24. júl. 2004

Quintet Sigurdórs Guðmundssonar rafbassaleikara, mun gera víðreist um landið á næstu dögum.

Hljómsveitin spilar á eftirtöldum stöðum:

Miðvikudaginn 28 júlí: Duus Hús/Menningarhús, í Reykjanesbæ, kl. 21:00

Fimmtudaginn 29 júlí: Græni Hatturinn, á Akureyri, kl. 21:00

Föstudaginn 30 júlí: Gamli Baukur, á Húsavík, kl. 22:00

Þriðjudagur 3 ágúst: Grand Rokk, Smiðjustíg 6, 101 Reykjavík, kl. 21:30

Aðgangseyrir á tónleikana er 1000 kr.

Hljómsveitin varð til í Árósum í Danmörku síðastliðinn vetur, en þar stundaði Sigurdór nám við “Det Jyske Musikkonservatorium”, sem skiptinemi frá Tónlistarskóla F.Í.H.

Hljómsveitina skipa:

Sigurdór Guðmundsson: rafbassi
Sigurður Þór Rögnvaldsson: rafgítar
Søren Mehlsen: trommur
Hans Christian Erbs: trompet
Morten Bruun: tenor saxafónn

Morten og Søren eru meðlimir í Paven tríóinu sem vann “Ung Jazz 2003” í Danmörku og gerði garðinn frægan á "Young Nordic Jazz Comets” síðar sama ár.

Hans Cristian er fjölhæfur trompetleikari og leikur með nokkrum stórsveitum sem og smærri jazz, funk og popp böndum.

Sigurður og Sigurdór útskrifuðust báðir úr Tónlistarskóla F.Í.H. síðast liðið vor. Þeir hafa komið víða við. Sigurður spilar t.d.með Black Coffee og er nýkominn heim frá “Young Nordic Jazz Comets 2004” þar sem hann spilaði með “Autoreverse”. Sigurdór og Sigurður léku einnig með “Angurgapa” á “Ung Jazz Reykjavík” í mars síðastliðnum.

Tónlist Quintetsins er frumsamin af meðlimum bandsins á seinustu misserum og jafnvel seinustu dögum.

Vonumst til að sjá sem flesta!

Nánari upplýsingar um bandið má finna hér!!!.


Hans Christan Erbs


Paven


AngurgapiBloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker