19. ágú. 2004

Fredrik Norén

Skellti mér á Fredrik Norén Band á Hótel Borg um daginn.
Kvintetinn skipa:

Peter Fredman á altó sax
Nils Janson trompet
Martin Höper bassa
Jonas Östholm á píanó
Fredrik Norén á trommur.

Félagarnir spiluðu hard bop, með smá nýlegheitum og skandínavisma inn á milli, en hard bop var þetta. Fínir spilarar allir. Alltof lítið heyrðist í bassa og píanói. Fredrik er einnig nánast laus við alla dýnamík. Það var bara sama blastið allt kvöldið. Ágætir tónleikar, en ég bjóst samt við meiru. Þetta var ekkert að kveikja neitt voðalega í manni.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker