8. sep. 2004

Ein besta platan í ár. Hljóðlega af stað með Hjálmum.

Ég bendi á sérlega jákvæða umfjöllum um nýja plötu þeirra Hjálma manna í fréttalaðinu í dag. Þeir félagar; Guðmundur Kristinn Jónsson, Sigurður Halldór Guðmundsson, Kristinn Snær Agnarsson, Þorsteinn Einarsson og Petter Winnberg, mega vel við una, stórgóð plata.




Reggae hljómsveitin Hjálmar - Ný heimasíða

7. sep. 2004

Gengið ...

Skelltum okkur í ræktina, röltandi, sökum þess að bíllinn er á verkstæði og mun verða fram á hádegi a.m.k, á morgun. Þannig að ég verð að taka bílaleigubíl á morgun til að ná í vinnuna. Kostar svo sem enga geðveiki, samt súrt!

Væri sennilega ódýrast fyrir mig að hringja mig veikan. En ég hef aldre stundað þannig iðju, hef ekki samvisku í það. Ég þarf að vera VEIKUR til að offa!

Ég hef aðeins verið að stúdera Barbary Coast bassalínuna ... OMG... ÜBER cool..! Hægt að taka hvern einstakan takt og djamma á honum endalaust! Nánast!

Svo eru öll "projectin" að hendast í gang. Þau eru af ýmsum toga.

Latin,

groove/soul/funk/pop,

jazz,

frumsamið.

Eintóm gleði.

Tékkið á þessu.

Jazz Kælderen online!!!

Þá er þessi eðal geisladiska búlla í Kaupmannhöfn loksins kominn með heimasíðu sem virkar.
Hver hefur ekki eytt klukkustundum saman þarna inni (í veraldlegu búðinni þ.e.a.s.) og komið út með poka fulla af diskum. Nú er bara að fara að skoða!!

Hressandi lag ;)

Vigdís Finnbogadóttir.mp3

Þeir Hjálma menn; Guðmundur Kristinn Jónsson,
Sigurður Guðmundsson og Kristinn Snær Agnarsson koma við sögu þessa lags.

Enginn poppskóli

Rakst á þessa grein á mbl.is Greinin birtist laugardaginn 6. desember, 2003.

Yfir hundrað bíða eftir að komast í nám hjá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

"Enginn poppskóli"

Reykjanesbær | Yfir eitt hundrað manns er á biðlista eftir að komast í hljóðfæra- og söngnám hjá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.



Um 650 nemendur eru nú í skólanum, þar af rúmur helmingur í forskólanámi í húsnæði grunnskólanna fjögurra.
Nú er uppskerutími í tónlistarskólum landsins. Það heyrist meðal annars í húsnæði Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, tónlist ómar úr stofunum. Hljómsveitirnar og einstakir hljóðfæranemendur halda tónleika fyrir jólin, til að leyfa fjölskyldunum og bæjarbúum að heyra hvað bæst hefur við þekkinguna.

"Öll börn í fyrsta og öðrum bekk grunnskólanna eru í forskóla á vegum Tónlistarskólans," segir Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Kennslan fer fram í húsnæði grunnskólanna. Einnig hljóðfærakennsla þeirra nemenda grunnskólanna sem halda áfram, allt upp í sjötta til sjöunda bekk, en sú kennsla er hluti af samfelldum skóladegi. Haraldur segir að starfsaðstaðan hafi gjörbreyst við einsetningu skólanna. Við þær breytingar hafi verið gert ráð fyrir aðstöðu fyrir tónlistarnámið og nú séu þrjár stofur fyrir hljóðfærakennslu í öllum grunnskólunum auk stofu fyrir forskólakennslu. "Við erum ákaflega stolt af því hvað vel hefur verið staðið að þessu," segir Haraldur.

Önnur hljóðfærakennsla fer fram í húsnæði Tónlistarskólans á Austurgötu 13 í Keflavík þar sem Tónlistarskóli Keflavíkur var til húsa fyrir sameiningu skólanna og Þórustíg 7 í Njarðvík þar sem Tónlistarskóli Njarðvíkur hafði starfsemi sína. Haraldur Árni segir að aðstaðan í þessum húsum sé afar bágborin enda hafi þau verið byggð sem atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Mikil þrengsli séu þar síðdegis, þegar nemendur komi í bóklega tíma og á hljómsveitaæfingar og eldri nemendur mæti í hljóðfæra- og söngtíma, auk þess sem mikill hljóðleki sé milli stofa, einkum við Austurgötu.

Þetta stendur þó til bóta því í undirbúningi er bygging tónlistarmiðstöðvar þar sem aðstaða verður fyrir tónlistarskólann og Poppminjasafn Íslands. Nefnd á vegum bæjaryfirvalda vinnur að undirbúningi málsins og hefur meðal annars það verkefni að athuga hvort hægt sé að koma slíkri aðstöðu upp í tengslum við félagsheimilið Stapa.

Haraldur Árni segir að miðað við áform um þróun byggðarinnar í Reykjanesbæ sé staðsetning tónlistarskólans við Stapa ágæt. Ekki sé langt í að sá staður verði miðsvæðis í Reykjanesbæ. Einnig sé góðra gjalda vert að nýta sal félagsheimilisins sem tónleikasal en hann tekur fram að til þess að það verði unnt verði að leggja í mikinn kostnað við breytingar á honum. Þá segir Haraldur mikilvægt að húsið verði þannig hannað að hægt verði að halda opinberar skemmtanir í Stapa án þess að sá umgangur sem því fylgi tengist húsnæði tónlistarskólans.

Haraldur segist sannfærður um að vel verði að byggingunni staðið. "Bæjaryfirvöld hafa mikinn metnað í skólamálum. Þau hafa sýnt að þau gera allt sem þau geta til að búa vel að starfseminni. Það er svo hlutverk okkar fagfólksins í skólunum að nýta aðstæðurnar og gera eins vel og við getum í okkar fagi," segir skólastjórinn.

Það er þekkt að nokkuð brottfall er úr tónlistarnámi. Haraldur segir að oft finnist nemendum að nóg sé komið í tónlistarnámi við fimmtán eða sextán ára aldur og hætti. "Við veltum þessu oft fyrir okkur því á þessum aldri eru nemendur oft komnir vel á veg í tónlistarnámi sínu. Þau eru þá komin yfir vissa þröskulda og komin með vissa færni til að leika það sem þau langar til," segir Haraldur og bætir því við að vissulega sé námið orðið meira krefjandi á þessum árum, erfiðari verkefni og meiri tími fari í æfingar. "Þegar kennari finnur að los er að koma á nemandann er mikilvægt að hann geri námið aðlaðandi fyrir viðkomandi, reyni að hafa það eins og hægt er á hans nótum. Oft dugar það til að fleyta nemandanum yfir þessi ár og hann hættir við að hætta."


Blástur og popp
Sterk popphefð er í Keflavík. Haraldur Árni staðfestir að það komi að nokkru leyti fram í tónlistarskólanum. Þannig sé mikill áhugi á gítarnámi. Fyrir fjórum árum hófst kennsla á rafmagnsgítar. Nú er kennari í fullu starfi við þá kennslu og nokkrir tugir nemenda á biðlista eftir að komast að. Töluverð ásókn er einnig í að læra á rafmagnsbassa. "Við erum þó enginn poppskóli. Aðaláherslan er á hefðbundið hljóðfæranám, eins og í öðrum tónlistarskólum," segir hann. Skólinn býður upp á nánast allar hugsanlegar námsgreinar í tónlist, á öllum stigum, allt til framhaldsprófs.
Sterk blásarahefð er í Reykjanesbæ og kemur það einnig fram í starfi tónlistarskólans. Þar eru starfandi lúðrasveitir og léttsveitir. Þær leika mikið við ýmis tækifæri í bæjarfélaginu og víðar. Hægar hefur gengið að efla strengjasveitastarfið þótt markvisst hafi verið að því unnið. "En við sjáum fram á bjartari tíma þar," segir Haraldur og vísar til þess að stefnt sé að ráðningu fiðlukennara í hálft starf til viðbótar til að auka við þá kennslu og er það hluti af markmiðum skólans við uppbyggingu strengjadeildar.

© mbl.is/Árvakur hf, 2004

Tónlistarnám verði í boði í grunnskólunum

Innlent | Morgunblaðið | 7.9.2004 | 05:30

Tónlistarnám verði í boði í grunnskólunum

Stefnt er að því að bjóða upp á tónlistarnám í grunnskólum borgarinnar á næstu misserum fyrir nemendur í for- og grunnnámi tónlistar. Að sögn Stefáns Jóns Hafstein, formanns fræðsluráðs, er vilji fyrir því innan fræðsluráðs að breyta reglum í þá veru og raunar hafi verið stefnt að því í vor en ekki tekist.

Boðið hefur verið upp á tónlistarnám í nokkrum grunnskólum borgarinnar og var nemendum Landakotsskóla t.a.m. síðastliðinn vetur boðið upp á að læra á ákveðin hljóðfæri og fékk skólinn styrk frá borginni til kennslunnar.

Rigning + bilaður bíll = hresst.

Hvað er meira frískandi en að vakna upp úr kl. 08:00 og fara með bílinn í viðgerði og labba heim....?? Ég bara spyr!

Má nu da gu R

Helgin flaug hjá að venju.

Ljósanótt 2004 var í Reykjanesbæ. Hjálmar komu þar við sögu á þremur tónleikum. Þeir tókust prýðilega, stemming góð og þannig. Hitastigið var hinsvegar kannski full svalt. Tónlistin er náttúrulega ávallt svöl.
Myndir koma síðar.

En platan er komin út. Ekkert nema vaðandi kúlismi. Allir að versla eintak.

HMM?? Ætli maður nái miðum á Blonde Redhead??


3. sep. 2004

McHorror! Jazz og Ljósanótt.

Kvikmyndin Super Size Me er eiginlega hryllingsmynd. Óhugnaleg atburðarás! Sérlega athyglisverð ræma og staðreyndirnar sem koma fram í henni.

Svo virðist sem að árekstrarnir elti okkur í dag. Því að á leið okkar frá bílnum að Háskólabíói heyrðist allt í einu bílflaut og *CRASH...!!!* Vonandi var þetta sá síðast í bili. Við sluppum þó við þátttöku í þessum.

Svo kíktum við á Snorra og co á Póstbarnum. Ljúf stemming.


Í dag (laugardag) mun reggae bandið Hjálmar spila á Ljósanótt í Reykjanesbæ á þremur stuttum tónleikum um kl. 16:00, 18:00 og um kvöldið eitthvað í kringum 21:00.


Föstudagar ... maður á bara að vera heima hjá sér .. eða á æfingu .. eða eitthvað allt annað en að keyra bíl í Reykjavík...!!!

Vaknaði eftir alltof lítinn svefn í morgun til að skutla Sice í HÍ. Svo var bara slen þar til ég lagði mig og Sice kom heim.

Svo var annað skutl til að hún gæti skráð sig í fögin sem hún ætlar að taka í HÍ. Við komum of seint sökum rangra upplýsinga. Auðvitað lendum við í föstudagstraffík dauðans... það var m.a. keyrt aftan á okkur.
Gaman.
NOT.
Ekkert alvarlegt samt.

Nú svo kíktum við á bókasafnið.
Tók mér fjölbreytt úrval efnis. T.d.

The Working Bassist's Tool Kit eftir Ed Friedland.

Does Humor Belong in Music (Frank Zappa Live / The Pier NYC USA 26th august 1984) á DVD.

Salsa, Musical heartbeat of latin america eftir Sue Steward.

Funk - The MUSIC, the PEOPLE, and the RHYTHM of THE ONE eftir Rickey Vincent.

Svo er bara að hella sér í lesturinn.

Svo er stefnan tekin á Super Size Me í kvöld... og hver veit .. kannski á jazztónleika þar á eftir.

Vi ses!

1. sep. 2004

Tangó á leið í vinnuna?

Kannski maður hlusti á þennan þátt á leið í vinnuna?

Kominn 1. september. Djöfulsins læti alltaf!

Sem minnir mig á það. 28. ágúst síðast liðinn var (jú einmitt) eitt ár síðan ég lendi í danaveldi og bankaði uppá hjá Árósarbúum. Margt gerst síðan þá, ekki satt...!?! Talandi um... ég "heyrði" aðeins í H.C. í gær. Århus Festuge í "full swing" og stemming í fólki. Hann var eitthvað byrjaður að athuga með gigg fyrir okkur í vor. Töff!

Er ekki best að hlusta á jazz rás danska ríkisútvarpsins af því tilefni!

31. ágú. 2004

Hresst!

Hjálmar á Rás 2 og Grand Rokk seinasta föstudag: HRESST. Hljóð og myndir koma síðar.

James Brown á laugardagskvöldið: HRESST. Hljóð og myndir koma síðar.

Ég í dag: Kvefaður, merkilega hress bara!

27. ágú. 2004

Kristinn Snær Agnarsson trommari. www.snerill.com

Palli á RÚV og Kiddi gítarleikari.

Hjálmar í hljóðveri 12 á Rás 2.

Leyni-bassaleikarinn.

Örugglega fallegasti reggae trommari á Íslandi...!!

Jamm og jamm og jú.

Fór í stuttan verslunar leiðangur í Kringluna. Keypti bol, peysu og Kill Bill 2 á DVD.

Var svo að eins að rifja upp lögin þeirra Hjálma manna. Hljómsveitin Hjálmar mun spila í Popplandi Rásar 2 í dag föstudag og á Grand Rokk um kvöldið. Ég býst við góðri stemmingu líkt og áður á Hjálma samkomu.

Svo var Kill Bill maraþon hjá Söndru. Ég kom í seinni hálfleik til að sjá þá síðari. Flott ræma líkt og sú fyrri þó ólík sé. Það virðist vera galli í DVD diskunum með Kill Bill myndinni frá Skífunni. Vantar hreinlega bara nokkrar mínútur í myndina, um miðbik hennar. Flestir í hópnum höfðu séð hana í bíó og tóku eftir þessu. Maður hefði aldrei fattað þetta sjálfur, hafandi ekki séð hana áður. Við vorum með tvo diska og báðir hrjáðir af sama galla. Minn er þó enn óopnaður.

Hvernig væri að chilla við smá reggí t.d. Burning and Looting - Bob Marley.mp3

og ... Kinky reggae - Bob Marley.mp3

og að sjálfsögðu James Brown slagari til að koma öllum í stuð .. ú je!!
Soul Power.mp3

25. ágú. 2004

Miðvikudagur

Fyrsti kennsludagur hjá mér í dag á þessari önn. Fór vel af stað. Ekkert ofbeldi. Sem er sjaldan launaliður kálfa.

Annars bara chill.

Sem minnir mig á það að þessi ágæti cd sem ég á með James Brown, "The CD of JB (Sex Machine and other soul classics)", var einn af svona sirka fimm diskum sem ég gjörsamlega djammaði með (as in play-a-long) í hel á upphafsárum mínum í bassafikti.

Snilld!

Styttist í James...!!!

Einn James á dag fram að tónleikum.

Menningarnótt í Reykjavík 2004

Best að pára eitthvað niður um hvað maður brasaði á Menningarnótt á laugardaginn var. Það fyrsta sem ég gerði var að koma mér niður á Grand Rokk til að æfa með eðal bandinu Hjálmar. Við renndum í gegnum dagskránna og stilltum svo upp fyrir utan Grand Rokk þar sem við spiluðum í grillveislu. Stuð og stemming góð.

Meira að segja foreldrar mínir og bróðir kíktu á okkur.

Við hjúin fórum síðan á Grænan Kost og mettum okkur. Snilld að venju! Síðan röltum við niðrí bæ til að skoða okkur um. Fengum okkur kaffi á Kaffitár. Horfðum á Jagúar grúfa af sér rassgatið að venju. Síðan var þörf á orku fyllingu. Hressingarskálinn var innan seilingar, þar biðum við í 20 mínútur til að geta pantað okkur Swiss Mokka og Kakó, bara til að láta staffið segja okkur að það væri búið loka vélinni. CRAP! Ekki var skárra á Kaffi París. Okkur tókst þó að lokum að fá það sem við vildum á Kaffibrennslunni, en samt eftir að þjónustustúlkan hafði spurt okkur tvisvar. Steikt!

Síðan þeystum við niður á hafnarbakka og sáum Egó spila slagarana sína. Stuð.

OG flugeldasýningin.

Svo komum við okkur upp á Grand Rokk þar sem ég spilaði með reggí gaurunum í Hjálmum. Kofinn var nokkuð pakkaður, stemmingin góð, bandið gott, mikill sviti og gleði.

Ekki slæmt.
Svo var pakkað saman og farið heim að sofa.

Matur og myndir.

Fór ásamt Sice í hressandi matarteiti á föstudaginn. Látum myndirnar tala sínu máli.

19. ágú. 2004

Og aftur tónleikar!



Fórum á tónleika með Tríóið Ómars Guðjónssonar í gærkveldi.
Auk Ómars gítarleikara voru þeir Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Þorvaldur Þór Þorvaldsson á trommur. Tríóið var að mestu leyti að spila velkunnuga húsganga. Eitt lag eftir Ómar og annað eftir Jón Múla flaut með. Nálgun þeirra á standardana var mjög skemmtileg og oftar en ekki kom Kurt Rosenwinkel í hugann. Einnig var gaman að sjá Togga og Dodda spila. Hef ekki séð þá í nokkurn tíma, sérstaklega þykir mér Þorgrímur hafa vaxið sem spilari, og þeir allir svo sem. Nokkuð var um latin áhrif og auðheyrt að Toggi hefur verið að tékka á clave pakkanum, reyndar aðalega í nokkrum laglínum sem það var hvað skýrast!
Nice job guys!! ;)


Fredrik Norén

Skellti mér á Fredrik Norén Band á Hótel Borg um daginn.
Kvintetinn skipa:

Peter Fredman á altó sax
Nils Janson trompet
Martin Höper bassa
Jonas Östholm á píanó
Fredrik Norén á trommur.

Félagarnir spiluðu hard bop, með smá nýlegheitum og skandínavisma inn á milli, en hard bop var þetta. Fínir spilarar allir. Alltof lítið heyrðist í bassa og píanói. Fredrik er einnig nánast laus við alla dýnamík. Það var bara sama blastið allt kvöldið. Ágætir tónleikar, en ég bjóst samt við meiru. Þetta var ekkert að kveikja neitt voðalega í manni.

18. ágú. 2004

já .. nú hérna sko... Já.. Reykjavík 218 ára.

Andskotans blogg leti í manni.

Fór á Þingvelli um seinust helgi. Langt síðan maður hefur kíkt þangað. Þurfti að sýna útlendingnum (sem er reyndar komin með íslenska kennitölu og bankareikning!!!) Fengum okkur rándýra súkkulaðiköku á Hótel Valhöll og gengum út um allt. Gerðum heiðarlega tilraun til að hitta fólk í útilegu og grilla með því. Nánar um það hér og hér og hér.



Svo er Tónlistarskólinn í Reykjanesbæ að hefja vetrarstarf sitt. Þannig að maður hefur verið að sitja fundi og fyrirlestra. Fór t.d á fyrirlestur um líkamsbeitingu hljóðfæraleikara og söngvara. Athyglisvert. Gunnhildur Ottósdóttir hjá MT-Stöðinni sagði okkur frá ýmsu í þeim efnum. Hún er mér nú ekki ókunnug þar sem ég, sem og margir FÍH meðlimir, hef leitað til hennar til að fá unnið á mínum vandamálum.

Menningarnótt Reykjavíkur nálgast sem óð fluga væri. Ég fékk neyðarkall fyrr í dag. Reggí bandið Hjálmar vantar bassalega aðstoð á laugardaginn. Kíkti á æfingu með þeim í dag. Gekk fínt barasta held ég. Önnur æfing á morgun. Ég hef verið n.k. "closet reggí fan" í mörg ár...!

Hjálmar verða að spila á Grand Rokk á Menningarnótt. Tjekk it out.

Finnst ykkur ekki bensínverðið orðið rugl. Þetta hlýtur að klárast því að... "Only So Much Oil In The Ground" - Tower Of Power - Urban Renewal (1974) MP3
Funky shit.. Rocco Prestia að brilla á bassann!

13. ágú. 2004

No One Here Gets Out Alive!

Skellti mér á Doors tribute tónleikana á Gauk á Stöng. Barasta stórfínt og stemming góð. Hiti og sviti. Bandið þétt og gott, ég bjóst svo sem ekki við neinu öðru.

Jim hefur sjálfsagt bara legið kyrr!

12. ágú. 2004

Dagurinn í dag.

Vaknaði frekar seint í dag. Böðlaðist í ræktina. Hef verið að koma mér í gang þar aftur eftir smá hlé sökum anna. Allt á réttri leið.
Svo er að koma sér upp æfinga rútínu á bassann. Tók smá skorpu í dag með því að spila með og pikka upp "Black Market" (Weather Report) bassalínuna . Tja eða basslínuna .. ég var nú eiginlega bara að setja blá intróið í smásjá með Transcribe!, og gott ef það er ekki bara Zawinul að riffa. Anywho gott groove og flott stuff sem gaman er að spila.

Fingur mínir eru enn ansi ljótir eftir túrinn og törnina í kringum hann.




Veit ekki afhverju mér dettur ET í hug!?!

Svo er pælingin að kíkja á Doors tribute á Gauk á Stöng í kvöld!

10. ágú. 2004

Sá soldið eftir því að hafa ekki farið á Metallica....

....en komst fljótt yfir það...!


En sniðugir kallar, góð þjónusta fyrir aðdáendur.. allir græða !!

Will the heat record be broken today?? ... We officially have a "heatwave" in Iceland.

Já það er heit á lötum í dag og öllum hinum. Hiti í 28,3 gráður í Árnesi við Þjórsá í dag. Farið að ylja undir hitametinu (pun intended).

Gönguferð á Hestfjall í Andakíl.

Farið var í hina árlegu gönguferð systkina föður míns um seinustu helgi. Hópurinn (15-20 manns) tók stefnuna á hið 221 metra háa Hestfjall í Andakíl. Tiltölulega greiðfær gönguleið sem hentar öllum. Fátt bar til tíðinda á fjallinu. Útsýnið var gott og verðið líka. Svo fórum við í Skorradalinn og átum nestið okkar. Að því loknu var ákveðið að keyra aðeins inn dalinn, sem er ekki í frásögur færandi. En svo var annað hvort að snúa til baka eða fara hringinn í kringum vatnið. Þeir sem voru á fólksbílum sneru við, en jepparnir héldu áfram. Til að gera langa sögu stutta, þá var þessi áætlaða stutta leið mjög löng. Vegurinn var hreinlega ansi ógreiðfær. Mjög grýttur slóði á köflum og drullupyttir sem þurfti að krækja fyrir til að festast ekki í þeim. En þetta hafðist á endanum. Tók hópinn u.þ.b. 3 tíma að fara þessar torfærur. Það má með sanni segja að jeppa eign ættingja minna hafi hér með verið réttlætt. Svo fórum við heim til Dóra föðurbróður og grilluðum. Langur og góður dagur með smá torfæru ævintýri.

9. ágú. 2004

Recipes anyone?

Uppskriftavefurinn GEIMSKONSUR hefur litið dagsins ljós.. ú je .. happy cooking!

long time no blog...

Nú síðan ég bloggaði seinast hefur tími minn að mestu verið tileinkaður túr kvintettsins um landið og ferðalögum þeim sem fylgdu óhjákvæmileg. Við tókum reyndar smá skorpu eftir Húsavíkur giggið og kíktum t.a.m. í Ásbyrgi, á Dettifoss og Námaskarð. Einnig fórum við í hvalaskoðun, sem var athyglisvert, því ég upplifði mína fyrstu sjóveiki. Súrt. Svo eyddum við einum og hálfum degi við (prufu) upptökur á nokkrum lögum. Mæting á tónleikana var dræm úti á landi en ágæt hér í Reykjavík. En þetta var mjög gaman allt saman, frá A-Ö.

24. júl. 2004

Lyckliga vinnare i Nordic Jazz Comets !!!

Ég er alveg full viss um að félagar mínir í Autoreverse stóðu sig með prýði á "Nordic Jazz Comets 2004". Það voru hins vegar finnsku gellurnar og gæjarnir í Kvalda sem báru sigur úr býtum. Ég óska hlutaðeigandi velfarnaðar!



Kvalda:
Aili Ikonen - vocals
Antti Kujanpää-piano
Jori Huhtala-bass
Hanne Pulli-drims

Quintet Sigurdórs Guðmundssonar rafbassaleikara, mun gera víðreist um landið á næstu dögum.

Hljómsveitin spilar á eftirtöldum stöðum:

Miðvikudaginn 28 júlí: Duus Hús/Menningarhús, í Reykjanesbæ, kl. 21:00

Fimmtudaginn 29 júlí: Græni Hatturinn, á Akureyri, kl. 21:00

Föstudaginn 30 júlí: Gamli Baukur, á Húsavík, kl. 22:00

Þriðjudagur 3 ágúst: Grand Rokk, Smiðjustíg 6, 101 Reykjavík, kl. 21:30

Aðgangseyrir á tónleikana er 1000 kr.

Hljómsveitin varð til í Árósum í Danmörku síðastliðinn vetur, en þar stundaði Sigurdór nám við “Det Jyske Musikkonservatorium”, sem skiptinemi frá Tónlistarskóla F.Í.H.

Hljómsveitina skipa:

Sigurdór Guðmundsson: rafbassi
Sigurður Þór Rögnvaldsson: rafgítar
Søren Mehlsen: trommur
Hans Christian Erbs: trompet
Morten Bruun: tenor saxafónn

Morten og Søren eru meðlimir í Paven tríóinu sem vann “Ung Jazz 2003” í Danmörku og gerði garðinn frægan á "Young Nordic Jazz Comets” síðar sama ár.

Hans Cristian er fjölhæfur trompetleikari og leikur með nokkrum stórsveitum sem og smærri jazz, funk og popp böndum.

Sigurður og Sigurdór útskrifuðust báðir úr Tónlistarskóla F.Í.H. síðast liðið vor. Þeir hafa komið víða við. Sigurður spilar t.d.með Black Coffee og er nýkominn heim frá “Young Nordic Jazz Comets 2004” þar sem hann spilaði með “Autoreverse”. Sigurdór og Sigurður léku einnig með “Angurgapa” á “Ung Jazz Reykjavík” í mars síðastliðnum.

Tónlist Quintetsins er frumsamin af meðlimum bandsins á seinustu misserum og jafnvel seinustu dögum.

Vonumst til að sjá sem flesta!

Nánari upplýsingar um bandið má finna hér!!!.


Hans Christan Erbs


Paven


Angurgapi



Steik!!

HAHA!

19. júl. 2004

Við haug Skallagríms Kveldúlfssonar.



Hér stend ég við haug, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-afa míns. Blessuð sé minning hans!

Vegir liggja til allra átta .. right??

Gott að kíkja á þetta áður en maður gerir ferðaáætlanir.

Fór á Hafnarfjallið á laugardaginn.. er enn með harðsperrur!

Við skelltum okkur í smá fjallgöngu á laugardaginn. Markmiðið var að komast alla 844 metrana á topp Hafnarfjalls (Mt. Hafnarfjall). .
Lítur svo sem ekki illa út.

Það sem gerir þessa göngu erfiða er nokkuð laus möl/grjót á köflum og svo er þetta soldið bratt á köflum.



Uppgangan tók u.þ.b. 1 klst og 40 mín. með smá öndunar og útlits pásum.



En svo hafðist þetta allt á endanum og allir voru hressir á toppnum.



Niðurleiðin tekur sirka helmingi styttri tíma og á meira skylt við stórsvig heldur en göngu. En það sluppu allir lifandi. Hundurinn var samt ansi sárfættur og ég var smá sólbrenndur í fram. Stuð!!!

MORE NEW PICS HERE


Í gærkveldi skutlaði ég Sice til Hóla í Hjaltadal, þar sem hún verður næstu 4 vikur að skola drullu af beinum og drasli. Það verður opið "hús" hjá Hólarannsóknin næsta sunnudag... kannski maður kíki í heimsókn!

17. júl. 2004

Svarta kaffið.



Við Sice kíktum á tónleika Röggu Gröndal og Black Coffey á Búðarkletti í gærkveldi. Einhverstaðar sáum við auglyst að þeir byrjuðu kl. 20:00, sem kom svo á daginn að stóðst engan vegin, enda nokkuð súr tímasetning hjá Fréttablaðinu. Tónleikarnir hófust upp úr kl. 22:30 og var mætingin ágæt og bandið mjög gott.

15. júl. 2004

Was'appenin'man?

Nú það er helst í fréttum að Sice er komin til landsins. Hún fer að Hólum sennilega næsta mánudag. Tíminn þangað til verður notaður í heimsóknir og ferðalög. Annars er það bara vinnan, en hlustunarverkefnið klárast á morgun, a.m.k. skráningar hlutinn. Einhver eftirvinnsla er líkleg.

Ég veit ekki betur en að Ragga Gröndal og Svarta Kaffið sé að spila á Búðarkletti í Borgarnesi á föstudagskvöldið (16. júlí). Þannig að við skötuhjúin kíkjum örugglega þangað.

Nemlig!!

Sigurdór Guðmundsson Quintet - Iceland tour 2004

Smá kynnigu á félögum mínum og þessu verkefni má finna hérna.

11. júl. 2004

Ég og Arnar Freyr í feitu chilli!

Þegar ég var í Århus þá ræddum við Jesper Sörensen möguleikann á því að fara í fjallaferð í sumar. Ég minntist þess að afi hefði átt litla rútu sem komst ýmislegt. En svona lítur hún út í dag.

Skóga jazz undir fjöllum og fleiri tengingar.

Laugardagurinn fór í ferða- og jazzlög .. í tvennum skilningi. Kíkti austur að Skógum undir Eyjafjöllum til að tékka á jazz stemmingunni sem þar var í gangi. Við komum inn í miðja tónleika í Byggðasafninu á Skógum, til minningar um Viðar Alfreðsson, þar sem Snorri Sigurðarson var fremstur meðal jafningja. Borðleysi gerði það að verkum að við stöldruðum stutt við og héldum í Vík í Mýrdal, þar sem afi minn og amma eru sér til hressingar, annars búa þau öllu jöfnu á Eyvindarhólum.

Ekki annað hægt en að það sé mynd af gamla á netinu.

Um kl. 21:00 fórum við aftur að Skógum og nú í stórt tjald sem var búið að planta fyrir utan Hótel Skóga. Þar voru að hefjast rúmlega 3 tíma jazztónleikar þar sem eftir taldir létu gamminn geisa:

Andrea Gylfadóttir – söngur
Kristjana Stefánsdóttir – söngur
Sigurður Flosason – saxófónn
Jóel Pálsson – saxófónn
Snorri Sigurðarson – trompet
Þórir Baldursson – Hammond orgel
Guðmundur Pétursson – gítar
Gunnar Hrafnsson – kontrabassi
Erik Qvick – trommur
Pétur Grétarsson – trommur og slagverk.

Þetta var bara hin prýðilegasta skemmtun. Gott framtak.

Nú svo þekkti maður eða kannaðist við haug af fólki. Sá fyrrum vert úr Munaðarnesi, hann Magnús. En ég vann nokkur sumur við viðhald sumarhúsana og umhverfis í Munaðarnesi þegar ég var 15-18 ára. Svo var þarna stelpa sem ég man ekki hvað heitir, en hún spilaði á sax í stórsveit FÍH. Nú svo kannaðist mamma við þrjá menn, sem ég hélt til að byrja með að væri sami maðurinn, en þar fóru tvíburar og bróðir þeirra. Pabbi þeirra kenndi mömmu í Skógaskóla hér á árum áður. Einn þeirra bræðra, Guðni Sigurðsson, er svo tengdafaðir Jóels Pálssonar, faðir Bergþóru Guðnadóttur sem sagt. Svo sá ég Erlu frænku, sá reyndar dóttur hennar, Guðrúnu Ástu áður. Svo var saxafón ungliðinn og frændi minn Aron Steinn Ásbjarnarson og systir hans, Anna Margrét á svæðinu. Sem sagt almennur hressleiki og fullt af kunnuglegum andlitum, svo ekki sé meira sagt.

Við keyrðum svo heim um nóttina og sáum þetta og svo eftir að það var búið að skila mér til míns heima óku þau (mamma og Ásmundur bróðir) framhjá þessu!

9. júl. 2004

hot day !

... and it's gonna be a hot day in Iceland today ... 25°C ... Nice!

You Turn

Jæja þá!! kominn "linkur" á kantinn af laginu mínu "You Turn"

Spilað af þeim:
Agnar Már Magnússon: hljómborð/rhodes
Ingvi Rafn Ingvason: slagverk
Ívar Guðmundsson: trompet
Jóhann Óskar Hjörleifsson: trommur
Sigurdór Guðmundsson: rafbassi
Sigurður Þór Rögnvaldsson: rafgítar
Steinar Sigurðarson: tenor sax

Njótið!

8. júl. 2004

Music in the Brain.

.... Investigator: Peter Vuust.

"Music is experienced and understood on the basis of the meter. This could be exemplified by listening to a simple song starting on the "wrong" beat of the bar. In contemporary styles of music polymetric structures create tension between a counter pulse and the main pulse comparable to the tension created by bitonality. This exerts a marked influence on the listener, particularly when the experience of the original meter is maintained during the counter pulse. That is a demanding task, but it is an essential requirement for the understanding of the musical structure."

Magnaðar pælingar hjá fyrrum bassakennara mínum við DJM, sem stundar heilarannsóknir í hjáverkum.

Aarhus International Jazz Festival

"From Al Jarreau, Milton Nascimento and Ed Thigpen via Chris Potter, Yellowjackets, Ladysmith Black Mambazo and Chacón / Marcussen Quintet feat. Billy Hart to Tortoise and Electronic Jazzjuice.
From Swing and New Orleans via be- and hardbop plus freejazz to the new electronic trends.
From the listening in the Concart Halls via Big Band-Ball to the tents with the possibility for sing-a-long and a dance....
Yes, time is up for yet another Jazz Festival i Aarhus."


Hmm væri nú alveg til í að sjá Yellowjackets.

Svo verða Paven, Järv, Peter Vuust/Mads Bærentzen Duo, Funky Butt feat. Gregory Boyd , Dave O’Higgins and His Danish Nuts, Chris Potter Group.... svo fátt eitt sé nefnt og flestum sem ég þekki sé plöggað ... en það verður að segjast að þessi jazzhátíð tekur ónefnda jazzhátíð í *******ið...!!!

Góðar Stundir!

7. júl. 2004

Here is the "rough" plan of the ********** Iceland tour!

Plan:

• Monday 26 july. Arrival 14:15. Meeting and Rehearsal, 18:00.
• Tuesday 27 july. Rehearsal, 12:00
• Wednesday 28 july. Rehearsal 12:00 - 15:00/16:00, Blue Lagoon 17:00. Gig in Duus House in Keflavík 21:00
• Thursday 29 july. Going from Reykjavík around 14:00 drive to Akureyri, gig at Græni Hatturinn (The Green Hat), 21:00. Sleeping in Húsavík
• Friday 30 july. Whale watching 10:00-13:30, (14:00) “sightseeing” Námaskarð (geyser area, “looks like the moon..!!”), gig at Café Nielsen in Egilsstaðir (21:00/22:00).
• Saturday 31. july. Chill and fun in Neskaupsstaður (where Siggi is playing) festival.
• Sunday 1. august. (12:00) Drive to Reykjavík. (possible sight seeing on the way, waterfalls etc...)
• Monday 2. august. Recording session (FÍH) (13:00)
• Tuesday 3. august Gig at Grand Rokk in Reykjavík (21:30)
• Wednesday 4. ágúst Go home!

Image Is Nothing

Sice kemur í næstu viku...

..og fer að Hólum í Hjaltadal skömmu síðar!


Um 15 þúsund gripir fundnir við fornleifarannsóknir á Hólum í Hjaltadal



Fornleifauppgröftur við Hóla í Hjaltadal hófst að nýju fyrir nokkrum dögum en þetta er þriðja sumarið sem grafið er á þessum gamla biskupsstóli. Við uppgröftinn hefur m.a. fundist prentsmiðja frá 17. öld og hús frá upphafsárum biskupsstólsins, þ.e. frá því snemma á 12. öld. Yfir 15 þúsund gripir af ýmsum toga hafa komið í ljós við rannsóknina.
Í júní hefur hópur fornleifafræðinga og nema verið við störf á staðnum, en þá fór fram vettvangsskóli fyrir nema í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Fengu nemendurnir að taka þátt í uppgreftinum, kynnast aðferðum og störfum fornleifafræðinga á vettvangi sem og að hlýða á fyrirlestra. Fimmtán nemar voru í vettvangsskólanum í ár og nokkrir þeirra munu starfa áfram við rannsóknina á Hólum í sumar auk 33 sérfræðinga á ýmsum sviðum frá fjölmörgum löndum, t.d. Grikklandi og Úkraínu. Munu þeir einnig starfa við uppgröft við Kolkuós en að rannsóknunum standa þrjár meginstofnanir, Þjóðminjasafn Íslands, Byggðasafn Skagfirðinga og Hólaskóli.

Svæðið stækkað

Í sumar verður sjónum í rannsókninni á Hólum einna helst beint að elsta húsinu sem fundist hefur á staðnum, frá þeim tíma sem biskupsstóllinn var settur, árið 1106, að sögn Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings sem stýrir rannsókninni. Húsið fannst árið 2002 og er ekki að fullu vitað um hvers konar hús er að ræða. "Þá komum við niður á sjálft eldstæðið sem er einhvers konar langeldur og við gátum aldursgreint að það sé frá 12. öld," segir Ragnheiður um fundinn.

Þá hefur fundist prentsmiðja á svæðinu sem er frá 17. öld. "Við ætlum í sumar að stækka svæðið í kringum prentsmiðjuna. Það eiga fleiri hús að hafa tilheyrt henni og við ætlum að reyna að sjá hvort þau koma ekki í ljós og fá þar með meiri skilning á því hvernig prentverk hefur farið fram fyrr á tímum." Ragnheiður segir að vonir standi til að hægt verði að komast að leifum fyrstu prentsmiðjunnar, sem reist var um 1530 á Hólum.

Auk sjálfs fornleifauppgraftarins fer fram heilmikil greiningarvinna á staðnum sem unnin er af ýmsum sérfræðingum, t.d. plöntusérfræðingi og dönskum sérfræðingum í beinagreiningum, á stórri rannsóknarstofu sem er nú á Hólum. Öll gögn um muni og annað sem í ljós kemur í rannsókninni eru samstundis sett inn í tölvuforrit sem auðveldar alla greiningu til muna.

Þá verður haldin ráðstefna á Hólum 7. ágúst nk. um Hólarannsóknina sem og hugsanlega aðrar fornleifarannsóknir sem nú standa yfir með styrkjum frá Kristnihátíðarsjóði.

Almenningur fær að fylgjast með

Nýsköpunarverkefni sem miðast að því að gera fornleifarannsóknir aðgengilegar fyrir börn á aldrinum 4-12 ára hefur verið unnið samhliða rannsókninni. Út er komin verkefnabók og litabók og verður efni tengt verkefninu innan skamms sett á Netið þar sem einnig er hægt að fylgjast með gangi rannsóknarinnar á Hólum í sumar.

25. júlí verður fornleifadagur á Hólum, þar sem almenningur getur komið og kynnt sér rannsóknina og fengið að taka þátt í henni. "Börnin fá að sigta og skoða rannsóknarstofuna," segir Ragnheiður. Þá er alla fimmtudaga og laugardaga kynning á Hólarannsókninni fyrir almenning og leiðsögn er hægt að fá um staðinn alla daga vikunnar.

Myndir frá vettvangsskólanum

3. júl. 2004

*geisp*

LAAAAANGT síðan maður hefur sofnað um miðnætur bil á föstudegi. Er ég orðin svona mikill haugur?? Eða bara 5-6 tíma svefn og ræktin 4 sinnum í þessari viku!! Kannski...! Þurfti amk að vakna snemma í dag. Tók báðar vaktirnar í hlustuninni í FÍH, 09:00-18:00.

Þetta kemur sér gríðarlega vel, nauðsynlegt að teygja!!! ...og teygja!!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker