4. nóv. 2003

Nú eins og ég hef ad ég held ádur skrifad um hér á skonrokk, þá hafdi ég nú ekki mjög marga geisladiska medferdis er ég fór utan...! En einn þeirra "eftir þögn" med Skúla og Óskari...! En Skúli Sverrisson fékk þrenn verðlaun í flokki jazztónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum í fyrra. Hann var valinn tónlistarflytjandi ársins ásamt Óskari Guðjónssyni, hljómplata þeirra Skúla og Óskars, Eftir þögn, var valin hljómplata ársins í flokknum ýmis tónlist og platan Weeping Rock eftir Skúla og Eyvind Kang var valin jazzplata ársins. Nú nóg um þad... en nánast allir sem hafa heyrt þessa plötu hér ytra hafa tekid ástfóstri vid hana, eda a.m.k. mært hana mjög...! Ég er nokkud viss um ad ef diskurinn fengist hér yrta þá væri þetta med söluhærri íslenskum diskum hér í Århus...! Nú fyrir um tveimur dögum sídan lánadi ég gítarleikaranum Kristian Westergård (Paven) gripinn... ég hitti hann í morgun med heyrnartólin á hausnum, hlustandi á þid vitid hvad... ég gerdi nærveru mína ljósa, greip hulstrid af disknum og hélt á lofti... hann reyndi ad segja eitthvad greyid drengurinn... en þad kom ekkert nema bara.. hv sh lk firl æd gre ---!?!?.. madurinn var semsagt ordlaus... Ég bad hann um ad segja ei meira, því ég skildi hann fullkomlega... en hann jafnadi sig og sagdi mér ad þegar hann hefdi komid heim kvöldid sem ég lánadi honum diskinn, hafi hann skellt honum í spilarann þegar hann tók til vid eldamennskuna... nú til ad gera langa sögu stutta, þá hlustadi hann á diskinn 5 sinnum í röd, sleitulaust.... hann hafdi á ordi ad slíkt hafi ekki hent sig í há herrans tíd...! Gaman ad því.....!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker