25. ágú. 2004

Menningarnótt í Reykjavík 2004

Best að pára eitthvað niður um hvað maður brasaði á Menningarnótt á laugardaginn var. Það fyrsta sem ég gerði var að koma mér niður á Grand Rokk til að æfa með eðal bandinu Hjálmar. Við renndum í gegnum dagskránna og stilltum svo upp fyrir utan Grand Rokk þar sem við spiluðum í grillveislu. Stuð og stemming góð.

Meira að segja foreldrar mínir og bróðir kíktu á okkur.

Við hjúin fórum síðan á Grænan Kost og mettum okkur. Snilld að venju! Síðan röltum við niðrí bæ til að skoða okkur um. Fengum okkur kaffi á Kaffitár. Horfðum á Jagúar grúfa af sér rassgatið að venju. Síðan var þörf á orku fyllingu. Hressingarskálinn var innan seilingar, þar biðum við í 20 mínútur til að geta pantað okkur Swiss Mokka og Kakó, bara til að láta staffið segja okkur að það væri búið loka vélinni. CRAP! Ekki var skárra á Kaffi París. Okkur tókst þó að lokum að fá það sem við vildum á Kaffibrennslunni, en samt eftir að þjónustustúlkan hafði spurt okkur tvisvar. Steikt!

Síðan þeystum við niður á hafnarbakka og sáum Egó spila slagarana sína. Stuð.

OG flugeldasýningin.

Svo komum við okkur upp á Grand Rokk þar sem ég spilaði með reggí gaurunum í Hjálmum. Kofinn var nokkuð pakkaður, stemmingin góð, bandið gott, mikill sviti og gleði.

Ekki slæmt.
Svo var pakkað saman og farið heim að sofa.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker