3. feb. 2005

Brauðinu spreðað.

Gerði mér bæjarferð í dag. Ekki var það nú ferð til fjár. Fénu var lógað. Fyrsta stopp var í Tónastöðinni þar sem ég borgaði inn á Lakland gaurinn, og splæsti á bók eftir Ed Friedland sem heitir Bass Grooves. Býst við að hún verði öflugur aðstoðarmaður í kennslunni.

Næsta stop var í Tölvulistanum, þar sem féð varð að prentara/skanner/ljósritunarvél.Svo er bara að láta þetta virka. Mætti ganga betur. Fæ alltaf USB Device Not Recognized. Undarlegur andskoti.

Kíkti á nýju heimkynni systur minnar og co í Sala-hverfinu í Kópavogi. Lítur vel út.
Þau eru reyndar ekki flutt inn, eru að gera klárt.

Stemming.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker