Kvefið leiðinlega gerðist ágengara um helgina og lagði mig í bólið. Þannig að það var fátt annað að gera en að dunda sér heima (lesist ekki dúndra Cher ...!). Tókst samt að kíkja á Kaffi Kúltúre á föstudagskveldið.
Annars hristi ég þessa hressilegu kjúlla uppskrift fram úr heilahvelinu um helgina.
Efni:
4 kjúklingabringur
2-3 hvítlaukar (já heilir ...!)
STÓRT engiferstykki
Smá appelsínusafi (ferskur eða Trópí)
Ólífuolía
Pipar
Salt
2 RAUÐAR paprikur
Zucchini (kúrbítur) (meðal stórt)
Sveppir (ekkert of margir, 5-10 eftir stærð)
1 Laukur
Rauður Chilli (sæmilega stór)
Kókosmjólk (1 dós)
Garam Masal (kryddblanda frá Rajan)
Karry Madras (Pottagaldrar)
Einn kjúklingateningur (soðteningur)
Aðferð:
Laukurinn er mýktur í olíunni, bringurnar skornar niður og létt steiktar, kryddað með salti og pipar.
Hvítlaukurinn, engiferinn og chillinn er sett í blender/mixer ásamt smá appelsínusafa og jafnvel smá olíu og maukað í hel.
Maukinu er svo hellt yfir kjúllann á pönnunni, látið krauma og kryddað með Garam Masal (kryddblanda frá Rajan), Karry Madras (Pottagaldrar), eftir fíling en amk 1 msk af hvoru! Grænmetið er skorið niður og sett útá pönnuna og látið krauma, einn kjúklingateningur settur útí. Einni dós af kókosmjólk bætt út í að endingu, látið krauma uns þetta lítur sæmilega út!
Meðlæti t.d. Hrísgrjón eða pasta, salat og hvítlauksbrauð og falleg kona!
Verði ykkur að góðu.
Setjið spurningar og athugasemdir í kommentakerfið!
Bloggsafn
-
▼
2004
(273)
-
▼
júní
(28)
- Skó fíla!
- Still smokin'
- Kaus ekki að vera veikur!
- North Sea Jazz radio!!!
- Meistari Morten Bruun er að fikta sig áfram með h...
- SCOphiles, scoFILES, sko í fíling, eða ??!?!
- Hor í hjarta og soul í sinni!
- Los ..... !
- Þá er þessi hressi gaur orðinn hálfs árs gamall...
- Bassaleikar og Gordian Knot .. !!!??
- H.C. online ;)
- Clave & tumbao!
- Jæja hmmm.. ég er að reyna að rifja upp hvað ég va...
- ...
- *geisp*
- Aðal gæjarnir!!!
- hmm! Best að skrifa eitthvað svo fólk hætti ekki a...
- Jæja!
- Hvað gerði ég aftur í UK...?!!
- Einar með Egó.
- Congrats. Pastorius family!
- Headaches and other aches...!
- Ég bíð Leif Jónsson velkominn á kantinn!
- Æfing.
- kominn heim....
- Something for my students!
- hitihitihitihitihitihiti
- Alive and well....!
-
▼
júní
(28)
Um mig / about me
- Siggidóri
- Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,