
Lítur svo sem ekki illa út.
Það sem gerir þessa göngu erfiða er nokkuð laus möl/grjót á köflum og svo er þetta soldið bratt á köflum.

Uppgangan tók u.þ.b. 1 klst og 40 mín. með smá öndunar og útlits pásum.

En svo hafðist þetta allt á endanum og allir voru hressir á toppnum.

Niðurleiðin tekur sirka helmingi styttri tíma og á meira skylt við stórsvig heldur en göngu. En það sluppu allir lifandi. Hundurinn var samt ansi sárfættur og ég var smá sólbrenndur í fram. Stuð!!!
MORE NEW PICS HERE
Í gærkveldi skutlaði ég Sice til Hóla í Hjaltadal, þar sem hún verður næstu 4 vikur að skola drullu af beinum og drasli. Það verður opið "hús" hjá Hólarannsóknin næsta sunnudag... kannski maður kíki í heimsókn!
