10. apr. 2005

Með tónlistina að vopni



Get ekki annað en mælt með snilldar þáttum Sigtryggs Baldurssonar "Með tónlistina að vopni" sem eru sendir út á Rás 1 Ríkisútvarpsins á laugardögum kl. 17:00.



En þar segir Sigtryggur Baldursson frá (í þremur þáttum) baráttumanninum óforbetranlega Fela Kuti og tónlist hans sem kölluð var Afróbít. Nígeríumaðurinn Fela Kuti notaði tónlist sína sem vopn í baráttu sinni við spilltar herforingjastjórnir í heimalandi sínu, Nígeríu. Hann þurfti að lokum að gjalda uppreisnaranda sinn dýru verði en lét aldrei bugast í frjálslegum lifnaðarháttum sínum og skoðunum. Þættirnir eru endurfluttir á þriðjudagskvöldum.

Menning og listir.

Tónleikar M&M á Múlanum voru mjög góðir. Metnaðarfullt og krefjandi prógram hjá drengjunum. Mjög vel heppnað, fín mæting og stemming.



Í gær skelltum við okkur á Iceland Film Festival og sáum myndina Motorcycle Diaries. Snilldar mynd þar sem allt smellur saman, frábær myndataka, tónlist og leikur. Góð skemmtun og áreynslulaus.

7. apr. 2005

Mæli með:

Pat Metheny heiðraður

KVARTETTINN M&M
heldur tónleika á Jazzklúbbnum Múlanum sem staðsettur er á Hótel Borg á fimmtudagskvöldið kl. 21:00 Kvartettinn skipa þeir: Ásgeir Ásgeirsson gítar, Kjartan Valdemarsson píanó, Róbert Þórhallsson bassi og Ólafur Hólm trommur.

Tónlist eftir Pat Metheny og Lyle Mays.
Rúmlega 30 ára ferill Pat Metheny kannaður

Múlinn festir sig í sessi (Úr Mbl)

Djassklúbburinn Múlinn stendur um þessar mundir fyrir tónleikum á fimmtudagskvöldum í Gyllta salnum á Hótel Borg og verður svo út apríl. Tónleikar Múlans hafa fyrir löngu skipað sér fastan sess í tónleikaflóru höfuðborgarsvæðisins, en til þeirra var stofnað árið 1997.

Nú í vor verða haldnir tíu tónleikar í röðinni og voru þeir fyrstu haldnir þann 17. febrúar síðastliðinn, þegar kvartettinn Pólís reið á vaðið. Næstu tónleikar raðarinnar verða haldnir annað kvöld þegar hljómsveitin Skonrokk, skipuð þeim Sigurdóri Guðmundssyni bassaleikara og hljómsveitarstjóra, Ívari Guðmundssyni á trompet, Óskari Guðjónssyni á tenórsaxófón, Sigurði Rögnvaldssyni á gítar og Jóhanni Hjörleifssyni á trommur, flytur frumsamda tónlist og hefjast tónleikarnir kl. 21.

Benedikt Garðarsson situr í stjórn Múlans ásamt Ólafi Jónssyni og Ásgeiri Ásgeirssyni og spurði Morgunblaðið hann út í röðina í ár.

Hvað er það sem einkennir tónleikaröðina í ár?

"Við höfum haft dálítið af mjög flottri klassík, en þó hefur líka verið ýmislegt annað. Til dæmis var tríó sem kallar sig GRAMS með tónleika 24. febrúar, sem spilaði svolítið pönkskotna og frjálsa músík og Skonrokk, sem leikur á næstu tónleikum, flytur frumsamda tónlist, sem er eflaust dálítið rokkskotin."

Hvernig veljast flytjendur í tónleikaröðina?

"Við höfum umsóknareyðublöð sem eru aðgengileg á Netinu og tónlistarmenn sækja því sjálfir um að fá að vera með. Langflestir sem sækja um að vera með tónleika innan raðarinnar komast að. Við högum röðinni einfaldlega eftir því hversu marga álitlega tónlistarmenn við fáum til að spila hjá okkur."

Er mikil gróska í íslensku djasslífi?

"Já, ég myndi segja það. Það er alltaf að koma nýtt og nýtt fólk út úr djassdeildinni í Tónlistarskóla FÍH sem bætist í hópinn og heldur tónleika bæði í Múlanum og víðar. Og síðan bætast líka við eldri tónlistarmenn í flóruna, eins og eiginmaður Sunnu Gunnlaugsdóttur píanóleikara, Scott McLemore trommuleikari, sem er farinn að spila hérna núna, og Zbigniew Jaremko saxófónleikari, sem starfar sem tónlistarkennari í Bolungarvík og hefur haldið nokkra tónleika í Reykjavík. Þannig að þetta eru ekki bara krakkar, heldur líka eldra fólk sem er að koma inn."

Hvers konar fólk kemur á tónleika Múlans?

"Það er nú allur skalinn og töluverð breidd í aldri áheyrenda.

Það er heldur ekki alltaf sami hópurinn sem mætir, þó að það sé viss kjarni sem mæti á flesta tónleikana."

Er Múlinn kominn til að vera?

"Já, það held ég örugglega. Við finnum fyrir miklum áhuga og menn eru staðráðnir í því að halda þessu gangandi. Tónleikar Múlans eru að vissu leyti leiðandi, því þetta eru tónleikar sem hafa verið fastur liður síðustu átta ár í djasslífinu á höfuðborgarsvæðinu."


Benedikt Garðarsson

Benedikt Garðarsson er fæddur árið 1949 á Selfossi, en hefur síðan verið búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Hann er hárskeri að mennt og starfar sem slíkur. Benedikt hefur setið í stjórn djassklúbbsins Múlans undanfarin tvö ár. Eiginkona Benedikts er Elín Helgadóttir og eiga þau tvær dætur.

2. apr. 2005

Tónleikar á tónleika ofan.

Ég skemmti mér á Tomma og co. í Stúdentakjallaranum og var það barasta hin besta skemmtum. Bandið dúndurgott.

Svo fór ég á útskriftartónleika Guðmundar Steins í Salnum. Sérlega súrt.

1. apr. 2005

Mæli með þessu....

16:00 - 17:30 - Jazzakademían - Stúdentakjallarinn:
Tómas R. Einarsson og Havanabandið föstudag 1. apríl kl. 16 - 17:30 FRÍTT INN.

kl. 20:00 – Salurinn í Kópavogi Ásrún Inga Kondrup, tónsmíðar Guðmundur Steinn Gunnarsson, tónsmíðar.
Aðgangur er ókeypis - allir velkomnir
Nánar.

Giggaló



Skonrokks giggið fór vel fram á Múlanum. Við félagarnir ákváðum að reyna einn af minni sölum staðarins og er ég ekki frá því að það sé jafnvel frekar málið en geymurinn ógurlegi. Það þarf alveg 100 manns til að geymirinn hljómi sæmilega og því miður eru nú mætingar á Múlann sjaldnast svo öflugar.

Tónlistin lifnaði við á gigginu, sumt fór fyrir ofan garð og neðan, en að mestu leyti voru heimtur góðar.

30. mar. 2005

Hlaupanótan



Maður var ekki í amalegum félagsskap í þættinum Hlaupanótunni sem var á RÚV í dag. AlasNoAxis, Claude Debussy og Pierre Boulez, nú já og Amalgam. Amalgam deilir þarna tengli dagsins ásamt Winter&Winter.



Hlusta má á herlegheitin.



Annars minni ég á tónleika Skonrokks á Múlanum annað kvöld.

Sjáumst!

Skonrokk á jazzklúbbnum Múlanum fimmtudaginn 31. mars, kl. 21:00

Hljómsveitin Skonrokk leikur á Jazzklúbbnum Múlanum á Hótel Borg fimmtudaginn 31. mars. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og er aðgangseyrir 1000 kr.
Skonrokk leikur frumsamda jazztónlist þar sem ýmsum straumum og stefnum bregður fyrir.



Ívar Guðmundsson: trompet
Óskar Guðjónsson: saxófónn
Sigurður Þór Rögnvaldsson: gítar
Sigurdór Guðmundsson: bassi
Jóhann Hjörleifsson: trommur

Sjáumst.

23. mar. 2005

Síðkastið

Jámm það er búið að vera nóg að gera þrátt fyrir að maður eigi að heita í páskafríi.

Á sunnudaginn var Ásmundur bróðir minn fermdur og fylgdi fjölmenn veisla í kjölfarið. Alltaf gaman að hitta fólkið. Myndir hérna.

Á mánudaginn var fyrsta Skonrokks æfingin, fyrir Múla giggið í næstu viku.
Að henni lokinni spilaði ég inn á tvö lög (People Make the World go 'Round og Blue Skies) á demó fyrir Ásu vinkonu og Geimfara. Kjartan Valdimarsson flyglaðist.
Hvað gerði ég meira .. hmm? .. Fór a.m.k. í ræktina og eldaði killer sjávarrétta súpu.

Á þriðjudaginn var önnur Skonrokks æfing (þó var bandið ekki fullskipað allan tímann). Svo var ferðinni heitið í Hafnarfjörðinn í fjölskylduljósmyndun í tilefni fermingar örverpisins. Þaðan fór ég beint upp á RÚV og hitti Elísabet Indru sem hljóðritaði spjallaði við mig um komandi Múlatónleika, viðtalinu verður útvarpað næsta miðvikudag (30. mars).
Svo var kíkt í Hljóðfærahúsið og Tölvulistann og verslaðir strengir
og utan á liggjandi harður diskur (200GB).
Síðan var æfing upp í Exton fyrir stigspróf Krissa og Finns (trommur og básúna), Siggi Rögg fyllir hópinn. Fullt af skemmtilegu stuffi þar, miðað við mörg stigsprófin.

Í dag svaf ég rækilega út (alveg sirka 8 tíma .. hehe!) sem er framför.

Í kvöld eru tónleikar tilraunaeldhúsins/kitchen motors í Iðnó kl. 21:00 (500 kall inn). Þar koma fram Karanóva og Benni Hemm Hemm.




Á morgunn skírdag, fimmtudaginn 24.mars verða eftirfarandi tónleikar á Pravda bar kl. 22-24:

Söngkonan Margrét Eir og Róbert Þórhalsson á bassa. Á dagskránni eru lög eftir Joni Mitchell, Duran Duran, Kate Bush með pop og jazzívafi. Þetta verða að öllum líkindum síðust tónleikar hennar hérna á landinu áður en hún flytur af landi brott, svo ekki missa af þessu einstæða tækifæri.

Aðgangur er ókeypis og öllu frjáls meðan húsrúm leyfir. (Úr Jazzfréttum).

Lifið heil.


iTunes: Time Remembered - Paul Motian, af plötunni Bill Evans.

19. mar. 2005

9. mar. 2005

*----*

Ég er veikur

er samt að vinna (heima)

verð í bælinu fljótlega



iTunes: My Funny Valentine - Os Poligonais - Novas Ideias

6. mar. 2005

Sunday night prayer meeting ???

Þar sem ég hef verið ansi ópersónulegur hér á þessu auma bloggi seinustu vikur þá ætla ég að deila með ykkur því sem ég gerði í dag.
Here goes:
Vaknaði fyrir kl. 10:00, fór í verslunarleiðangur, á kaffihús, versla meira, spila í gospel messu, borða, spila í annari gospel messu. .... já svona sirka bát.

Spilaði í tveimur gospelmessum á (þessum) æskulýðsdegi kirkjunar á Suðurnesjum. Með mér spiluðu Steinar Guðmundsson og Erik Qvick.

Ég fann mér og keypti (m.a.) nýjan geisladisk sem inniheldur nýjar og eldri upptökur af íslensum tvísöngslögum. Tvísöngur: Íslensk fjölröddun í fimm aldir. Athyglisvert... er ekki hægt að nýta þennan tónlistararf eitthvað.

Annars hefur maður verið að reyna að hnoða saman einhverju nýju efni fyrir komandi Múla gigg. Tekur alltaf tíma, en vissulega gaman.

Góðar stundir og lifið heil.

27. feb. 2005

Sniðug kenning um slagsmála félagið og Calvin & Hobbes



Fight Club
The Return of Hobbes

Hobbes is reborn as Tyler to save "Jack" (a grown-up Calvin) from the slough of un-comic despair. Meira...


"There are eight rules of Fight Club."

25. feb. 2005

Frá FÍH.

Ágæti tónlistarmaður

Ertu að spila á árshátíð, þorrablóti eða dansleik um helgina?
Veistu að þú átt að fá rúmlega 25.000,- kr. á kvöldi (miðað við fjögurra manna hljómsveit) tími kl. 23 - 03.
Stattu vörð um rétt þinn og spilaðu ekki fyrir minna.
Starfsfólk FÍH veitir alla hjálp og upplýsingar um kaup og kjör.
Bendum ennfremur á heimasíðu félagsins www.fih.is

Stjórn og starfsfólk FÍH

24. feb. 2005

Básúnu pönk jazz ... ú je!!

The Ridiculous Trio

Plays The Stooges

Mike Hagedorn - trombone

Shannon Morrow - drumset

Rob Pleshar - tuba




No Fun - 3:35

Down on the Street - 3:27

I Wanna Be Your Dog - 1:54

Dirt - 5:26

She Creatures of the Hollywood Hills - :47

Scene of the Crime/Death Trip
- 3:22

Not Right - 2:19

We Will Fall - 15:39


The above information is correct - trombone, tuba and drums (no vocals!)covering Stooges classics. And, I know what you're thinking - on paper, the novelty joke wears off before the ink dries. But after you get over said joke, you will find within these sessions the pure essence of rock and roll; and it's raw, loud and bitchin'. Challenge your assessment of one of rock's sacred cows. Produced and recorded by Mike Hagedorn, November 2004. Released November 2004.




Mike Hagedorn is extremely entertaining to watch play, he is a big bald fellow who realizes the comedic power of the trombone visually & aurally. He practices, what he calls, "Pimprovisation"...

" I make music that is simple, direct, but layered with subtext. I aim to bring challenges and rewards back to the listener, through subtle melody and explosive energy. Free of irony, innocence is restored, reverted to its primal state, and any further notion of style or genre is flushed away."

23. feb. 2005

Fúsi Jón og félagar.

darkfunk.com býður upp á eðal "early fusion" með Herbie Hancock og Bennie Maupin.

Leigubílstjórinn lyfjaði er að leita að funkinu.

FREE Jazz Handbook ..!?



This resource is great for jazz fans and students of all levels. Now, he's decided to make most of it available online for download. Please note that in the interest of quicker downloads, some of the graphics-heavy pages will not be quite as sharp and clean as an actual hard copy of the handbook.

21. feb. 2005

Skonrokk á Múlanum 31. mars 2005



Skonrokk

Ívar Guðmundsson: trompet
Óskar Guðjónsson: saxófónn
Sigurður Þór Rögnvaldsson: gítar
Sigurdór Guðmundsson: bassi
Jóhann Hjörleifsson: trommur

Frumsamin jazz tónlist eftir meðlimi sveitarinnar með rokk,
fönk og spunaáhrifum.

Setjið þetta í dagbókina kæru vinir og félagar.

Nánari dagskrá á Múlanum.

Tónleikadagskrá vorannar Múlans
17. febrúar - 28. apríl 2005
Allir tónleikar á Hótel Borg á
fimmtudögum og hefjast kl. 21:00
aðgangseyrir kr. 1.000

Jazzað í brækurnar.

Á www.apassion4jazz.net má finna ýmsa punkta um jazz og tengd fyrirbæri.

Tjekk it át!

Helgin.

Diskó-indverjarnir héldu nú ekki athygli minni lengi niðrá NASA á föstudagskvöldið. Þetta var þó vissulega ólíkt öðrum tónleikum sem ég hef farið á. En svo var stutt stop á jam-session FÍH. Merkilegt hvað það virðast vera fáir í þessum skóla.

Svo lagði maður sig í SMÁ stund áður en við skutluðum Esben á völlinn. Diskó-Indverjarnir voru líka að fara heim. Ætli þeim hafi verið boðinn Gullni Hringurinn?

Við hjúin reyndum nú að gerast menningarleg þegar leið á laugardaginn.
Fórum fyrst í keilu, sem virðist hafa hrundið af stað ansi merkilegum harðsperrum víðsvegar um skrokkinn.
Svo tékkaði ég á nokkrum veitingastöðum sem voru hluti af Food & Fun, en það var allt upp bókað. Enduðum á A. Hansen í Hafnarfirði. Held að sá staður þyrfti að ákveða sig hvort hann sé bar eða veitingastaður, stór bót væri að færa "koníakssófann" (lesist reykingarsófann) úr matsalnum. Hef lítinn áhuga á að snæða þarna á næstunni, þrátt fyrir að maturinn hafi verið fínn.

Svo var pælingin að reyna að ná á sálmatónleika Ellenar og Eyþór, en það gekk því miður ekki eftir. Fórum svo og heimsóttum Ásu systur og Arnar í nýja slotinu.

Á sunnudaginn fórum við til að mynda á Vesturfarasýninguna í Ráðhúsinu og kíktum aðeins við á tónleikum Ghostdigital og Steintryggs í Perlunni.

Stuð í bæ!

Nei sko..! Totally Fuzzy að rokka feitt .. ;)

Herr K búinn að plögga Amalgam. Þá má nú aldeilis búast við auknum heimsóknum á þá síðu.
Hann er nú búinn að linka á fleiri íslendinga svo sem!

20. feb. 2005

Gjörsamlega ruglað.

Gaurarnir hjá totally fuzzy eru vægast sagt ansi fundvísir. Alveg hægt að finna ýmislegt fyrir sinn hatt sem hefur rekið á fjörur þeirra.

Totally!

18. feb. 2005

Ýmislegt.

Söngkeppni Iðnskólans var á miðvikudaginn, en ég var jú að spila þar ásamt Sjonna, Agli og Jóni Óskari. Auður Zoëga kom sá og sigraði með Joni Mitchell laginu "Talk To Me" og var hún bara mjög vel að því komin. You go girl!!!

Gærdagurinn fór í Gullna Hringinn og allur þessi akstur er að gera mig að eymingja. Ekki meiri keyrslu í bili takk.

Í dag kíktum við t.d. á víkingaslóðir í Hafnarfirði og fórum svo í pottana.

Á eftir er svo stefnan tekin á NASA til að tékka á...:

"DCS á Íslandi. Þvottaekta indversk Bhangra gleðitónlist.
Hin sérstaka tónlistartegund, Bhangra, varð til sem hluti af uppskeruhátíðarhöldum í Punjab héraðinu á Indlandi fyrir nær 200 árum síðan. Hljómsveitin DCS hefur unnið síðustu 20 ár við að gera sína eigin sérstæðu Bhangra tónlist sem þeir hafa flutt – fyrst í heimalandi sínu Bretlandi, en síðustu ár hafa þeir farið með hljómsveitina vítt og breitt um Evrópu og leikið og sungið, tónleikagestum til ómældrar gleði.
Hljómsveitin DCS telur 9 hljóðfæraleikara sem eiga allir indverska foreldra en eru fæddir í Bretlandi. Á níunda áratugnum fóru þeir að blanda saman hefðbundnum indverskum ásláttar- og strengjahljóðfærum við nýtískulegri vestræn hljóðfæri eins og rafmagnsgítara og plötusnúðagræjur. Á þessi hljóðfæri leika þeir iðandi indverska tónlist og hafa framar öllu gætt þess að varðveita káta hátíðarstemningu Bhangra tónlistarinnar. Textarnir eru sungnir bæði á punjabi, hindi og á ensku og fjalla langflestir um konur, dans og skemmtanir.
Tónlistarflutningur þeirra, og ekki síður lífleg sviðsframkoma, hefur orðið til þess að hljómsveitin DCS hefur fengið tónlistarverðlaun af ýmsum toga, gefið út fjölmarga geisladiska og haft áhrif á margar hljómsveitir sem flytja tónlist af sama tagi. Það er þó mál manna í þeirra heimalandi að þeir séu fremstir meðal jafningja í flutningi hinnar fjörugu Bhangra tónlistar. Hljómsveitin DCS hefur unnið síðustu 20 ár við að gera sína eigin sérstæðu Bhangra tónlist sem þeir hafa flutt vítt og breitt um Evrópu.
"

Svo er jamsession í Stúdentakjallaranum, kannski maður líti við. En annars þurfum við að skutla Esben á völlinn ELDSNEMMA í fyrramálið.

16. feb. 2005

Hvítt suð.

Skrapp í bíó með systkinunum, Sice og Esben. Fórum á White Noise. Held að hárin á mér séu að komast í fyrra horf.

15. feb. 2005

Ernie Ball Cord & Spring Kit



Fékk þennan skondna varahlut í hljóðstyrksfetilinn minn, þann hinn sama og hefur safnað ryki seinustu misseri sökum skorts á teflon snúru og gormi.

En það var sjón að sjá allt staffið í Tónabúðinni reyna að hnoða þessu saman. Það var hægara sagt en gjört. En hafðist á endanum.

Kærar þakkir herramenn.


P.S Benni var ekki á staðnum! ;-)

Fréttir frá blogger:

Comments Revisited



Good news everyone! We've updated the way comments work. Among the many improvements are pop-up windows for comments and the ability for commenters to fill in their name and web site info—no Blogger account needed.

John Bonham - drums



John Bonham var ansi merkilegur trommari að mörgu leyti. Sérstakur stíll og sánd, "hard hitting groover" sem swingaði grimmt.
Ég fann þessar hressandi síður með dæmum um stíl hans.

www.music.for-robots.com/

www.disndat.info/bonham

www.led-zeppelin.com/johnbonham

www.drummerworld.com/drummers/John_Bonham

The future is here ... almost.

Jæja... þetta var nú "just another day at the office...!" Þurfti að skipulegga stundaskránna upp á nýtt ... jafnast á við hvaða "brain puzzle" sem er!!

EN er þetta málið??

13. feb. 2005

Keppnisundirbúningur og Borgarfjörður.

Dagurinn hófst á að æfa með (flestum) keppendum fyrir Söngkeppni Iðnskólans sem verður á Gauk á Stöng á miðvikudaginn.

Eftir æfinguna fór ég með Sice og Esben upp í Borgarnes, þar sem við nutum góðra veitinga.

Annars fátt um tíðindi. Fátítt.

11. feb. 2005

Allskonar sumt...

Dagurinn hófst á Geimfars æfingu niðrí Fjárhúsi. Alltaf jafn gaman... að grúfa aðeins .. kíktum á nokkra "nýja" slagara t.a.m. Half The Man - Jamiroquai, Kiss - Prince, og Lady Marmalade - Labelle. Hel massað...!

Svo var Esben sóttur á flugvöllin. Beint í Bláa Lónið, chillað þar í góða stund og pylsa á eftir.

Svo var bara heima að eta og æfa sig. Annars er vinstri handleggurinn á mér búinn að gera mér lífið frekar leitt seinustu daga. Einhver klemma neðan úr baki / öxlum. Vona að þetta fari að jafna sig. Frekar hvimleitt.

En annars er ég að fara að kíkja á Hjálma "big bandið" á NASA.
C U L8r ...!


iTunes (seinasta korterið):
Subway To Venus - Red Hot Chili Peppers - Mother's Milk
Soft Rain Of April - a-Ha - Scoundrel Days
Ch'i Energy - Paul Motian - Conception Vessel

Einu sinni var...

... ég áskrifandi að Bass Player, á nokkra árganga af því ágæta riti. En svo var erfitt að fá blaðið hér heima + það varð dýrara og dýrara og efnið eitthvað að þynnast miðað við minn smekk. En þetta er nú bara ekki slæmt tilboð hér hjá þeim, undir 200 kr. blaðið komið inn um lúguna, er sennilega 1000 kalli dýrara út í búð... ætla að spá aðeins í þessu!

Jimmy Smith gengin á vit feðrana.

Orgel groove-hundurinn Jimmy Smith er horfin á braut.


I'm Moving on - Jimmy Smith
(1928-2005)

10. feb. 2005

Stúlkur athugið....!

Á morgun kemur til landsins hin hávaxni, bráðhuggulegi og danskættaði Esben Juel Hansen. Esben er gull af manni, góður námsmaður og danmerkur meistari í róðri. Okkur hjúunum er mikið í mun að hann festi rætur hér á skerinu sem fyrst (og ekki mundi skaða ef að hann næði sér í sér íslenska spússu hið fyrsta). Áhugasömum er bent á að hafa samband.

ps. Hann fær sér alltaf bara einn bjór.

Nefndin.

Æfingar.

Fór á 2 æfingar í kvöld. Hjá Topless Latino Fever ... sem er nú orðið tríó í bili. Kíktum á nokkur lög úr skruddunni, var bara nokkuð fínt, var alveg að virka.

Svo var það æfing fyrir Söngkeppni Iðnskólans, bandið bara, ekki keppendur að þessu sinni. Mjög skrautlegt lagaval að venju, ég verð þó að segja að fyrir mína parta stendur Joni Mitchell lagið "Talk To Me" gjörsamlega upp úr pakkanum. Enda er ég aðdáandi og ekki skemmir fyrir að Jaco er á bassa.

Gaman að'essu!

5tudagur

Hrísgrjón og gljái. Tók daginn til þess að gera nokkuð árla miðað við sjálfan mig. Skutlaði unnustunni í HÍ, tók samt góðan tíma að þíða lásinn á bílnum. Kíkti svo niður í Tónastöð. Mjög fínt að fara þangað fyrir hádegi/í hádeginu. Allt rólegt og chillað.

Keypti Latin Fake Book



og The True Cuban Bass




og strengi


Jæja best að halda áfram að massa lög fyrir Söngkeppni Iðnskólans í Reykjavík.

Rokk on!!


iTunes (á meðan þetta var skrifað):
Spring rain (Vorregn í Njarðvíkum) - Tómas R. Einarsson - Journey to Iceland.
Pass The Peas - Maceo Parker - Life On Planet Groove

9. feb. 2005

Listin að hafa áhrif á aðra ....

Starfsdagur tónlistarkennara í dag.
Fengum þetta námskeið. Breytti svo sem engu.

Þriðjudagur til þrautar. Oder Was?

Svaf alveg til hádeg.is. Chillað fram að smá banka ferð, sem gerði mann eiginlega hálf "depressed". En ræktin hristi það af mér. Svo var það bassanámskeiðið í Hafnarfirði, það fer vel af stað.
Svo smá útréttingar og tilfallandi, nú og útvarpsskjalahreinsun.is. Magnað.

iTunes: Ambacharm - Jim Black - AlasNoAxis (2000)

7. feb. 2005

Ferðafélagi.

Fékk aldrei þessu vant ferðafélaga á leið minni til vinnu í dag... og reyndar heim líka. Svo sem ekki í frásögur færandi, nema fyrir það að vera hin ágætasta tilbreyting frá hinu.

iTunes: Heartbeat - Herbie Hancock - Man-Child

Helgin.....

...var bara fín. Við fórum í matarboð til á föstudagskvöldið, góður matur og félagsskapur, spjallað og spilað. Alltaf ágæt öðru hvoru.

Á laugardaginn gerðist ég, við annan mann, svo frægur að líta inn á ball með Milljónamæringunum á Broadway eftir að ég rakst á nokkra boðsmiða í 10/11. Orðiðn nokkur ár síðan maður fór á dansleik með þeim heiðursmönnum. Hressandi.

Á sunnudeginum var ég aðalega að nördast í skanner og Acrobat dóti.

Lifi nördismi.

iTunes: Round - Public Image Ltd. - Album

Styrkir?

Senda póst til Fondet for dansk-islandsk samarbejde. Checked.

iTunes: My Funny Valentine - Miles Davis - The Complete Live at the Plugged Nickel 1965

6. feb. 2005

Nokkur falleg orð um Lakland.



RESUME
"A “plain” four-stringer of this price category can of course appeal only to a very small group of buyers, especially since the first optic impression is that the standard Lakland really does not look that expensive. Nonetheless, the woods are certainly first quality, the instrument is perfectly manufactured, and it is excellently equipped. The highly comfortable, relaxed feeling when playing it represents a suitable equivalent. Finally, those far reaching excellent sound qualities allow this expensive dream instrument to appear in its proper light. The differentiated, highly refined, yet broad banded sound of strong character of the Lakland make such a powerful impression that you could actually be so unreasonable as to rob your account at the bank to purchase such a “simple” four-stringer."



The Lakland 55-94 is, without a doubt, the best realized bass guitar I have ever encountered.”




"THE BOTTOM LINE
Well done Dan Lakin — you da man! The Lakland 55-94 is, without a doubt, the best realized bass guitar (and quite possibly the best realized solid body electric instrument) I have ever encountered. I don’t have even a quarter of the space it would take to tell you about all the features that contribute to make this such an extraordinary instrument, at every turn the Lakland offers you some system or design innovation that contributes to making this the ultimate bass playing experience.

For players who value the tradition of American bolt-on bass guitar construction but demand the innovative design and flawless craftsmanship more usually reserved for boutique, neck-thru funk machines, the Lakland is an absolute dream come true."


3. feb. 2005

Brauðinu spreðað.

Gerði mér bæjarferð í dag. Ekki var það nú ferð til fjár. Fénu var lógað. Fyrsta stopp var í Tónastöðinni þar sem ég borgaði inn á Lakland gaurinn, og splæsti á bók eftir Ed Friedland sem heitir Bass Grooves. Býst við að hún verði öflugur aðstoðarmaður í kennslunni.

Næsta stop var í Tölvulistanum, þar sem féð varð að prentara/skanner/ljósritunarvél.



Svo er bara að láta þetta virka. Mætti ganga betur. Fæ alltaf USB Device Not Recognized. Undarlegur andskoti.

Kíkti á nýju heimkynni systur minnar og co í Sala-hverfinu í Kópavogi. Lítur vel út.
Þau eru reyndar ekki flutt inn, eru að gera klárt.

Stemming.

Creative Visionary - Dave Holland Energizes Big Band Jazz with a New CD

Viðtal í Bass Player

Tónlist + verðlaun =

Ég óska hlutaðeigandi til hamingju.

Horfa á afhendinguna á Rúv.

Verðlaunahafar voru eftirfarandi:

POPP OG ROKKFLOKKUR:

Poppplata ársins
Mugimama, Is This Monkeymusic? - Mugison

Rokkplata ársins
Hljóðlega af stað - Hjálmar

Dægurtónlist, plata ársins
Vetrarljóð - Ragnheiður Gröndal

Söngvari ársins
Páll Rósinkrans

Söngkona ársins
Ragnheiður Gröndal

Flytjandi ársins
Jagúar

Lag ársins
Mur Mur - Mugison

Bjartasta vonin
Hjálmar

SÍGILD TÓNLIST

Tónverk ársins
Sinfónía eftir Þórð Magnússon

Plata ársins
Verk fyrir selló og píanó - Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Edda Erlendsdóttir píanóleikari spila tónverk eftir Enescu, Janacek, Kodaly og Martinu.

Flytjandi ársins
Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari

Bjartasta vonin
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari

JASSFLOKKUR

Plata ársins
Dansaðu fíflið þitt dansaðu! - Sammi & Tómas R. Stórsveitin Jagúar

Lag ársins
Ástin eftir Tómas R. Einarsson og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur (Dansaðu fíflið þitt dansaðu)

Flytjandi
Samúel Jón Samúelsson og stórsveitin Jagúar

ÝMIS TÓNLIST

Hljómplata ársina
Sálmar - Ellen Kristjánsdóttir

ÖNNUR VERÐLAUN

Umslag ársins
Mugison - Mugimama, Is This Monkey Music?
Hönnun: Ragnar Kjartansson, Aðalgeir Arnar Jónsson, Mugison og Rúna.

Myndband ársins
Oceania - Björk

Hvort er fyndnara...

The Simpsons eða Futurama?



2. feb. 2005

xjinx

Jæja ... voðaleg blogg leti er þetta hjá manni.
Annars var ég að byrja að kenna á 8 vikna bassanámskeið í Hafnarfirði. Hóptími, hlutur sem ég hef ekki prufað áður í hljóðfærakennslu.
Svo eru ýmsir hlutir í vinnslu, meira um þá síðar.

Annars er maður að reyna að hugsa um skrokkinn og tónlistina á milli stríða.
Ég er enn þá að vinna fyrir FÍH vegna útvarps skráningarinnar síðan í sumar. Reyni að troða inn nokkrum tímum á dag. Dropinn holar steininn.

Later.

29. jan. 2005

x-

Dís - Jóhann Jóhannsson / Ragnheiður Gröndal
Hjálmar
Hello somebody - Jagúar
Hljóðlega af stað - Hjálmar
Vetrarljóð - Ragnheiður Gröndal
Jens Ólafsson
Ragnheiður Gröndal
Hjálmar
Skuggsjá - Jóel Pálsson & Eyþór Gunnarsson
Jóel Pálsson & Eyþór Gunnarsson
Evil beaver - Haukur Gröndal
Sálmar - Ellen Kristjánsdóttir

26. jan. 2005

23. jan. 2005

Blót

Árlegt Þorrablót föðurfjölskyldunnar var haldið á laugardaginn. Mætingin var ágæt, en það virðist samt vera sem svo að sumir reyni alltaf að mæta, meðan aðrir láta sleggju ráða kasti, nú svo og hinir sem maður sér aldrei. En þetta var fínt, róleg stemming, maturinn fínn og farið í leiki (sumir þó of skátalegir fyrir minn smekk).

Hákar og brennivín, túkall.

21. jan. 2005

Arnar Eggert stingur í Stúf.

TÓNLIST - Íslenskar plötur

Það leynist ýmislegt...
Ýmsir - Stúfur

Fram koma Ókind, Hermigervill, Topless Latino Fever, Doddi, Lokbrá, Atli &, bob, Isidor og Hjaltalín. Stúfur er gefin út af þátttakendum en umsjón með útgáfunni var í höndum Atla Bollasonar.










...undir jólatrénu og eitt af því fornvitnilegra sem ég fann þetta árið var þessi diskur hér, Stúfur. Atli nokkur Bollason, ungur tónlistarmaður (Frír bjór, Norton, Atli og Leó) gekkst fyrir útgáfu þessarar "neðanjarðar"-jólaplötu sem inniheldur ungar hljómsveitir og listamenn á borð við Isidor, bob, Lokbrá, Hermigervil og Ókind. Það er nokkuð um það á hverju ári að fólk flippi eitthvað með jólalögin en sjaldnast er það borið á borð fyrir almenna kaupendur. Stúfur bætir úr því og sum innslögin hér í jólalagakreðsuna eru ágæta vel heppnuð og gæða útjaskaðan geira ferskleika. Diskurinn er þá í sönnum jólaanda að því leytinu til að allur ágóði hans rennur óskiptur til Mæðrastyrksnefndar.
Segja má að öll lögin hér séu utan garðs með tilliti til þeirrar jólatónlistar sem glymur á þorra landsmanna um hátíðarnar. Hér er í nær öllum tilfellum reynt að blanda nýjum blæbrigðum og tónum við auðþekkjanlegar uppskriftir.

Ókind ríður þannig á vaðið með útgáfu á "Jólakettinum" eftir Ingibjörgu Þorbergs (sem Björk flutti m.a. á plötunni Hvít er borg og bær árið 1987). Útgáfa Ókindar er skemmtilega rafmögnuð og bara nokkuð mögnuð líka.

Atli & flytur þá "The Christmas Song" (Hér "Ristaðar kastaníur". Lagið er frægast í flutningi Nat King Cole og inniheldur m.a. upphafslínurnar "Chestnuts roasting on an open fire..."). Mjög smekkleg og nýstárleg útgáfa af þessu sígilda lagi. God Speed You Black Emperor! útgáfa Dodda af "White Christmas" er nokkuð vel heppnuð og hin mistæka sveit bob á þá glæsilegt útspil hér með frumsamda laginu "Clowns in Christmas Town". Víruð furðusmíð sem gengur upp, eins og sjálfir Slint hefðu reynt sig við hátíðarlag.

Lokbrá eiga athyglisverðasta lagið, útgáfu af "Ó helga nótt", og er sannarlega ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Lagið ber með sér hráan sjarma, er greinilega flutt af metnaði og ástríðu en söngurinn er full falskur.

Ekki er þó allt jafn vel heppnað. "Jólasull" Hermigervils er nákvæmlega það, miður heppnað sull, Topless Latino Fever ganga rangsælis í kringum lagið "Göngum við í kringum" og innlegg Isidor fellur á milli þilja. Ég á erfitt með að átta mig á lagi Hjaltalín.

Eðlilega kannski eru einstök gæði laga brokkgeng en umgjörðin og hugmyndafræðin á bakvið diskinn vegur upp á móti því. Umslagshönnun er þá minimalísk og svöl og í góðu samræmi við innihaldið. Framtakið sem kom Stúf á kreik er þegar allt er talið bæði verðugt og sniðugt og óhætt að hvetja til áframhaldandi starfsemi í þessa áttina. Alltént fær undirritaður aldrei nóg af "exótískum" jólaplötum sem þessum.

Arnar Eggert Thoroddsen

18. jan. 2005

Trúir þú á vorið?

Jæja, þá styttist óðum í að þorrinn hefji innreið sína í tilveru okkar og er veðráttan eftir því. Snjóflóðahætta fyrir vestan,snjór og hálka á vegum víðs vegar. Leiðinlegi hluti vinnu minnar er oftast að keyra þangað, við misgóðar aðstæður. Reykjanesbrautin er eitthvað sem maður saknar ekkert svona dags daglega. Hvað þá þegar veðrið og færðin er eins og hún er um þessar mundir. En maður verður að þjösnast áfram og trúa á betri tíð með blóm í haga.

Bill Evans túlkaði staðhæfinguna um að við verðum/hljótum að trúa á vorið, á þennan máta árið 1977.



Jazz og samtöl.

16. jan. 2005

ÍE: Frjósemisgen fundið // Breed on ..!!

Í fyrsta sinn hefur fundist breyting á erfðamengi mannsins sem hefur áhrif á frjósemi. Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa uppgötvað þriggja miljóna ára umhverfu í erfðamenginu. Þeir sem bera hana, eiga að meðaltali fleiri börn en aðrir.

Ættfræðigrunnur Íslendingabókar hefur enn einu sinni sannað gildi sitt segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar. Með því að nýta hann hefur rannsókn leitt í ljós að þeir sem bera ákveðna umhverfu í erfðamenginu eiga meira barnaláni að fagna en aðrir.

Erfðaupplýsingar allra lífvera eru skrifaðar með fjórum DNA bösum sem nefndir eru, G - A - T og C. Litið er á þá sem stafróf erfðanna. Þegar tiltekin röð þessara basa hefur snúist við nefnist hún umhverfa. Fjallað er um rannsóknina á vefsíðu erfðafræðitímaritsins Nature Genetics í dag. Umhverfan sem fundist hefur á litningi 17, er sú næststærsta sinnar tegundar sem vitað er um. Forstjóri ÍE segir rannsóknina sýna að íslenskar konur sem beri hana eignist fleiri börn en þær sem ekki hafi hana.

Kári segir upplýsingarnar örlítinn kafla í þróunarsögu mannsins og nýtist þær fyrst og fremst til að auka skilning á þeirri sögu. 20% litninga Evrópumanna, 6% litninga Afríkumanna og 1% litninga Asíumanna eru með umhverfuna.

RÚV.

A common inversion under selection in Europeans

A refined physical map of chromosome 17q21.31 uncovered a 900-kb inversion polymorphism. Chromosomes with the inverted segment in different orientations represent two distinct lineages, H1 and H2, that have diverged for as much as 3 million years and show no evidence of having recombined. The H2 lineage is rare in Africans, almost absent in East Asians but found at a frequency of 20% in Europeans, in whom the haplotype structure is indicative of a history of positive selection. Here we show that the H2 lineage is undergoing positive selection in the Icelandic population, such that carrier females have more children and have higher recombination rates than noncarriers.

Nature Genetics.

14. jan. 2005

Allir á iði?

Mikill áróður dynur nú á okkur í flestum fjölmiðlum landsins um að það sé nú nauðsynlegt að hreyfa sig og borða skynsamlega, og jafnvel að komast í betra form og ná skynsamlegri þyngd. Ritstjóri þessarar síðu tekur heilshugar undir það.


Fleiri aðferðir.

11. jan. 2005

Mannrækt.

Jæja ég hafði það af að koma mér í ræktina í dag. Keypti mér árskort. Svo nú verður tekið á því, jafnt og þétt. Alltof langt síðan maður fór seinast, og í raun svolítið ógnvænlegt hvað það virðist vera fljót að tapast niður það sem maður hefur þó lagt inn fyrir. Já jólin eru hættuleg.

Í spilaranum: Fréttir á RÚV.

The Da Vinci Code

Já langt síðan ég hef tekið jafn svakalega lestrartörn og nú um jólin. Tók mig til og las Da Vinci Lykilinn (Da Vinci Code, á ensku reyndar) eftir Dan Brown. Mögnuð bók sem maður getur ekki lagt frá sér og krefst þess að vera lesin spjaldanna á milli. Plottið heldur manni við efnið. Mæli hiklaust með henni.

Ég er hins vegar lítið hrifinn af þeirri hugmynd að Tom Hanks leiki Robert Langdon.



En Julie Delpy sem Sophie .. tja .. hmm já afhverju ekki.



A Book Review by Reverse Spins


10. jan. 2005

Back 2 work

Fyrsti (alvöru) kennsludagurinn á nýju ári, alveg mánuður síðan síðast. Úff já .. vonandi fer rútínan að skella sér í gang. Maður þarf að fara að henda sér í ræktina áður en maður verður líkamlegt úrhrak.

8. jan. 2005

Sko.

Amalgam komnir með amk 1 gigg í DK. ;)

Kominn á klakann.

Jæja þá er maður kominn á skerið kalda.
Ferðalagið heim gekk prýðilega og dvölin á First Hotel í Köben var hin prýðilegasta. Fékk snert af hamborgara eitrun, þar sem ég át algerlega yfir mig af einhverjum mest júsí burger sem ég hef étið nýlega, enda var maður svangur eftir ferðalagið. Annars var bara chillað og tíminn drepinn yfir danska ríkissjónvarpinu DR1, sá t.d. þátt um dönsku rokksveitina NEPHEW, en H.C. hefur verið að spila eitthvað með þeirri sveit og sást hann í seinasta laginu. Gaman að því.

Kíkti á jazztónleika á Póstbarnum í gær, fínir tónleikar þar sem írskur gítarleikari að nafni Simon spilaði ásamt Óskari Guðjóns., Matta M.D. og Valda Kolla. Nokkur frumsamin lög og sjaldheyrðari jazz lög eins og t.d. Falling Grace eftir Steve Swallow, ásamt standördum. Alone Together var t.d. endurhljómsett og í 5/4 ef ég heyrði rétt. Skemmtilegt.

Annars var að bæta upp kennslu í dag, og notaði tækifærið og notaði tölvur skólans, en tölvan mín heima er á gjörgæslu og er algerlega sambandslaus við umheiminn (internetið) í augnablikinu. Vonandi lagast það þó sem fyrst.

Lifið heil.

30. des. 2004

Germ

Jæja, allt í fínu chilli í Thýskalandi. Ferdin út ætladi aldrei ad hefjast thar sem thad var 1 og 1/2 tíma töf í Keflavík. En eftir thad gekk svo sem ágætlega.
Annars er bara búid ad vera slökun og át og ferdir í amerískar verslunarmidstödvar. Mikid lesid og horft á DVD.
Hilsen.

Í spilaranum: Brad Mehldau - Live in Tokyo

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker