23. mar. 2005

Síðkastið

Jámm það er búið að vera nóg að gera þrátt fyrir að maður eigi að heita í páskafríi.

Á sunnudaginn var Ásmundur bróðir minn fermdur og fylgdi fjölmenn veisla í kjölfarið. Alltaf gaman að hitta fólkið. Myndir hérna.

Á mánudaginn var fyrsta Skonrokks æfingin, fyrir Múla giggið í næstu viku.
Að henni lokinni spilaði ég inn á tvö lög (People Make the World go 'Round og Blue Skies) á demó fyrir Ásu vinkonu og Geimfara. Kjartan Valdimarsson flyglaðist.
Hvað gerði ég meira .. hmm? .. Fór a.m.k. í ræktina og eldaði killer sjávarrétta súpu.

Á þriðjudaginn var önnur Skonrokks æfing (þó var bandið ekki fullskipað allan tímann). Svo var ferðinni heitið í Hafnarfjörðinn í fjölskylduljósmyndun í tilefni fermingar örverpisins. Þaðan fór ég beint upp á RÚV og hitti Elísabet Indru sem hljóðritaði spjallaði við mig um komandi Múlatónleika, viðtalinu verður útvarpað næsta miðvikudag (30. mars).
Svo var kíkt í Hljóðfærahúsið og Tölvulistann og verslaðir strengir
og utan á liggjandi harður diskur (200GB).
Síðan var æfing upp í Exton fyrir stigspróf Krissa og Finns (trommur og básúna), Siggi Rögg fyllir hópinn. Fullt af skemmtilegu stuffi þar, miðað við mörg stigsprófin.

Í dag svaf ég rækilega út (alveg sirka 8 tíma .. hehe!) sem er framför.

Í kvöld eru tónleikar tilraunaeldhúsins/kitchen motors í Iðnó kl. 21:00 (500 kall inn). Þar koma fram Karanóva og Benni Hemm Hemm.
Á morgunn skírdag, fimmtudaginn 24.mars verða eftirfarandi tónleikar á Pravda bar kl. 22-24:

Söngkonan Margrét Eir og Róbert Þórhalsson á bassa. Á dagskránni eru lög eftir Joni Mitchell, Duran Duran, Kate Bush með pop og jazzívafi. Þetta verða að öllum líkindum síðust tónleikar hennar hérna á landinu áður en hún flytur af landi brott, svo ekki missa af þessu einstæða tækifæri.

Aðgangur er ókeypis og öllu frjáls meðan húsrúm leyfir. (Úr Jazzfréttum).

Lifið heil.


iTunes: Time Remembered - Paul Motian, af plötunni Bill Evans.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker