2. feb. 2006

Foreldra fundir...

Ég hef verið, þessa vikuna, að setjast niður með foreldrum þeirra nemenda minna sem ekki eru orðin sjálfráða og spjalla um hvernig þeim gengur o.s.frv.

Eftirfarandi texta er einnig dreift:


Til foreldra/forráðamanna nemenda í
tónlistarskólum


- Mikilvægt er að nemendur búi við jákvætt viðhorf til
tónlistarnámsins, að foreldrar/forráðamenn sýni náminu áhuga
og að þeir fylgist með framvindu þess.

- Hljóðfæranám byggist að miklu leyti á daglegri og reglubundinni
þjálfun og er því að verulegu leyti heimanám. Án markvissra
æfinga verður árangur rýr.

- Nauðsynlegt er að nemendur geti æft sig þar sem þeir verða fyrir
sem minnstri truflun og hafa ekki á tilfinningunni að þeir trufli
aðra.

- Ungum nemendum þarf að hjálpa við að skipuleggja
æfingatímann.

- Árangursríkara er að ungir nemendur æfi sig oftar og skemur í
senn en sjaldnar og lengur.

- Tónlistarnám þarf að vera ánægjulegt og ánægjan felst ekki síst í
stolti nemandans yfir eigin framförum og aukinni færni.

- Eðlilegt er að áhugi nemenda sé ekki alltaf samur og jafn.
Ef nemandi sýnir merki um uppgjöf er mikilvægt að kennari og
foreldrar/forráðamenn leiti orsaka og lausna. Stundum er nóg að
skipta um viðfangsefni til að áhuginn glæðist á ný.

- Hlustun er afar mikilvægur þáttur í öllu tónlistarnámi. Með því
að hlusta á vel flutta tónlist fá nemendur nauðsynlegar
fyrirmyndir. Foreldrar/forráðamenn geta lagt sitt af mörkum
með því að hvetja nemendur til að hlusta á fjölbreytta tónlist við
margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika
þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan.


Sjá nánar á:

http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/namskratonlist1.pdf

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker