Sigurðar Flosasonar:
Leiðin heim - útgáfutónleikaferð


Kvartett Sigurðar Flosasonar leikur á sex tónleikum víðsvegar um landið á næstunni. Tónleikarnir eru síðbúnir útgáfutónleikar vegna geisladisksins „Leiðin heim“ en hann kom út í hér á landi í maí síðastliðnum og í Japan í júlí. Ekki hefur unnist tími til útgáfutónleika fyrr en nú, en þess má geta að kvartettinn lék á heimssýningunni í Japan og þrennum vel heppnuðum tónleikum í Tokyo í sumar. „Leiðin heim“ hefur fengið afbragðsgóðar viðtökur. Vernharður Linnet, jazzgagnrýnandi Morgunblaðsins, kallaði diskinn m.a. „meistaraverk!“ í afar lofsamlegum dómi.

Sigurður Flosason hefur gert víðreist með tónlist sína. Hann hefur tvisvar hlotið íslensku tónlistarverðlauning og tvívegis verið tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Sigurður er bæjarlistamaður Garðabæjar í ár.

Kvartettinn skipa, auk Sigurðar sem leikur á saxófón, þeir Eyþór Gunnarsson á píanó, Valdimar K. Sigujónsson á kontrabassa og Pétur Östlund á trommur.

Tónleikastaðir eru eftirfarandi:

Neskaupsstaður, sunnudag 11.9. – Blúskjallarinn kl. 20:30
Reykjavík, mánudag 12.9. – Þjóðleikhúskjallarinn kl. 20:30
Ísafjörður, þriðjudag 13.9. - Hamrar kl. 20:00
Garðabær, miðvikudag 14.9. Salur Tónlistarskólans í Garðabæ kl. 20:30
Eyjafjörður, fimmtudag 15.9. Laugarborg kl. 20:30
Reykjanesbær, föstudag 16.9. Listasal, Duushúsum kl. 20:30



(Ég skelli mér ef ég næ heim í tæka tíð eftir kennslu í kvöld)

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker