15. feb. 2006

Í gær

Fór ég í göngutúr í góða veðrinu í Laugardal.

Fór í 12 Tóna, keypti nýja diskinn hennar Röggu Gröndal á útsöluprís þrátt fyrir að útsalan væri yfirstaðin. Einnig náði ég mér í eintak af dagatali sem 12 Tónar eru að gefa út, en það inniheldur myndir af íslenskum bassaleikurum að pósa. Athyglisvert framtak. Verndari plakatsins ku vera Skúli Sverrisson, en það var einnig í óspurðum fréttum niðrí 12 Tónum að til stendur að gefa út disk með Skúla á árinu. Góðar fréttir það.

Einnig kom ég við í Tónastöðinni og keypti mér Bass Pod á útsölu verði.

Restin af deginum fór að mestu í símtöl.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker