En hvað hefur maður brallað fyrir utan vinnu?

Jú .... Minn gamli vinur og félagi úr Borgarnesi, Baldvin Ringsted hafði sambandi við mig og bað mig um að spila inn á lag eftir sig. Balli er staddur í listnámi í Glasgow og fékk nýverið samning við útgáfufyrirtækið SAY DIRTY RECORDS, sem er lítið og óháð fyrirtæki í Glasgow. Skilst mér að platan hans verði sú fyrsta í fullri lengd sem þeir gefa út. Hann mun kalla sig Bela og hér má heyra og tjékka á kappanum: http://www.myspace.com/belamusicforpeople. En ég mun nú samt sem áður bara taka upp bassann hérna heima og senda svo rafrænt. Já.. mögnuð tæknin.
Svo kíkti ég á nokkrar æfingar t.d. var ég beðinn um að hlaupa í skarðið hjá krökkunum sem eru í SNARSTEFJUN 2 í FÍH. Þau eru að reyna sig við free jazzinn þessar vikurnar og svo taka við stúderingar á stefnu og tónlist ECM plötufyrirtækisins. Skemmtilegur hópur sem er gaman að fá að aðstoða. Ég var sjálfur í þessum kúrs fyrir hvað .. þremur árum væntanlega (2002-2003). Þannig að það er gaman að fá að rifja þetta upp.
Svo eyddi ég smá pening ... Ég fjárfesti í stereo magnara. Löngu orðið tímabært að láta verða af því, verandi tónlistarmaður og allt það ... ! Það er nú bara annar magnarinn sem ég kaupi á ævinni. Græjan sem varð fyrir valinu er HK 3480 magnarinn frá Harman Kardon. Hann kemur sterkur inn. Fyrir átti ég mjög góða Polk Audio hátalara sem ég keypti fyrir LÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖNGU síðan.

Já svo fékk ég mér líka notaðan iPod um daginn. Þannig að maður er allur að græjast upp! Je!
En ég er búinn að fara í slatta af verslunum til að skoða og spyrjast fyrir að undanförnu og það kom mér nett á óvart hvað afgreiðslufólkið virðist varla nenna að vera manni innan handar og aðstoða mann. Fékk þó góða þjónustu í PFAFF. En það var t.d. hreinlega ropað á mig í Nýherja í dag. Ég keypti þar engu að síður hátalara, sem ég get beintengt t.d. við iPod, fyrir skólann í Mosó. Miklu sniðugra en að vera að eyða pening í handónýta ghetto blastera. Svo voru þeir líka bara á fínu verði!
Svo rakst ég á þetta: http://myndir.nfb.is/songvaaefingar/