27. ágú. 2004

Jamm og jamm og jú.

Fór í stuttan verslunar leiðangur í Kringluna. Keypti bol, peysu og Kill Bill 2 á DVD.

Var svo að eins að rifja upp lögin þeirra Hjálma manna. Hljómsveitin Hjálmar mun spila í Popplandi Rásar 2 í dag föstudag og á Grand Rokk um kvöldið. Ég býst við góðri stemmingu líkt og áður á Hjálma samkomu.

Svo var Kill Bill maraþon hjá Söndru. Ég kom í seinni hálfleik til að sjá þá síðari. Flott ræma líkt og sú fyrri þó ólík sé. Það virðist vera galli í DVD diskunum með Kill Bill myndinni frá Skífunni. Vantar hreinlega bara nokkrar mínútur í myndina, um miðbik hennar. Flestir í hópnum höfðu séð hana í bíó og tóku eftir þessu. Maður hefði aldrei fattað þetta sjálfur, hafandi ekki séð hana áður. Við vorum með tvo diska og báðir hrjáðir af sama galla. Minn er þó enn óopnaður.

Hvernig væri að chilla við smá reggí t.d. Burning and Looting - Bob Marley.mp3

og ... Kinky reggae - Bob Marley.mp3

og að sjálfsögðu James Brown slagari til að koma öllum í stuð .. ú je!!
Soul Power.mp3

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker