Fór að kenna um það leyti sem ég komst til meðvitundar... eða komst eiginlega almennilega í gang í fyrsta tímanum. Stilla bassa, innbyrðis og útbyrðis, fingrasetningar, lesa nótur, tónstigar og hljómar, blús or rokk, stækkaðar 9undir og allskonar.
Svo bara brunað beint til Ásu systur í hinu vikulegu "Idol Pizzu". Sice var í "vísindaferð" og mágur minn í skólanum (Bifröst) þannig að bara við systkinin og Arnar. Skiptumst á að dotta yfir imbanum. Sá þó ædolið án þess að detta út...!
Svo bara ... föstudagskvöld. Hvað er hægt að gera .. nema ryksuga. Stemming!
Í iTunes: Som tiden dog kan gå - Rasmus Nøhr - Hele rejsen