19. maí 2006

Dagar...

Jæja .. þá fer að líða að lokum skóla-ársins. Búinn að vera þéttur endasprettur.

Einnig verið nóg að gera í því að spila í og æfa fyrir próf sem félagar mínir í FÍH hafa verið að þreyta að undanförnu.

Alltaf gaman að spila.

Nemendur mínir tóku flestir árs-/vorpróf að þessu sinni, nokkrir tóku 2. stig og einn 4. Meðaleinkunn allra prófa var um 8,5. Mjög fínt.

Annars hefur maður verið hálfgerður grasekkill að undanförnu. Konan í tveimur störfum og nóg að gera. En frí um helgina. Stefnan tekin á mat heima hjá systur minni á morgunn og svo afmæli hjá Matta á eftir. Ljúft.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker