24. maí 2006

19. maí 2006

Búlgaría


Stefnan tekin á Búlgaríu með Tónlistarskóla Reykjanesbæjar innan skamms. Það verður athyglisvert og spennandi. Leiðinlegt að það stangast algerlega á við afmælis hátíð FÍH




Tónlistarskóli Reykjanesbæjar
Kennaraferð til Búlgaríu


Dagur 1.
Mæting í Leifsstöð: kl. 04:45
Brottfarartími: kl. 07:00
Komutími til Varna: kl. 15:00
Leiðsögumaður okkar hittir okkur og fer með hópinn á Aqua Hótel í Varna, þar sem gist er fyrstu nóttina.
www.aquahotels.com
Kl. 18:00 Móttaka og kynning á dagskrá ferðarinnar.
Kl. 19:00 ?? Sinfóníutónleikar í Listasafni Varnaborgar
Kl. 20:00 Kvöldverður


Dagur 2.
Morgunverður
Kl. 08:30 Lagt af stað til Veliko Turnovo
Kl. 12:00 Komið til Veliko Turnovo
Skoðunarferð um Samovoden-markaðinn
Frjálstími
Kl. 13:15 Lagt af stað til Arbanassi
Kl. 13:30 Fæðingarkirkjan í Arbanassi skoðuð, m.a. freskur frá XVI-XVII öld.
Kl. 14:00 Lagt af stað til Sofia
Kl. 17:30 Komutími til Sofia
Hótel: St. Sofia Hotel
www.svetasofia-alexanders.com
Kl. 18:30 Farið í Bulgaria Concert Hall. Göngufæri.
Kl. 19:00 Tónleikar: Hátíðartónleikar Sofia College of Music (85 ára afmæli skólans)
Kl. 21:00 Kvöldverður


Dagur 3.
Morgunmatur
Kl. 09:00 Fylgst með æfingu hjá kórnum “Dætur Orfeusar” www.bulgarianvoices.com
Frjálstími
Kl. 13:30 Skoðunarferð um Sofia
Kl. 16:30 Komið aftur á hótelið.
Kl. 18:30 Tónleikar: Yulangelo og Trio Rhodopea
Kl. 20:30 Kvöldverður á veitingastaðnum “Beyond the Alley Behind the Cuðboard”

Dagur 4.
Morgunmatur
Kl. 09:00 Lagt af stað til Ihtiman (eða Lisichevo)
Kl. 10:00 Hittum “local folklore group to enjoy some of their authentic singing”.
kl. 11:30 Lagt af stað til borgarinnar Plovdiv
kl. 13:00 Hótel: Trimontium Hotel, Plovdiv
(www.trimontium-princess.com)
Frjálstími
kl. 14:30 Skoðunarferð um Plovdiv (“Friday mosque, Roman theatre, St. Constantine and Helen, the House of Hindliyan”).
Heimsækjum einnig Tónlistarmenntaskólann í Plovdiv.
Frjálstími
kl. 19:30 Kvöldverður


Dagur 5.
Morgunmatur
Kl. 09:00 Lagt af stað til Bachkovo-klausturs (30 mín. akstur)
Skoðunarferð um klaustursvæðið.
Kl. 11:00 Haldið áfram til Shiroka Luka (2 klst. akstur)
Kl. 13:00 Hádegisverður í boði heimafólks í Shiroka Luka
Kl. 14:30 Heimsókn í Þjóðlagatónlistarskólann í Shiroka Luka. Hittum þar tónlistarkennara, stjórnendur og nemendur.
Kl. 17:00 Lagt af stað aftur til Plovdiv (ca. 2 ½ klst. akstur) Kvöldið frjálst.


Dagur 6.
Morgunmatur
kl. 8:30 Lagt af stað til Nessebar (“one of the UNESCO World heritage sites, famous for its ancient churches and charming atmosphere”) – við Svartahafið.
Kl. 12:00 Komið til Nessebar
Frjálstími
Kl. 14:00 Lagt af stað aftur til Varna (ca. 2 klst. akstur)
Kl. 16:00 Heimsókn í Archaeological Museum í Varna (“to see the largest ever collection of ancient golden treasures excavated in Bulgarian lands”).
Kl. 17:00 Ekið til Golden Sands (ca. 30 mín. akstur)
Hótel: Imperial Hotel, part of Riviera Holiday club (5*) Golden Sands. www.rivierabulgaria.com
Frjálstími
Kl.?? 20.00 Kvöldverður


Dagur 7.
Morgunmatur
Frjálstími
Kl. 15:00 Ekið til bæjarins Balchik (ca.1 klst. akstur)
Kl. 16:00 Heimsókn í Royal Palace of the Romanian Queen Mary and the botanical garden.
Vín-smakk/-kynning í Royal Palace.
Kl. 17:30 Ekið til bæjarins Chukurovo.
Kl. 18:00 Lokahóf í boði TR: Kvöldverður með búlgarskri þjóðlagahljómsveit og þjóðdönsum


Dagur 8.

Morgunmatur
Frjálstími fyrir hádegi.
Kl. 12:00 Skila herbergjum.

Kl. 13:30 Lagt af stað á flugvöllinn í Varna
Flugtími kl. 16:00

Komutími til Íslands kl. 18:10


Dagar...

Jæja .. þá fer að líða að lokum skóla-ársins. Búinn að vera þéttur endasprettur.

Einnig verið nóg að gera í því að spila í og æfa fyrir próf sem félagar mínir í FÍH hafa verið að þreyta að undanförnu.

Alltaf gaman að spila.

Nemendur mínir tóku flestir árs-/vorpróf að þessu sinni, nokkrir tóku 2. stig og einn 4. Meðaleinkunn allra prófa var um 8,5. Mjög fínt.

Annars hefur maður verið hálfgerður grasekkill að undanförnu. Konan í tveimur störfum og nóg að gera. En frí um helgina. Stefnan tekin á mat heima hjá systur minni á morgunn og svo afmæli hjá Matta á eftir. Ljúft.

8. maí 2006

Kana Rósa

Steve Vai að láta gítarinn "tala", Dave Lee Roth í fínu formi (fer í splitt og allt), allir í spandex (nauðsynlegt út af öllu hoppinu), allir með permanent (nema trommarinn).



Verð að játa það að ég hlustaði MIKIÐ á þetta fyrir 15-20 árum .. (GISP!!!) á VINYL meira að segja til að byrja með ...


Hressandi gripur.

6. maí 2006

Blessuð blíðan ...

Þetta var nú aldeilis ljómandi dagur. Sól og sumarblíða. Talið í jazz með félögunum skömmu eftir hádegi. Heimsótti óléttu systur mína skömmu fyrir kvöldmat. Svo fór allt í steik... nautateik, hún var eðal.

Vonandi heldur þetta blíðviðri áfram að viðra sig.

5. maí 2006

Allt gott bara ... en þú?

Lífið gengur sinn vana gang........ vanaða gang.

Fór á tónleikana hans Bibba um daginn, massafínir. Kíkti á NASA með Kidda, Matta og Steina á eftir, Vorblót í gangi. Petter Winnberg var geyspahvetjandi, þannig að ég og Mattinn lögðumst í spjall.

Annars bara vinna, vinna , vinna + æfa smá. Maí er súr tími fyrir tónlistarkennara. Nemendur virðast sumir hverjir ansi sambandslausir við umheiminn. Próf, ferðalög, hinn skólinn búinn ... óendanlegar afsakanir.. ég vona að árs-/stigprófin verði sómasamleg.

Já sumarið ... alveg að bresta á með sumri með humri. Búlgaría handan við hornið. Búinn að sjá uppkastið af dagskránni. Þetta verður eðal.


Shalom!

29. apr. 2006

djöfulsins hiksti

Have You Ever???
Talked all Night to someone???yes
Been to another Country???yes
Broke The Law???yes
Chased By The Cops???yes
Been in Love???yes
Kissed In the Rain???yes
Set Fire to Something???yes
Played a Sport???yes
Stayed awake for 2 days???yes
What's Your Favorite...
Food:yes please
Drink:rum, cofffe, water
Sport:no thankx
Number:why?
Color:sure!
Which is Better With The Opposite Sex
Lips or Eyes:yes please
Short or Tall:who cares
Romantic or Spontaneous:sure
Fatty or Skinny:yes
Sweet or Caring:yes
Do You Believe In
Soul Mates:no
Is There Someone You Want But You Know You Can't Have?who is she ? and what is she/he to you ?

CREATE YOUR OWN! - or - GET PAID TO TAKE SURVEYS!

28. apr. 2006

Mæli með að fólk flykkji sér á...

... Burtfarartónleika Birkis Rafns Gíslasonar gítarleikara frá Tónlistarskóla FÍH í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Frítt inn.


21. apr. 2006

Á meðan ég man...

Raksápupáskar.

Sumir eru gleðilegir ... Gleðilegt sumar.

Gumar eru sleðalegir.... Eníveis .. Fór á tónleika á Kaffi Kúltúre áðan með Agli. Það spáði hagli, en samt rigndi bara beint .. niður. Bandið var gott. Músíkin frumsamin, betra. Fólkið var fámennt en... áhugasamt sem áður ... ! Engu að síður. Gott kvöld.

En já .. What Does Your Birth Date Mean?
spörning ...


Your Birthdate: May 23

You're not good at any one thing, and that's the problem.
You're good at so much - you never know what to do.
Change is in your blood, and you don't stick to much for long.
You are destined for a life of travel and fun.

Your strength: Your likeability

Your weakness: You never feel satisfied

Your power color: Bright yellow

Your power symbol: Asterisk

Your power month: May


Sem sagt .. ekki góður í neinu, eirðarlaus og laus við allt skipulag. Óánægður með allt og viðkunnanlegur. (Go figure...!) Ég fíla líka spuna og frelsi og hreinskilni.


Maí er á næsta leiti ... og gulur er vissulega bjartur litur.

**********************************************************************************

12. apr. 2006

Hressandi F.R.E.T



Steinar og félagar voru hressandi. Nett grúfandi jazz.... je!

Ég reyndi að gefa gaurunum á borðinu fyrir aftan mig ítrekað "illt auga" án árangurs. Þeir töluðu mikið og hátt... smekkleysingjarnir.

Ég ætla að skella mér á ....

F.R.E.T í kvöld á Múlanum.



Snorri Sigurðarson trompet
Steinar Sigurðarson saxófónar
Daði Birgisson píanó
Róbert Þórhallson bassi
Jóhann Hjörleifsson trommur


Drykkjudjass eftir ýmsa hressa listamenn m.a. Lee Morgan og Joshua Redman ásamt meðlimum hljómsveitarinnar. Verður stuð í fyrirrúmi með fönk og ergelsis áhrifum.



C ya!

7. apr. 2006

Ég hérna ..

... fór á góða tónleika á Múlanum á miðvikudaginn. Eiríkur Orri og félagar sáu fyrir þessari prýðilegu kvöldstund. Keypti nýjann disk sem Scott McLemore var að gefa út. Hjómar vel. Þar spila með honum Ben Monder, Ben Street og Tony Malaby.

...fór á sérdeilis fína burtfarartónleika míns gamla vinar og félaga ofan af Akranesi, Barkar Hrafns Birgissonar í gærkvöldi (er maður að beygja nafnið rétt .. maður spyr sig!!). Strákurinn var sjálfum sér samkvæmur, einlægur og hress. Flott efni.

.... spilaði í tveimur stigsprófum í dag. Meðaleinkuninn var 92,5. Efnismenn!

.... verð að spila með þessar stúlku og fleiri hetjum á morgunn... sjá nánar.

4. apr. 2006

Frank Zappa on Crossfire



VIDEO: Frank Zappa on Crossfire
Frank Zappa on an old Crossfire episode from way back.

Frank Zappa í hörku rökræðum um ritskoðun texta í tónlist. Sjónvarpsþátturinn er frá árinu 1986.

2. apr. 2006

The Bad Plus um Ísland ....

The Iceland Trip

Two weeks ago, TBP played in Reykjavik for the first time. Great gig, great city, great country. Hopefully we will be back soon. .... MEIRA HÉR ....

31. mar. 2006

Djassað í mynd .... !

http://jazz-videos.blogspot.com/

Fullt af fínu efni, t.a.m.

Martin Taylor
Bill Evans Trio - Gloria's Step 1972
Bill Evans Trio - If You Could See Me Now 1966
Bill Evans Trio - Waltz for Debby 1965
Bill Evans Trio - My Foolish Heart 1965
Bill Evans Trio - Elsa 1965
Keith Jarrett "Autumn Leaves"
Oscar Peterson
Joe Pass and Roy Clark
Oscar Peterson Quartet featuring Joe Pass - Cakewa...


Góða skemmtun!

Eldur í sinu ....




Mýrarnar brenna og frændur mínir berjast við eldinn ásamt fjölda annara. Vonandi kulna þessar glæður hið fyrsta.


Rauði punkturinn á myndinni, við hliðina á jeppanum, er mamma mín.

Don Alias - 25 Dec 1939 ~ 28 Mar 2006

Don Alias

25 Dec 1939 ~ 28 Mar 2006

27. mar. 2006

Já maður ... !

Bara allt fínt að frétta .... Fyrir utan fasta vinnu þá hefur tíminn að mestu farið í æfingar fyrir stigspróf hjá hinum og þessum. Einnig er verið að undirbúa atriði sem verður að líkindum flutt á Söngkeppni Framhaldsskólanna. Meira um það síðar.

16. mar. 2006

Free jazz ... söngkeppni o.fl.

Langur dagur í gær.
En fyrsta verkefni dagsins hjá mér var að spila með Snarstefjun 2 hópnum í FÍH, í "Free Jazz" prófinu þeirra. Það gekk mjög vel og var bara mjög gaman. Slagarar eins og Ghosts eftir Albert Ayler, The Sphinx og Peace eftir Ornette Coleman, Straight Up & Down eftir Eric Dolphy.

Þar næst tók við æfing fyrir stigsprófið hans Egils.

Síðan fór ég til læknis og tók hann eyrun á mér í löngu tímabæra hreinsun (smáatriðunum verður sleppt til að hlífa viðkvæmum sálum) og heyri ég nú allt í super Hi-Fi, hálf súrrealískt upplifun eftir að hafa verið með lífræna eyrnatappa í allt of langan tíma.

Kl. 17:00 var svo sándtékk niðrá Gauk og generalprufa þar á eftir. Söngkeppni Iðnskólans í Reykjavík hófst svo um kl. 20:30. Kiddi, Egill og Ómar Guðjóns. skipuðu restina af bandinu. Vel gert hjá IR, látlaust og chillað. Seth Sharp sigraði með laginu Hallelujah eftir Leonard Cohen.



Fleiri myndir hérna!

13. mar. 2006

Helgin

Það bar helst til tíðinda um þessa helgi sem leið, að æft var fyrir söngkeppni Iðnskólans í Reykjavík. Æfingarnar fóru fram í matsal skólans. Ég hef aldrei, held ég, komið inn í þessa byggingu áður. Þó er ekki ólíklegt að ég gæti hafa komið þarna meðan karl faðir minn var í námi, en síðan eru liðin mörg ár.

En margt nýstárlegt bar fyrir sjónu og hvet ég lesendur til að kíkja á Kidda til að fá sjónrænar lýsingar á aðstæðum.



Nú ... svo voru tónleikar The Bad Plus á NASA í gærkvöldi. Alveg hin prýðilegasta skemmtun. Mikið var af rokk- og poppáhuga fólki, og gerði það óneitanlega stemminguna "rokkaðri". Talsvert var þó um fliss þar sem einhverjum áhorfendana var greinilega skemmt yfir nálgun félagana á hljóðfærin. Helst var flissað að trymblinum sem, vel á minnst, var sá þeirra félaganna sem vakti hvað mesta eftirtekt (mína amk). En þeir eru allir fanta góðir spilarar og hafa algerlega sinn eiginn hljóm sem jazz-rokk tríó. Þeir spiluðu sínar útgáfur af "Smells Like Teen Spirit" (Nirvana), "Human Behaviour" (Björk) og "Flim" (Aphex Twins) auk eigin tónsmíða.
Þeir hlutu stórgóðar viðtökur. Fólk reis úr sætum og klappaði þá upp tvisvar. Þeim hljóta að hafa komið viðtökurnar þægilega á óvart.

....


12. mar. 2006

1. mar. 2006

Starfsdagar

Fór á athyglisverðann fyrirlestur um prófdæmingar í morgunn. Skiptar skoðanir á því hvað er rétt í þessum efnum. Mikilvægt þó að menn (kennarar) ræði þetta sín á milli.

Meira um prófdæmingar á http://www.profanefnd.is/

21. feb. 2006

Bob Mintzer og Stórsveit Rvk.



Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 22. Febrúar kl. 20. Að þessu sinni stýrir bandaríkjamaðurinn Bob Mintzer sveitnni og kemur einnig fram sem einleikari á tenór saxófón. Öll tónlistin sem flutt verður er eftir Mintzer; nýlegar tónsmíðar af síðustu geisladiskum hans.

Bob Mintzer er ein skærasta stjarna stórsveitaheimsins í dag og er koma hans hingað stærsta verkefni sem Stórsveit Reykjavíkur hefur ráðist í upp á eigin spýtur. Mintzer hefur leitt eigin Stórsveit í New York í á þriðja áratug og gefið út 12 geisladiska með henni. Hann hefur einnig verið meðlimur í hinni þekktu „fusion“ hljómsveit Yellowjackets undanfarin 15 ár og leikið með henni um allan heim. Mintzer lék á árum áður með stórsveit Buddy Rich um langt árabil, auk þess að útsetja og semja fyrir hann og ýmsa aðra, s.s. Thad Jones, Mel Lewis, Art Blakey, Jaco Pastorius, Tito Puente, Eddie Palmieri o.fl.

Bob Mintzer hefur hlotið Grammy verðlaun og verið tilnefndur 14 sinnum. Útsetningar og tónsmíðar Mintzers eru leiknar af stórsveitum um allan heim og gefnar út af Kendor útgáfunni. Þess má geta að Stórsveit Reykjavíkur hlaut íslensku tónlistarverðlaunin nú nýverið sem jazzflytjandi ársins 2005.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

Helgin....

...var fín.

Föstudagskvöldinu var að venju eytt hjá systur minni yfir Stjörnuleitinni. Diskó þemað fór misvel með menn!

Á laugardeginum gerði ég svo kjarakaup þegar ég datt inn í smá útsöluleifar í fatabúð í Smáralindinni. Keypti mér tvo jakka á 12. þús þeir voru báðir með 50-60% afsl.! Helv. gott.

Svo skellti ég mér, ásamt honum Agli, á tónleika Tríós Dags Bergssonar í Mosó. Prýðilegir tónleikar þar.

Sice var svo mjög óvænt og skyndilega boðið (ásamt mér) á árshátíð JT Veitinga (þar sem hún er nýbyrjuð að vinna) á Broadway og eyddum við kvöldinu þar.

Evróvisjón forkeppnin var sýnd á tjaldi yfir matnum. Það fór ekki á milli mála að Silvía Nótt var uppáhald flestra þarna inni, þar sem hún uppskar mikil fagnaðarlæti eftir sinn flutning.

Svo var Bo Hall með sýninguna sína. Mjög fagmannlegt allt saman. Mikið af sömu söngvurunum í sýningunni og höfðu verið að keppa fyrr um kvöldið.

Hljómsveitin Hunang taldi svo í slagara í um klukkustund og svo tók við norska bítlakóverbandið Betales. Alveg hundleiðinleg hljómsveit þrátt fyrir að hafa skilað þessu prýðilega.

Svo var það bara letin á sunnudaginn!

17. feb. 2006

Vídeó ! Ekki varð ég vonsvikinn!



HÉR => World Citizen - I Won't Be Disappointed

Ryuichi Sakamoto, David Sylvian og Skúli Sverrisson á bassa ásamt fleirum.

Snilldar lag sem vex við hverja hlustun. Annars er það ekki á hverjum degi sem maður sér tónleikaupptökur með Skúla.

15. feb. 2006

Í gær

Fór ég í göngutúr í góða veðrinu í Laugardal.

Fór í 12 Tóna, keypti nýja diskinn hennar Röggu Gröndal á útsöluprís þrátt fyrir að útsalan væri yfirstaðin. Einnig náði ég mér í eintak af dagatali sem 12 Tónar eru að gefa út, en það inniheldur myndir af íslenskum bassaleikurum að pósa. Athyglisvert framtak. Verndari plakatsins ku vera Skúli Sverrisson, en það var einnig í óspurðum fréttum niðrí 12 Tónum að til stendur að gefa út disk með Skúla á árinu. Góðar fréttir það.

Einnig kom ég við í Tónastöðinni og keypti mér Bass Pod á útsölu verði.

Restin af deginum fór að mestu í símtöl.

12. feb. 2006

Myndir

Söngkeppni MR 2006

Borða

Fórum út að borða á Tapas Barnum.
Alveg prýðilegt.
Fengum okkur Tapas nautabanans



Nautalundir, lambalundir, kjúklingalundir,
grísahnakki og humarhalar.
Borið fram á salati með bakaðri kartöflu og Alioli.

Er þetta ekki fjölbreytt mataræði?

Killer Subtonic



Spurning um smá hvítlauk og tré flein svona til öryggis!!

11. feb. 2006

Í vikulokin

Jamm .. lítið bloggað þessa vikuna .. amk á þessu bloggi!

En hvað hefur maður brallað fyrir utan vinnu?



Jú .... Minn gamli vinur og félagi úr Borgarnesi, Baldvin Ringsted hafði sambandi við mig og bað mig um að spila inn á lag eftir sig. Balli er staddur í listnámi í Glasgow og fékk nýverið samning við útgáfufyrirtækið SAY DIRTY RECORDS, sem er lítið og óháð fyrirtæki í Glasgow. Skilst mér að platan hans verði sú fyrsta í fullri lengd sem þeir gefa út. Hann mun kalla sig Bela og hér má heyra og tjékka á kappanum: http://www.myspace.com/belamusicforpeople. En ég mun nú samt sem áður bara taka upp bassann hérna heima og senda svo rafrænt. Já.. mögnuð tæknin.

Svo kíkti ég á nokkrar æfingar t.d. var ég beðinn um að hlaupa í skarðið hjá krökkunum sem eru í SNARSTEFJUN 2 í FÍH. Þau eru að reyna sig við free jazzinn þessar vikurnar og svo taka við stúderingar á stefnu og tónlist ECM plötufyrirtækisins. Skemmtilegur hópur sem er gaman að fá að aðstoða. Ég var sjálfur í þessum kúrs fyrir hvað .. þremur árum væntanlega (2002-2003). Þannig að það er gaman að fá að rifja þetta upp.

Svo eyddi ég smá pening ... Ég fjárfesti í stereo magnara. Löngu orðið tímabært að láta verða af því, verandi tónlistarmaður og allt það ... ! Það er nú bara annar magnarinn sem ég kaupi á ævinni. Græjan sem varð fyrir valinu er HK 3480 magnarinn frá Harman Kardon. Hann kemur sterkur inn. Fyrir átti ég mjög góða Polk Audio hátalara sem ég keypti fyrir LÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖNGU síðan.



Já svo fékk ég mér líka notaðan iPod um daginn. Þannig að maður er allur að græjast upp! Je!

En ég er búinn að fara í slatta af verslunum til að skoða og spyrjast fyrir að undanförnu og það kom mér nett á óvart hvað afgreiðslufólkið virðist varla nenna að vera manni innan handar og aðstoða mann. Fékk þó góða þjónustu í PFAFF. En það var t.d. hreinlega ropað á mig í Nýherja í dag. Ég keypti þar engu að síður hátalara, sem ég get beintengt t.d. við iPod, fyrir skólann í Mosó. Miklu sniðugra en að vera að eyða pening í handónýta ghetto blastera. Svo voru þeir líka bara á fínu verði!

Svo rakst ég á þetta: http://myndir.nfb.is/songvaaefingar/

4. feb. 2006

klukk



Ása klukkaði mig...

Fjögur störf sem ég hef unnið við (fyrir utan tónlistana):
Pípulagnir
Í plastverksmiðju
Aðstoðarmaður í bakaríi
Barþjónn

Fjórar myndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
Pulp Fiction
Blues Brothers (hef amk séð hana oft... spurning hvort að sá tími sé samt ekki liðinn)
hmm ... svo sennilega bara flest eftir Tarantino.

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Reykjavík
Århus
Borgarnes
Akranes
.... svo var ég í sveit sem krakki.


Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla að horfa á:
Aðþrengdar eiginkonur
Aukaleikarar
Lífsháski
Survivor
Rock Star
Malcolm In The Middle
og helling fleira .. t.d. flest sem er á fimmtudagskvöldum á Skjá Einum.

Fjórir staðir sem ég hef ferðast til (í fríi)
England
Spánn
Danmörk
... og Búlgaría bætist á listann í vor.


Fjórar vefsíður sem ég fer inn á daglega
http://www.bloglines.com/public/skonrokk
http://jacopastorius.com/
svo fátt eitt sé nefnt!

Fjórar uppáhaldsmatartegundir
Hafragrautur (bara af því að ég borða hann daglega og hann er hollur og ódýr!)
Allt ítalskt
kaffi
Hvítlaukur

Fjórir CD sem ég gæti ekki verið án (Ekkert er ómögulegt samt. En þessir hafa löngum verið í uppáhaldi í gegnum tíðina.)

Jaco Pastorius - Jaco Pastorius
Heavy Weather - Weather Report

Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson - Eftir Þögn

En ég verð í allan dag ef ég þarf að velja eitthvað frekar ... iPod ræður ríkjum... maður þarf lítið að velja lengur, eða vera án einhvers!


Fjórir staðir sem ég mundi frekar vilja vera á:
Ég er nú alveg sáttur ....

En mér er soldið kalt .. þannig að það mætti vera hlýrra ...
Ég vildi að ég væri að hlusta á tónlist í betri hljómtækjum
Vildi frekar vera eihverstaðar að spila tónlist
Labba í náttúrunni ... (best að drífa sig í það á eftir)



Ég klukka Kidda ...

ædol

Enn þá heldur rangt fólk að detta út úr Idol að mínu viti. Af þeim þremur sem voru á botninum þá hefði annað hvort þeirra sem slapp mátt fara frekar en sú sem fór. En svona er þetta. Landið er lítið og fólk fylkist með "sínu fólki".

Munurinn á þessum þætti og þeim seinasta (svona á heildina litið) var að þeir sem sökkuðu í seinasta þætti völdu nokkuð auðveld lög og spiluðu það "seif" og sökkuðu ekki eins mikið. Á meðan virtist sem að þeir sem stóðu sig vel seinast aftur á móti vera að líða fyrir lagaval eða jafnvel tóntegundir.

En það voru nokkrir góðir í kvöld, t.d. sú er söng "Move over", sú er söng "The Letter" var einnig fín, og sú er söng "Nights in white satin" sennilega best þetta kvöldið. Hmm allt kvenndi!!?

Af strákunum var Snorri sennilega að standa sig best í kvöld.

Ekki orð um það meir!

2. feb. 2006

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar

Febrúar-þema 2006
Kontrapunktur á Degi tónlistarskólanna laugardaginn 25. febrúar.

Framlag kennara verður það að leggja til spurningar í pott.

Óskað er eftir a.m.k. 5-10 spurningum frá hverjum kennara, fyrir hvern eftirfarandi spurningaflokk:

Tónfræði Spurningar fyrir sem breiðasta getustig.
Tónlistarsaga Öll tímabil og stefnur koma til greina.
Hljóðfæri Hvaða hljóðfæri sem er koma til greina.
Tónlist, almenn þekking Úr hvaða tónlistarstefnu, tímabili og landi sem er. Allt mögulegt kemur til greina.
W.A. Mozart Allt mögulegt um snillinginn.


nú og...:

Tónfræði

1. Hvað er tónstigi?
2. Hvað er hljómur?
3. Hvað eru yfirleitt margar nótur í þeim tónstigum sem algengastir eru í vestrænni tónlist.
4. Hvað eru margar nótur í heiltónaskalanum?
5. Hvað eru margar nótur í krómatískaskalanum?

Tónlistarsaga

1. Á hvaða hljóðfæri spilar Skúli Sverrisson aðalega?
2. Hvað er/var einstakt við frumútgáfu lagsins “Portrait of Tracy” eftir Jaco Pastorius?
3. Hvenær er Jón Leifs fæddur?
4. Hvað hét fyrsta plata hljómsveitarinnar “Sálin hans jóns míns”
5. Hvaða ár tók Tónlistarskóli FÍH formlega til starfa?

Hljóðfæri

1. Fyrir hvað er Leo Fender þekktur?
2. Hvað eru margir strengir á venjulegum rafgítar?
3. Með hverju slær trommari yfirleitt á trommurnar?
4. Undir hvaða nafni var básúna þekkt allt fram á 17. öld?
5. Elstu heimildir sem til eru um kontrabassa eru frá um..?


Tónlist, almenn þekking

1. Tónbilið frá C og upp á A heitir?
2. Hvað á sér stað í spuna?
3. Hvað heitir stærsta tromman í trommusetti?
4. Hvað heitir efsti (hæðsti) strengur á hefðbundnum bassa?
5. Á hvaða hljóðfæri spilaði Miles Davis aðalega?


W.A. Mozart

1. Hvað hét faðir W.A.M.?
2. Hvað hét móðir W.A.M.?
3. Í hvaða borg fæddist hann?
4. Hvað hafði hann skrifað margar sinfóníur þegar hann var 16 ára?
5. Í hvaða borg lést hann?

Quiz: Is this Mozart or not?

http://news.bbc.co.uk/1/hi/magazine/4646778.stm

Foreldra fundir...

Ég hef verið, þessa vikuna, að setjast niður með foreldrum þeirra nemenda minna sem ekki eru orðin sjálfráða og spjalla um hvernig þeim gengur o.s.frv.

Eftirfarandi texta er einnig dreift:


Til foreldra/forráðamanna nemenda í
tónlistarskólum


- Mikilvægt er að nemendur búi við jákvætt viðhorf til
tónlistarnámsins, að foreldrar/forráðamenn sýni náminu áhuga
og að þeir fylgist með framvindu þess.

- Hljóðfæranám byggist að miklu leyti á daglegri og reglubundinni
þjálfun og er því að verulegu leyti heimanám. Án markvissra
æfinga verður árangur rýr.

- Nauðsynlegt er að nemendur geti æft sig þar sem þeir verða fyrir
sem minnstri truflun og hafa ekki á tilfinningunni að þeir trufli
aðra.

- Ungum nemendum þarf að hjálpa við að skipuleggja
æfingatímann.

- Árangursríkara er að ungir nemendur æfi sig oftar og skemur í
senn en sjaldnar og lengur.

- Tónlistarnám þarf að vera ánægjulegt og ánægjan felst ekki síst í
stolti nemandans yfir eigin framförum og aukinni færni.

- Eðlilegt er að áhugi nemenda sé ekki alltaf samur og jafn.
Ef nemandi sýnir merki um uppgjöf er mikilvægt að kennari og
foreldrar/forráðamenn leiti orsaka og lausna. Stundum er nóg að
skipta um viðfangsefni til að áhuginn glæðist á ný.

- Hlustun er afar mikilvægur þáttur í öllu tónlistarnámi. Með því
að hlusta á vel flutta tónlist fá nemendur nauðsynlegar
fyrirmyndir. Foreldrar/forráðamenn geta lagt sitt af mörkum
með því að hvetja nemendur til að hlusta á fjölbreytta tónlist við
margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika
þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan.


Sjá nánar á:

http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/namskratonlist1.pdf

Fnykur yfir hæðir.........

Heppnin var með mér í dag, en ég náði mér í tvo boðsmiða á tónleika Stórsveitar Reykjavíkur sem spilaði á tónleikum á NASA.

Stjórnandi og höfundur allrar tónlistar á þessum tónleikum er Samúel Jón Samúelsson sem er ef til vill betur þekktur sem Sammi úr Jagúar.

Var þetta hin prýðilegasta skemmtun!

31. jan. 2006

Kaffi ilmurinn ....




...var óvenju snemma á ferðinni í morgunn. En að sötrinu loknu fór ég niðrí FÍH að æfa með Matta og Jóni Óskari fyrir stigspróf þeirra. Kominn tími á að dusta rykið af spuna-kótelettunum!


Ekki "jazz-chops", heldur "pork-chops"!


En að öðru.

Dave Douglas trompetleikari bloggar eins og vindurinn: http://www.greenleafmusic.com/. Meira að segja myndband með honum: "Fatty's Plucky Pup"




og ... ÚFF

29. jan. 2006

Nestlé!

Miklar framkvæmdir verið á heimilinu þessa helgina.

Fórum og eyddum pening í IKEA, Blómaval og BYKO. Vorum aðalega að kaupa ljós, gluggatjöld og blóm og eitthvað.

Ég náði meira að segja að fá smá rafstuð meðan ég fékk smá truflun frá Agli. Stuð er hressandi.

Setti inn nokkur "snapshot" úr lífi mínu seinust vikurnar HÉR.

SharePod


A Windows program which copies music to/from your iPod and shares music with non-iPod friends

The Bad Plus til Íslands!


Þetta fer maður nú að sjá..... líklegast!

THE BAD PLUS Á NASA 12. MARS
FRAMSÆKIÐ JAZZBAND SEM ROKKAR OG ER AÐ VALDA BYLTINGU Í TÓNLISTARHEIMINUM

The Bad Plus hafa eytt undanförnum árum í að afsanna allar hugmyndir um það hvernig órafmagnað djasstríó ætti að hljóma, ekki beint eins og fílar í postulínsbúð heldur frekar eins og nashyrningar í kringlu. Maður þarf ekki læknaslopp eða einhvers konar hlustunargráðu til að kunna að meta samstarf bassaleikarans Reid Anderson, píanóleikarans Ethan Iverson og trommarans David King. Það er sama á hvernig tónlist maður hlustar því að þetta virta tríó tjáir sig með krafti og ástríðu sem höfðar til allra sem hafa eyru, hjarta sem slær og taugakerfi.
UM THE BAD PLUS

Síðan hljómsveitin var stofnuð árið 2000 hefur The Bad Plus gefið frá sér tvær plötur á eigin vegum og þrjár aðrar fyrir Sony/Columbia. Á þremur seinni plötunum These Are the Vistas (2003), Give (2004) og Suspicious Activity? (2005) unnu þeir með fræga upptökustjóranum og óþreytandi hljóðversmeistaranum Tchad Blake, sem var tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir upptökurnar á Give. Einnig hafa þeir gefið út tónleikaplötuna Blunt Object: Live in Tokyo.

Á tónleikaferðalögum hafa The Bad Plus slegið í gegn og áhorfendur þeirra verið misjafnir hvað stærð, lögun, skapgerð og ríkisborgararétt varðar. Spila þeir á djassklúbbum? Já. Rokkklúbbum? Já. Tónleikahátíðum allt frá Bonnaroo til Bumbershoot? Ekki spurning. Hafa þeir hitað upp fyrir Pixies? Svo sannarlega. Hafa þeir spilað á Village Vanguard í New York? Já, oft. En einkapartíum sem Jake LaMotta og George Steinbrenner mættu í? Einu sinni. Hafa þeir unnið með danshópi Mark Morris? Athugið málið á Google. Hafa þeir spilað á bak við veitingastað í eigu fyrrverandi bassaleikara Hüsker Dü? Við semjum þetta ekki á staðnum. Er til sú tegund tónleikastaða sem The Bad Plus hafa aldrei spilað á? Nei.

Ef þið hafið lesið um The Bad Plus í tímaritum vitið þið líklega að þeir taka nokkur lög eftir aðra. En ef þið hafið lesið um The Bad Plus í sérstaklega góðum tímaritum vitið þið líka að þeir spila einkum eigið efni, þar sem allir þrír meðlimirnir eru mjög góðir lagasmiðir. En það er sama hver semur lögin, hljómsveitin kemur fram undir fjölbreyttum áhrifum. Þetta er ekki bara eitthvert djasstríó sem segist vera undir áhrifum frá rokktónlist og spilar þess vegna hátt og vitnar í Zeppelin. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa mikla reynslu af því að spila ýmiss konar tónlist og eru afar færir spunamenn sem byggja, breyta, bæta, bjaga og endurmóta það sem þeir spila án þess að missa tökin á lögunum.

Takið eftir því að The Bad Plus er hljómsveit sem vinnur sem ein heild. Ekki halda að Iverson sé leiðtoginn þótt hann sé í jakkafötum. Ekki sjá Anderson sem skyldurækinn miðjumann þótt hann standi í miðjunni og segi ekki orð. Og ekki halda að King sé úrþvætti á skilorði þótt hann refsi trommusettinu með kjuðum og öðru. Þetta er ómótstæðileg og framtíðarleg tónlist og flytjendurnir þrír sitja allir jafnir við stjórnvölinn.

TEKIÐ AF EVENT.IS



Flettið í gegnum þenna og þennan link til að finna tónlist með Bad Plus til að hlusta á!

28. jan. 2006

Talandi um keppni í söng....

Þá var ég að spila undir í Söngkeppni FB sem haldin var í Tjarnarbíó á fimmtudagskvöldið og var það hin besta skemmtun eins og þessar keppnir eru nú iðulega.

Meðal laga sem voru í keppninni voru t.a.m.:

Aqualung - Jethro Tull (aldrei spilað lag með J.T. fyrr en nú, gaman að því)
How Come You Don't Call Me (Anymore) - Alicia Keys (lagið er eftir Prince)
Runaway - The Coors
Blind - Lifehouse
Rómeó og Júlía - Bubbi
Summer Samba - latin standard
Bed of Roses - Bon Jovi
Rebel Yell - Billy Idol
Jolene - Dolly Parton
Slappaðu af -
Hallelujah - Leonard Cohen
svo var eitt frumsamið lag, eitt lagið var rappað og svo kom hljómsveit of flutti pönksyrpu.

Stuð.

Idol

Var að glápa á Stjörnuleitina hjá systur minni fyrr í kvöld. Ég var lang oftast sammála því sem ofurtöffarinn Bubbi hafði að segja um framistöðu keppenda. En fyrirkomulagið á kosningunni tel ég vera meingallað. Finnst að mæður ætti að kjósa þann sem er verstur á þessu stigi málsins, sem sagt að kjósa út.
Það fór a.m.k. illa fyrir manneskju sem átti fyllilega skilið að vera áfram inni.

Svo finnst mér undarlegur þessi hræðslu áróður um að hugsa um fólkið í landinu, hvað því finnst um hin og þessi lög. Mér sýnist þetta vera hreppa og vina kosning eins og málin standa núna. Það er amk slatti af liði þarna inn sem á lítið sem ekkert erindi. Hefði að skaðlaust mátta fækka um helming.

En það er spurning um að taka Bubbann á það .. og koma með skonrokks-sleggjuna á liðið?

23. jan. 2006

Ömurlegasti dagur ársins í dag

Nú er það svart því rannsóknir breska vísindamannsins Cliff Arnall sýna að dagurinn í dag er sá mæðulegasti á árinu. Meira af Mbl.is

Svo sem prýðilegur dagur.

Stóð þó í stappi í hádeginu. Úti í kuldanum... stefnir allt í hálsbólgu!

Það sem (tónlistar-) maður þarf að leggja á sig !

22. jan. 2006

Zappa Plays Zappa



Zappa leikur Zappa

Zappa Plays Zappa með þá Ahmet og Dweezil Zappa í broddi fylkingar spilar í Laugardalshöll föstudaginn 9. júní næstkomandi. Synir tónlistarmannsins og furðufuglsins Frank Zappa koma fram ásamt einvalaliði tónlistarmanna og leika tónlist föður síns en Frank Zappa lést árið 1993.

Á meðal þeirra sem leika í hljómsveitinni er Steve Vai, einn fremsti gítarleikari heims en Steve lék á árum áður með Frank Zappa og kom hingað til lands með hljómsveitinni Whitesnake árið 1990.

Samkvæmt upplýsingum RR ehf. sem flytur hópinn hingað til lands verða fleiri tónlistarmenn úr hljómsveitum Zappa einnig með í för og koma þeir fram sem leynigestir.

Nánar er fjallað um þetta í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1180600

Svo veit Kiddi eitthvað meira um þetta.
http://www.snerill.com/?p=170

og meira hér...
http://www.zappa.com/cheezoid/whatsnew/zpz/


Í fréttum er þetta helst.

Það er búið að vera mikið að gera seinustu vikur. Spilamennska í undankeppni fyrir Söngkeppni Framhaldskólanna. Spilaði fyrir MR í seinustu viku og svo verður FB keppnin næsta fimmtudag.

En annarrs var ég í þrítugs-afmælis veislu hjá systur minni í gær. Fór meira að segja á ball. Þannig að maður er nett lemstraður eftir það og langan dag af æfingum.

Later!

11. jan. 2006

Góðir Íslendingar

- þið eruð asnar

Gengið ...



Fór í feitan göngutúr um hverfið. Klukkutíma rölt. Tvímælalaust fyrsta skipulagða hreyfingin á þessu ári. Spurning um að fara að taka á því!

Annars voru hressandi umræður um það hvort að það sé líf eftir dauðann í "Ísland í bítið" í morgunn. Þar rökræddu Birgir Baldursson og Guðjón Bergmann um efnið.



Það má nú segja að ég hafi nú í all langan tíma hallast að þeirri skoðun sem Birgir talar fyrir um og hef ég þá farið í gegnum allskonar pælingar í þeim efnum, þannig að ég get óhikað sagt að ég hafi komist að þeirri niðustöðu eftir miklar pælingar í gegnum árin.



Menn hafa svo sem velt þessu mikið fyrir sér:

Er líf eftir dauðann? (Vísindavefurinn)

Er líf eftir dauðann? (Þórhallur Heimisson)

Er líf eftir dauðann? (Örvitinn.com)


Og svo kunnuglegur pistill frá manninum sem kenndi mér heimspeki í framhaldskóla.
Veðmál Pascals (Atli Harðarson)

Lífið eftir dauðann í stíl ásatrúarmanna.


En eins og einhver sagði.... lífið er bara "frímínútur" frá dauðanum. Við vorum dauð .. svo fæddumst við og við munum svo sannarlega ekki lifa að eilífu.

10. jan. 2006

Amelia o.fl.

Eitthvað var maður nú seinn á lappir í dag ... kannski fór maður seint í bólið .. aldrei að vita.

Var nú bara heima að æfa mig í dag. Kíkti t.d. á bassalínuna í laginu Amelia eftir Jaco. Eitt af hans eldri lögum. Skemmtileg lína sem má nálgast á www.fransvollink.com (undir Jaco Transcriptions).

Talandi um Frans. Þá skellti ég mér á debut diskinn hans um daginn. Mikið fjúsjón þar á bæ og rafmagnaður jazz. Frábær bassaleikari þar á ferð.

Keypti plötuna í gegnum www.cdbaby.com, sjaldan fengið jafn hraða þjónustu. Topp menn!

Og fyrst maður var kominn í bassahetju flokkinn þá smellti ég mér líka á:

MATTHEW GARRISON: Matthew Garrison

MICHAEL MANRING: Soliloquy

auk: FRANS VOLLINK - SEBASTIAAN CORNELISSEN: One Spirit

Talandi um Tarantino ....



Þá var lokaþátturinn af
CSI þónokkuð meira hressandi en venjulega.


5. jan. 2006

I'm so proud

TARANTINO FALLS IN LOVE WITH ICELAND AT NEW YEAR


See the video

Film-maker QUENTIN TARANTINO is vowing to spend every New Year's Eve in Iceland after enjoying a boozy night with a bar full of "supermodels".

The KILL BILL director is a longtime fan of Iceland and when friends invited him to see in 2006 there, he jumped at the chance.

He says, "I almost can't imagine New Year's anywhere else after that because Icelanders, they go and they drink like crazy any old way, but, on New Year's they lose their minds - in particular the women lose their minds and like drink like crazy.

"We were in this club full of all these drunken girls and this one girl is like, 'Oh man, I'm so embarrassed about Icelandic women - they always go out and they always drink way too much and make complete fools out of themselves.

"The moment after she said that a drunken girl walks by and does a face plant, 'Bam!' right in front of us.

"I'm in a room full of supermodels who were drunk out of their mind standing on a table, (going) 'Let's get the party started.' I'm like, 'Where have I been all my life.'

"In America, the idea is to get the girls drunk enough to go home with you, in Iceland it's to get the girls home with you before they get so drunk that they're passing out in your bathroom or vomiting all over you."

3. jan. 2006

Mest spilaði í iTunes árið 2005




Ég hlusta nánast alltaf á einhverskonar "random" (slembi hlustun?!) eða á sérhannaða spilunarlista sem eiga að þjóna einhverjum tilgangi.

Þetta er toppurinn skv. mælingu iTunes spilarans hjá mér.

42 lög voru spiluð 7 sinnum eða oftar.

2005




Gleðilegt ár öllsömul!!


Smá upprifjun á árinu sem leið

Janúar:

Hóf árið í Þýskalandi

Keypti árskort í líkamsrækt

Febrúar:

Kenndi á 8 vikna bassanámskeiði í Hafnarfirði

Var að vinna í útvarpskjölunum s.k. fyrir FÍH. En við skráðum niður spilun á lögum á nokkrum vel völdum útvarpsstöðvum í júní-júlí 2004

Borgaði inn á Lakland bassann.

Æfði af og til með Topless Latino Fever, sem byrjaði sumarið 2004 sem “latin æfingabúðir” fyrir mig og Gautaborgar-Krissa. Bandið á eitt lag á jólaplötunni Stúfur sem Atli Bollason gaf út.

Esben bróðir Sice kom í heimsókn.

Spilaði í Söngkeppni Iðnskólans í Reykjavík.

Mars:

Fjárfesti í utanáliggjandi hörðum disk, sem skömmu síðar gerði mér auðveldar að hafa stöðugan aðgang að mínu eigin geisladiska safni, sem og auðveldara að geyma efni sem maður rekst á.

Fór í mitt fyrsta útvarpsviðtal þar sem ég var ALEINN að sitja fyrir svörum. Hef svo sem farið í viðtöl áður.

Spilaði á Jazzklúbbnum Múlanum með bandi sem ég kallaði “Skonrokk” og fluttum við einvörðungu lög eftir mig.

Apríl:

Fór í eftirminnilegan túr til Danmerkur og spilaði á nokkrum tónleikum með Amalgam sveitinni. Sá Kurt Rosenwinkel á tónleikum í þeirri sömu ferð.

Fékk Laklandinn.

.. og sjálfsagt vorum við hjúin eitthvað farin að huga að því að finna okkur stærra húsnæði en það sem við dvöldum í um þær mundir.

Maí:

Maí virðist hafa verið stórtíðindalaus. Mikið um að maður kíkti á burtfarartónleika frá F.Í.H.

Júní:

Skoðaði íbúðir á fullu.

Hljómsveitin Malus spilaði sitt fyrsta gigg þann 9.

Æfði með M-Projectinu hans Matta.

Keypti íbúð.

Júlí:

Flutti í nýju íbúðina.

Spilaði með Malus.

Keypi mér nýjan magnara.

Var viku í Danmörk.

Ágúst:

Kennsla hefst að nýju. Þjálfaði samspil sem spilaði svo á Ljósanótt Reykjanesbæjar.
Annars stórtíðindalaust.

September:

Amma og mamma Sice komu í heimsókn.

Hóf störf í Tónlistarskóla Mosfellsbæjar.

Egill hóf þreifingar með popp-bandið sitt.

rafbassinn.blogspot.com leit dagsins ljós.

Klukkið” tröllreið bloggum landsins.

Jazzhátíð Reykjavíkur 2005 hófst. Meðal áhugaverðra tónleika voru t.d. tónleikar Kenny Garrett og Koko" sem er dúett skipaður japönsku víbrófón-leikkonunni Taiko Saito og þýska píanólaikaranum Niko Meinhold.

Október:

Jazzhátíðin kláraðist. Jesper Sörensen kom í heimsókn til landsins.

Nóvember og Desember:

Stórtíðindalausir að mestu.



Sem sagt alveg hið ágætasta ár.
Íbúaðakaup og flutningar hljóta að teljast til stærri viðburða ársins.
Svo er bara gaman að því að vera í starfi sem maður fílar og að maður kynnist stöðugt fólki sem er áhugavert og skemmtilegt, bæði í gegnum starfið sem og músíkina almennt.

Ekki strengi ég nein heit eða set mér nein sérstök markmið fyrir nýja árið.
Maður heldur bara áfram að:

Reyna að lifa skikkanlega hollu líferni.
Kynnast fólki og halda kynnum.
Æfa sig á hljóðfærið og semja tónlist.
Og ... bara ... hafa gaman af þessu öllu saman!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker