
Fór á Þingvelli um seinust helgi. Langt síðan maður hefur kíkt þangað. Þurfti að sýna útlendingnum (sem er reyndar komin með íslenska kennitölu og bankareikning!!!) Fengum okkur rándýra súkkulaðiköku á Hótel Valhöll og gengum út um allt. Gerðum heiðarlega tilraun til að hitta fólk í útilegu og grilla með því. Nánar um það hér og hér og hér.

Svo er Tónlistarskólinn í Reykjanesbæ að hefja vetrarstarf sitt. Þannig að maður hefur verið að sitja fundi og fyrirlestra. Fór t.d á fyrirlestur um líkamsbeitingu hljóðfæraleikara og söngvara. Athyglisvert. Gunnhildur Ottósdóttir hjá MT-Stöðinni sagði okkur frá ýmsu í þeim efnum. Hún er mér nú ekki ókunnug þar sem ég, sem og margir FÍH meðlimir, hef leitað til hennar til að fá unnið á mínum vandamálum.
Nú Menningarnótt Reykjavíkur nálgast sem óð fluga væri. Ég fékk neyðarkall fyrr í dag. Reggí bandið Hjálmar vantar bassalega aðstoð á laugardaginn. Kíkti á æfingu með þeim í dag. Gekk fínt barasta held ég. Önnur æfing á morgun. Ég hef verið n.k. "closet reggí fan" í mörg ár...!
Hjálmar verða að spila á Grand Rokk á Menningarnótt. Tjekk it out.
Finnst ykkur ekki bensínverðið orðið rugl. Þetta hlýtur að klárast því að... "Only So Much Oil In The Ground" - Tower Of Power - Urban Renewal (1974) MP3
Funky shit.. Rocco Prestia að brilla á bassann!