4. feb. 2006

ædol

Enn þá heldur rangt fólk að detta út úr Idol að mínu viti. Af þeim þremur sem voru á botninum þá hefði annað hvort þeirra sem slapp mátt fara frekar en sú sem fór. En svona er þetta. Landið er lítið og fólk fylkist með "sínu fólki".

Munurinn á þessum þætti og þeim seinasta (svona á heildina litið) var að þeir sem sökkuðu í seinasta þætti völdu nokkuð auðveld lög og spiluðu það "seif" og sökkuðu ekki eins mikið. Á meðan virtist sem að þeir sem stóðu sig vel seinast aftur á móti vera að líða fyrir lagaval eða jafnvel tóntegundir.

En það voru nokkrir góðir í kvöld, t.d. sú er söng "Move over", sú er söng "The Letter" var einnig fín, og sú er söng "Nights in white satin" sennilega best þetta kvöldið. Hmm allt kvenndi!!?

Af strákunum var Snorri sennilega að standa sig best í kvöld.

Ekki orð um það meir!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker