
Fórum á tónleika með Tríóið Ómars Guðjónssonar í gærkveldi.
Auk Ómars gítarleikara voru þeir Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Þorvaldur Þór Þorvaldsson á trommur. Tríóið var að mestu leyti að spila velkunnuga húsganga. Eitt lag eftir Ómar og annað eftir Jón Múla flaut með. Nálgun þeirra á standardana var mjög skemmtileg og oftar en ekki kom Kurt Rosenwinkel í hugann. Einnig var gaman að sjá Togga og Dodda spila. Hef ekki séð þá í nokkurn tíma, sérstaklega þykir mér Þorgrímur hafa vaxið sem spilari, og þeir allir svo sem. Nokkuð var um latin áhrif og auðheyrt að Toggi hefur verið að tékka á clave pakkanum, reyndar aðalega í nokkrum laglínum sem það var hvað skýrast!
Nice job guys!! ;)
