13. jún. 2004

Hvað gerði ég aftur í UK...?!!

Jú...!!
Ég kíkti í helling af plötubúðum og keypti nokkra CD, t.a.m.:
Keith Jarrett – Personal Mountains,
Le Bocal – “OH NO! Just ANotHER FRANK ZAPpA MEMoRiAL bARbEcuE!”,
B.B. King – Live & Well, (Hefði viljað þennan líka)
The Sound of Senegal,
John Scofield Trio – Live EnRoute,
Weather Report – Live In Tokyo,
Weather Report – I Sing the Body Electric,
Dave Weckl Band – LIVE (and very plugged in),
Weather Report – Mysterious Traveller,
James Brown – Funky Christmas.

Gistingin í London: Við gistum á Green Court Hotel, sem var bara sæmilegt, tiltölulega nálægt Earls Court Station, sem var einnig stór galli, þar sem lestirnar þeyttust rétt fyrir utan gluggann hjá manni... ekki beint ró og friður á þeim bæ..!

Nú svo kíktum við á ýmislegt. Skoðuðum t.d. British Museum, St. Pauls Cathedral (sem var reyndar í hreinsun, þannig að það var frekar snuppótt heimsókn), Royal Albert Hall (að utan), Tate Gallery, nú og svo gengum við í einhverjum heljarinnar görðum, og fram hjá Big Ben / Westminister, Trafalgar Square, og einhvern markað, hmm!!.


Nú svo maður nefni einhverja staði sem við borðuðum á þá má nefna: Garlic & Shots (rétt hjá Ronnie Scotts) þar var hvítlaukur í öllu, líka bjórnum. Little Italy (á móti Ronnie Scotts) mjög góður staður. Svo voru einhverjir fleiri, flestir morgnarnir byrjuðu í Starbucks Coffee.

Svo voru það tónleikar Dave Weckl Band á Ronnie Scotts. Mjög gaman að sjá þessa kappa. En þetta voru ansi langir tónleikar. Þeir byrjuðu á upphitunarabandi sem spilaði 1. sett, pása og rót , svo komu Dave og Co og spiluðu 1. sett, pása og rót, svo kom uphitunarbandið og spilaði 2. sett, pása og rót, svo komu Dave og co og spiluðu 2. sett. Þetta var ekki undir fjórum tímum. Aðeins of mikið. En bassaleikari Dave, Tom Kennedy er algert monster! Ég var nú samt ekki að fíla soundið hans of mikið, of þunnt eitthvað, n.k. mid. 80’s L.A. fusion bassasánd. En hann gat spilað, og þeir allir. Það var soldið fyndið að sjá saxistann mjög mikið til hliðar, svo hann skyggði ekki á hetjuna (Weckl). Fínir tónleikar.



Svo var haldið til Cheltenham, þar var nú bara að mestu verið að chilla, kíktum í nágrannabæ (Cirencester) þar sem sjá má leifar frá veldi Rómverja á Bretlandi. Veðrið var massa gott nánast allan tíma. Kannski full heitt og sveitt fyrir “pjúra” íslending eins og mig. Hitinn fór hæðst í 29° og rakinn var frekar mikill.

Nemlig...!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker