10. ágú. 2004

Gönguferð á Hestfjall í Andakíl.

Farið var í hina árlegu gönguferð systkina föður míns um seinustu helgi. Hópurinn (15-20 manns) tók stefnuna á hið 221 metra háa Hestfjall í Andakíl. Tiltölulega greiðfær gönguleið sem hentar öllum. Fátt bar til tíðinda á fjallinu. Útsýnið var gott og verðið líka. Svo fórum við í Skorradalinn og átum nestið okkar. Að því loknu var ákveðið að keyra aðeins inn dalinn, sem er ekki í frásögur færandi. En svo var annað hvort að snúa til baka eða fara hringinn í kringum vatnið. Þeir sem voru á fólksbílum sneru við, en jepparnir héldu áfram. Til að gera langa sögu stutta, þá var þessi áætlaða stutta leið mjög löng. Vegurinn var hreinlega ansi ógreiðfær. Mjög grýttur slóði á köflum og drullupyttir sem þurfti að krækja fyrir til að festast ekki í þeim. En þetta hafðist á endanum. Tók hópinn u.þ.b. 3 tíma að fara þessar torfærur. Það má með sanni segja að jeppa eign ættingja minna hafi hér með verið réttlætt. Svo fórum við heim til Dóra föðurbróður og grilluðum. Langur og góður dagur með smá torfæru ævintýri.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker