Tók góða skorpu í gær í að kaupa mér föt. Dugði mér alveg að fara bara í tvær verslanir til að fylla fata skápinn. Fór með tvo troðna poka út úr Zöru (herradeild n.b.) og sokka og þannig úr Dressmann. Þá get ég verið rólegur í fatapakkanum næstu mánuðina eða svo!
Kíktum í köku og kaffi til Ásu systur og co.
Svo var bara chillað heima lambasteik og rauðvín. Sice dró fram einhverja bók með fullt af dönskum lögum og innan skams var súrasti dúett Skandinavíu og nágrennis farinn að kyrja í kór við bassa undirspil. Sérlega hressandi!! Við erum svo sjálfum okkur næg þegar að kemur að því að hafa ofan af fyrir okkur að það hálfa væri nóg.