21. feb. 2005

Helgin.

Diskó-indverjarnir héldu nú ekki athygli minni lengi niðrá NASA á föstudagskvöldið. Þetta var þó vissulega ólíkt öðrum tónleikum sem ég hef farið á. En svo var stutt stop á jam-session FÍH. Merkilegt hvað það virðast vera fáir í þessum skóla.

Svo lagði maður sig í SMÁ stund áður en við skutluðum Esben á völlinn. Diskó-Indverjarnir voru líka að fara heim. Ætli þeim hafi verið boðinn Gullni Hringurinn?

Við hjúin reyndum nú að gerast menningarleg þegar leið á laugardaginn.
Fórum fyrst í keilu, sem virðist hafa hrundið af stað ansi merkilegum harðsperrum víðsvegar um skrokkinn.
Svo tékkaði ég á nokkrum veitingastöðum sem voru hluti af Food & Fun, en það var allt upp bókað. Enduðum á A. Hansen í Hafnarfirði. Held að sá staður þyrfti að ákveða sig hvort hann sé bar eða veitingastaður, stór bót væri að færa "koníakssófann" (lesist reykingarsófann) úr matsalnum. Hef lítinn áhuga á að snæða þarna á næstunni, þrátt fyrir að maturinn hafi verið fínn.

Svo var pælingin að reyna að ná á sálmatónleika Ellenar og Eyþór, en það gekk því miður ekki eftir. Fórum svo og heimsóttum Ásu systur og Arnar í nýja slotinu.

Á sunnudaginn fórum við til að mynda á Vesturfarasýninguna í Ráðhúsinu og kíktum aðeins við á tónleikum Ghostdigital og Steintryggs í Perlunni.

Stuð í bæ!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker