11. júl. 2004

Skóga jazz undir fjöllum og fleiri tengingar.

Laugardagurinn fór í ferða- og jazzlög .. í tvennum skilningi. Kíkti austur að Skógum undir Eyjafjöllum til að tékka á jazz stemmingunni sem þar var í gangi. Við komum inn í miðja tónleika í Byggðasafninu á Skógum, til minningar um Viðar Alfreðsson, þar sem Snorri Sigurðarson var fremstur meðal jafningja. Borðleysi gerði það að verkum að við stöldruðum stutt við og héldum í Vík í Mýrdal, þar sem afi minn og amma eru sér til hressingar, annars búa þau öllu jöfnu á Eyvindarhólum.

Ekki annað hægt en að það sé mynd af gamla á netinu.

Um kl. 21:00 fórum við aftur að Skógum og nú í stórt tjald sem var búið að planta fyrir utan Hótel Skóga. Þar voru að hefjast rúmlega 3 tíma jazztónleikar þar sem eftir taldir létu gamminn geisa:

Andrea Gylfadóttir – söngur
Kristjana Stefánsdóttir – söngur
Sigurður Flosason – saxófónn
Jóel Pálsson – saxófónn
Snorri Sigurðarson – trompet
Þórir Baldursson – Hammond orgel
Guðmundur Pétursson – gítar
Gunnar Hrafnsson – kontrabassi
Erik Qvick – trommur
Pétur Grétarsson – trommur og slagverk.

Þetta var bara hin prýðilegasta skemmtun. Gott framtak.

Nú svo þekkti maður eða kannaðist við haug af fólki. Sá fyrrum vert úr Munaðarnesi, hann Magnús. En ég vann nokkur sumur við viðhald sumarhúsana og umhverfis í Munaðarnesi þegar ég var 15-18 ára. Svo var þarna stelpa sem ég man ekki hvað heitir, en hún spilaði á sax í stórsveit FÍH. Nú svo kannaðist mamma við þrjá menn, sem ég hélt til að byrja með að væri sami maðurinn, en þar fóru tvíburar og bróðir þeirra. Pabbi þeirra kenndi mömmu í Skógaskóla hér á árum áður. Einn þeirra bræðra, Guðni Sigurðsson, er svo tengdafaðir Jóels Pálssonar, faðir Bergþóru Guðnadóttur sem sagt. Svo sá ég Erlu frænku, sá reyndar dóttur hennar, Guðrúnu Ástu áður. Svo var saxafón ungliðinn og frændi minn Aron Steinn Ásbjarnarson og systir hans, Anna Margrét á svæðinu. Sem sagt almennur hressleiki og fullt af kunnuglegum andlitum, svo ekki sé meira sagt.

Við keyrðum svo heim um nóttina og sáum þetta og svo eftir að það var búið að skila mér til míns heima óku þau (mamma og Ásmundur bróðir) framhjá þessu!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker