13. mar. 2006

Helgin

Það bar helst til tíðinda um þessa helgi sem leið, að æft var fyrir söngkeppni Iðnskólans í Reykjavík. Æfingarnar fóru fram í matsal skólans. Ég hef aldrei, held ég, komið inn í þessa byggingu áður. Þó er ekki ólíklegt að ég gæti hafa komið þarna meðan karl faðir minn var í námi, en síðan eru liðin mörg ár.

En margt nýstárlegt bar fyrir sjónu og hvet ég lesendur til að kíkja á Kidda til að fá sjónrænar lýsingar á aðstæðum.



Nú ... svo voru tónleikar The Bad Plus á NASA í gærkvöldi. Alveg hin prýðilegasta skemmtun. Mikið var af rokk- og poppáhuga fólki, og gerði það óneitanlega stemminguna "rokkaðri". Talsvert var þó um fliss þar sem einhverjum áhorfendana var greinilega skemmt yfir nálgun félagana á hljóðfærin. Helst var flissað að trymblinum sem, vel á minnst, var sá þeirra félaganna sem vakti hvað mesta eftirtekt (mína amk). En þeir eru allir fanta góðir spilarar og hafa algerlega sinn eiginn hljóm sem jazz-rokk tríó. Þeir spiluðu sínar útgáfur af "Smells Like Teen Spirit" (Nirvana), "Human Behaviour" (Björk) og "Flim" (Aphex Twins) auk eigin tónsmíða.
Þeir hlutu stórgóðar viðtökur. Fólk reis úr sætum og klappaði þá upp tvisvar. Þeim hljóta að hafa komið viðtökurnar þægilega á óvart.

....


Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker