25. jún. 2004

Los ..... !

Latin fever hélt áfram að herja á okkur Kristmund og nú bættist Guðmundur Steinn Gunnarsson í hópinn og er það aldeilis til að hressa, við héltum okkur við tveggja til þriggja hljóma "vömp", skiptumst t.d. á að vera með taktmæli í eyrunum. Töff æfing að einn sé með taktmælinn (ekki bara trommarinn) og svo þurfa hinir að fókusa á hann. Menn hafa tilhneiginu til að hraða og það fer þessari músík ekki vel, afslappað og right on er málið. Næsti kafli er um "songo" stílinn sem hljómsveitin þróuðu á áttunda áratug seinustu aldar!



Svo er það pæling að kíkja á Röggu Gröndal á Kaffi Kúltúr í kvöld.

Annarst er ég að "eipa" á þessari andsk. hálsbólgu kvefpest. Gerðist "hress" og fór í ræktina.... var ekki alveg að gera sig!
En best að fara heim að elda og setja Norðurlanda met í hvítlauks notkun!!!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker