13. jún. 2004

Einar með Egó.

Minni gamli vinur og félagi úr Borgarnesi, Einar Þór Jóhannesson (Draumalandið, Mr. Moon, Dúndurfréttir og Buff) mun gera garðinn frægan með Egó í sumar. Allir á Egó trip.


Egó anno 2004: Jakob Magnússon, Hrafn Thoroddsen, Bubbi Morthens, Magnús Stefánsson og Einar Þór Jóhannsson. Þessi nýja liðsskipan mun leika á tónleikum í sumar og haust og jafnvel keyra í plötu.

Rock 'n' roll.....!

11. jún. 2004

Congrats. Pastorius family!


Börn Jaco tóku við verðlaununum.

Florida deild Grammy (The Florida Chapter of the Recording Academy®) heiðraði Jaco Pastorius (ásamt öðrum) á dögunum (6.6. 2004)með s.k. "Heros Awards".

Besta mál.

Headaches and other aches...!

Var að koma af hljóðprufu/æfingu með kombóinu + Dúddu. Þetta verður sæmilega fínt.. svo er bara að vona að fólk sýni sig og sjái aðra.

Speking of.. þá er Ray Charles hættur að sýna sig... hann hefur ekki séð aðra síðan hann var 6 ára og sér engan úr þessu þar sem hann lést í gær. Megi hann chilla í ró!

10. jún. 2004

Ég bíð Leif Jónsson velkominn á kantinn!

Æfing.

Fór á æfingu í dag með Gunnari Ringsted, Dan Cassidy og Ingva Rafni. Við munum spila á Búðarkletti í Borgarnesi kl. 23:00 á morgunn föstudaginn 11. júní. Easy listening old school jazz og swing, ásamt einhverju öðru. Já og ekki má gleyma þessari dömu sem mun taka lagið með hópnum!! Tilefnið er hin árlega Borgfirðingahátið! .. ... .. hmmm!?!?

9. jún. 2004

kominn heim....

Heill á húfi... kominn með smá vinnu í júní og júlí. Besta mál. Læsti mig úti í dag.. ekki besta mál. Farinn í sund bæ!!!

5. jún. 2004

Alive and well....!

Bara ad lata ykkur vita ad eg er lifandi...! Ferdasagan ma bida thar til ad fingur minir komast i islenskt fingrabord. Annars er thetta buid ad vera mjog athyglisvert allt saman. Hlytt og gott vedur nanast allan timann. Sjaumst fljotlega.

23. maí 2004

All that jazz!

Jæja þá fer að styttast í UK för mína. Það verður chillað í London yfir helgina og svo verður fjölmennt á Ronnie Scotts á mánudagskvöldið til að sjá Dave Weckl Quartet spila fyrir gesti og gangandi. Í quartetnum er t.a.m. bassaleikarinn Tom Kennedy sem ku þykja ansi slingur með gígjuna og verðu gaman að sjá og heyra þá spila.


Jazzclub Ronnie Scotts, location. Posted by Hello


Annars var ég að bæta inn linkum á kantinn. t.a.m. hjá hollenska rafbassaleikaranum Frans Vollink, tékkið endilega á mp3 stuffinu hans svo er hann með ýmsar "transcriptions" líkt og kollegi hans Lucas Pickford.

Svo er stefnan að hafa smá Jaco Pastorius DVD áhorf niðrí FÍH annaðkvöld (mánudaginn 24 maí) kl. 20:00, fyrir áhugasama er einfaldast að mæta á svæðið, eða hafa samband.

Góðar stundir.

Congratulations Siim..!!



Ég óska hinum eistneska saxafónleikar og fyrrum skiptinema í Tónlistarskóla FÍH, Siim Aimla til lukku með útskriftina!

Veðrahamur

Jæja þá er maður búinn að sækja um á Jazzhátíð Reykjavíkur 2004. Sjáum til hvort þetta gengur eftir.

31...!

It's my birthday ... so give me a hug..!

Test Posted by Hello

I'm trying out this new "Blogger Users Can Add Pictures to their Blogs With Picasa's Hello Software "!!!

22. maí 2004

Já já !!

Fór á þetta fína stand up á fimmtudaginn. Minnir að ég hafi ekki farið á stand up síðan á Radíusbræður fyrir svona 10 + árum síðan. Anyways .. skemmtun góð Pablo Fransico fór á kostum. Í gær skellti ég mér á tónleika Jagúar flokksins á NASA. Flutt voru lög eftir Tómas R. Einarsson í útsetningum Samúels J. Samúelssonar. Bandið, sem var skipuð þónokkrum auka mönnum, var dúndur þétt að venju. Stemmingin var svolitla stund að fara að stað, því fólk ÁTTI jú að dansa. Ég sat nú samt á rassgatinu þar til í lokinn þegar ég var hættur að sjá á sviðið sökum iðandi manngrúans á gólfinu...! En það tók semsagt tíma að fá fólk í dans! Eitthvað gerðist þegar Bogomil Funk (áður Font) hóf upp raust sína. Sumt fólk getur ekki dansað nema það sé söngur, og það syngi með !! .. magnaður andskoti..! En þetta var allt mjög vel heppnað og óska ég Samma og félögum til hamingju með vel heppnað verkefni! Það er séns að sjá seinni tónleikana í KVÖLD 22 maí kl. 21:00 á NASA. Mæli með því...!

17. maí 2004

Langur dagur...!

Vaknaði 8:00 spilaði í fjórum stigsprófum fór svo í vinnuna og svo nemendatónleikar.. best að koma sér heim fljótlega ....

Davíð Þór Jónsson með álegg dagsins. Smurostur með súkkulaði kexi.. og yfirvaraskeggi...!!

11. maí 2004

Everyday people..!

Kennsla í gær.. mest svona verið að fara yfir verkefni komandi ársprófa hjá nemendunum mínum, sem verða á fimmtudaginn næsta. Á vikunni eru svo eru slatti af æfingum vegna stigsprófa annara nemenda í FÍH, mér telst til að ég komi að fjórum prófum. Gaman að því. Annars fór ég aftur í ræktinni í dag..! Stemming!

9. maí 2004

Já jæja.. þá er maður búinn að þessu..! Fór svo út að éta á Austur Indía Félagið og svo á Dillon og 22 og heim!

23. apr. 2004

Jæja hvað segist ..?? Maður hefur að mestu haldið sig til hlés seinustu daga.. verið heima að æfa sig og hlusta á músík og "chilla". Fór á æfingu með Söndru sellistagellu í gær fyrir 6. stigsprófið hennar. Stemming. Svo er ég að reyna að gera það upp við mig hvort ég eigi að fara í ræktina .. hmmm!!! decisions decisions decisions !!!
Kannski maður fari á tónleika Blúsbyltunnar í Stúdentakjallaranum í kvöld.. kl 22:00...!
Já og fara í pottana .. nice.. ! hmm!!

21. apr. 2004

Great music..!

I went to see Brian Ritchie (the bassplayer from Violent Femmes) play (on some japanese flutes and rocks) at Grand Rokk last night. There he performed with bassist Skúli Sverrisson, saxist Óskar Guðjónsson and drummer Matthías M.D. Hemstock. Brian started by himself, and after two songs (or so) the rest of the band joined. The music was dreamlike, mantras and ethnic (or something..!). Then they performed two songs from the Skúli and Óskar cd "eftir þögn" ("After Silence"). Man beautiful stuff. And Skúli was great as always. And of course the rest of the band was great to..! But I don't think they rehearsed "too much" for this concert though.

A great concert to cut a long story short. The encore was a John Coltrane number, Living Space.

Now I want to see a full concert with Skúli and Óskar playing the suff from "eftir þögn".

This post was in english for my friends in Århus! ;)


"Eftir Þögn"

Brian Ritchie.

B.R. playing "rock music" on rocks that is..!

Skúli Sverrisson.

Skúli Sverrisson on acoustic bass.

hmm!! Good music man ..!

Skúli.

Matthías M.D. Hemstock.

Brian Ritchie.

20. apr. 2004

"Slash var hetjan". (Viðtal við Sigurð Þór Rögnvaldsson gítarleikar. Úr Mogganum)

Á VORIN útskrifast nemendur tónlistarskóla F.Í.H. með því að halda burtfarartónleika. Þetta er lokahnykkurinn á náminu og sjá nemendur sjálfir um að skipuleggja tónleikana og ákveða efni þeirra, í góðu samráði við skólann.


Morgunblaðið/Golli Sigurður Þór ásamt nokkrum aðstoðarmannanna.


Á VORIN útskrifast nemendur tónlistarskóla F.Í.H. með því að halda burtfarartónleika. Þetta er lokahnykkurinn á náminu og sjá nemendur sjálfir um að skipuleggja tónleikana og ákveða efni þeirra, í góðu samráði við skólann. Oft hafa þessir viðburðir verið hinir athyglisverðustu og sumir meira að segja verið gefnir út á hljómplötu, t.a.m. burfarartónleikar básúnuleikarans og útsetjarans Samúels J. Samúelssonar og rafgítarleikarans Hafdísar Bjarnadóttur (sem plöturnar Legoland og Nú),
Hinn tuttugu og þriggja ára gamli Sigurður Þór Rögnvaldsson útskrifast á þennan hátt í dag, verður fulltíða hljóðfæraleikari með hljómleikum sem hann heldur í sal FÍH, Rauðagerði 27, klukkan 16.00. Sigurður er að útskrifast af djass- og rokkbraut og er aðgangur ókeypis og allir eru velkomnir.

Sigurður ætlar að flytja efni eftir sjálfan sig en einnig verk eftir Kenny Wheeler, Bill Frisell, Kurt Rosenwinkel og Pat Metheny. Með Sigurði spila Ívar Guðmundsson (trompet), Steinar Sigurðarson (tenór sax), Jóhann Ásmundsson (rafbassi), Sigurdór Guðmundsson (rafbassi) Jóhann Hjörleifsson (trommur) og Kristinn Snær Agnarsson (trommur).


Tveir hlutar
Sigurður segir tónleikana verða í tveimur hlutum, fyrst spili hann efni eftir aðra en í síðari hlutanum verði hann með eigið efni. Því lýsir hann sem nokkuð kröftugu, rokkáhrifa gæti ennfremur sem töluvert sé um spuna. Hann segist hafa sneitt fram hjá eldri djasslögum og einbeiti sér að listamönnum sem séu nær okkur í tíma.
Sigurður hóf að læra á gítar ellefu ára gamall. Hann er 23 ára í dag en það var ekki fyrr en hann lauk menntaskólaprófi sem hann fór að einbeita sér algerlega að gítarnáminu. Sigurður starfar í nokkrum hljómsveitum. Hann er í rokksveitinni Kuai og er nú líka hluti af djasssveitinni Angurgapa. Hann hefur einnig spilað talsvert með Ragnheiði Gröndal og er jafnframt kominn í hljómsveitina Black Coffee.

Af djassgítarleikurum hefur hann mestar mætur á áðurnefndum Rosenwinkel, sem er gítarleikari af yngri kynslóðinni.

"Í rokkinu var það hins vegar Slash," segir Sigurður og kímir. "Ég pikkaði upp öll sólóin hans á sínum tíma."

18. apr. 2004

Góður dagur!

Já gærdagurinn var bara vel góður. Eftir prýðilegan nætursvefn (loksins), þá var mæting í sal F.Í.H. kl. 14:00 síðdegis. Sándtékk og loka uppstilling fyrir tónleikana hans Sigga. Nú til að gera langa sögu stutta þá voru tónleikarnir mjög vel heppnaðir í alla staði. Góð mæting og allt eins og það á að vera. Svo er bara að vona að það haldist eitthvað ;) ....!
Eftir tónleika hittist svo 15 manns á Eldsmiðjunni þar sem flatbökur voru snæddar af bestu lyst. Svo var haldið í Stúdentakjallarann þar sem Sigginn var með teiti. Þar var sötraður öl og gripið í hljóðfæri þegar líða tók á nóttina. Mjög gaman og stemming góð!!

Svo voru klikkaðar kökur eftir tónleikana!!

Pakkaður kofi.

Drottning Sandkastalans að jafna sig eftir ferð í Eldsmiðjuna.

Svo er það bara Ívar á morgun sjáumst þar!!

16. apr. 2004

Viðtal við útskriftarnema af Jazz og Rokkbraut F.Í.H. vorið 2004, er birtist í Morgunblaðinu


..........Ívar............Sigurdór..............Siggi.....

Leiðir þeirra félaga lágu saman í Tónlistarskóla FÍH þar sem þeir hafa verið við tónlistarnám undanfarin fimm til sex ár. Þeir eru þessa dagana að undirbúa sig fyrir burtfarartónleika, en allir ljúka þeir burtfararprófi frá djassdeild skólans á næstu dögum. Þrátt fyrir að deila þá ekki sama skóla lengur, eru þeir ekkert hræddir um að tengslin rofni og leiðir skilji því saman mynda þeir djasshljómsveitina Angurgapa, sem flytur einungis frumsamið efni, var í fyrstu tríó, en telst nú vera orðið tvöfalt tríó, þar sem hljómsveitarmeðlimum hefur fjölgað um helming frá stofnun.
Auk þremenninganna, sem nú eru að útskrifast, þeirra Sigurðar Rögnvaldssonar gítarleikara, Sigurdórs Guðmundssonar bassaleikara og Ívars Guðmundssonar trompetleikara, skipa hljómsveitina þeir Kristmundur Guðmundsson trommari, Finnur Ragnarsson básúnuleikari og Egill Antonsson hljómborðsleikari.

"Bandið varð til í skólanum fyrir um tveimur árum og hefur verið að spila á tónleikum í framhaldsskólum og á ýmsum reykmettuðum öldurhúsum. Við erum allir orðnir mjög góðir vinir og eigum örugglega eftir að hittast oft og spila saman, þó ekki væri nema fyrir okkur sjálfa að hittast og hafa gaman af," segir Sigurður Rögnvaldsson, spurður um tilvist hljómsveitarinnar Angurgapa, sem í reynd þýðir annars vegar galgopi og hins vegar forn galdrarún. Burtfarartónleikar Sigurðar verða 17. apríl, Ívars 19. apríl og Sigurdórs 8. maí.


Galopin framtíð
Þegar þeir eru spurðir hvaðan tónlistaráhuginn sé sprottinn, eru svörin af ýmsum toga. "Ætli manni hafi ekki bara verið att út í þetta. Allavega byrjaði ég sex ára gamall í forskóla Tónmenntaskóla Reykjavíkur og er því búinn að vera í þessu í heil fimmtán ár," svarar Ívar. "Það er þó alltaf eilífðarspurning hvað maður ætlar að verða þegar maður verður stór. Ég stefni á verkfræðinám við HÍ í haust, en framhaldsnám í músíkinni er sko alls ekkert útilokað."
Sigurdór segist hafa verið "seinþroska" og farið fyrst í einkatíma fyrir tólf árum , þá 18 ára gamall, sé blokkflautunám í sex ára bekk undanskilið. "Við Sigurður tókum kennaradeildina líka og höfum verið að kenna með, ég við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og hann við Gítarskóla Íslands. Annars er framtíðin mín alveg galopin og engin hernaðaráform í gangi," segir Sigurdór.

"Ég hef verið að læra, bæði skipulega og óskipulega, frá tíu ára aldri, en þá byrjaði ég fyrst að læra á gítar," svarar Sigurður, sem átti sér sjö árum eldri bróður sem spilaði á gítar og var mikil fyrirmynd. "Ég byrjaði hins vegar í tónlistarnámi í FÍH um leið og ég fór í menntaskóla og þegar stúdentsprófinu var lokið, ákvað ég að hella mér af dálitlum krafti út í músíkina. Upphaflega planið var að gefa þessu eitt ár, en eftir að af stað var farið varð ekkert aftur snúið. Ég hef hugsað mér að taka frí frá námi í eitt ár og halda áfram kennslu, en svo stefni ég vonandi á framhaldsnám í tónlistinni í útlöndum eftir það."

Þremenningarnir eru sammála um að líf tónlistarmanna, líkt og lífið almennt, sé hálfgert lotterí, en þeir eru sannfærðir um að möguleikar tónlistarmanna á Íslandi aukist með aukinni menntun. "Hæfileikar einir og sér eru góðir og gildir, en það gerist ekkert án vinnu. Möguleikarnir fara að opnast, hafi menn víðan grunn að byggja á."

Gsm mynd frá Århus.


Jesper að skoða dagskrá Årsfest.

15. apr. 2004

Burtfarartónleikar Ívars Guðmundssonar trompetleikara frá Jazz- og rokkbraut tónlistarskóla F.Í.H.



Mánudaginn 19. apríl nk. kl. 20:30 mun Ívar Guðmundsson þreyta
burtfarartónleikana sína. Á efnisskránni eru auk eigin tónsmíða lög eftir Kenny Wheeler, Freddie Hubbard, Woody Shaw (Viðar Sög), Horace Silver.

Auk Ívars koma fram:

Eyþór Gunnarsson (píanó)
Kristinn Snær Agnarsson (trommur)
Sigurdór Guðmundsson (rafbassi)
Sigurður Þór Rögnvaldsson (rafgítar)
Steinar Sigurðarson (tenór sax)

Tónleikarnir verða haldnir í sal FÍHRauðagerði 27. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir.



Early bird ...

Spes að fara á æfingu kl. 8:00 að morgni.. en best að leggja sig ekki.. önnur kl. 12.

12. apr. 2004

Home again!!

Well .. þá er maður allur að lenda á Íslandinu. Ferðinn gekk bara vel og ekki mikið um það að segja. Páska-rólegheitin að líða undir lok og viðtaka stífar æfinga með burtfaraböndum Sigga Rögg og -Ívars Guð. En það er komið að lokum hjá þessum félugum mínum. Tónleikar Sigga verða laugardaginn 17 apríl og tónleikar Ívars verða mánudaginn 19 apríl. Meira um það síðar.

En best ad "downloada" í rólegheitunum öllum myndunum sem ég tók á símann úti... byrjum á hálfsystir Sice henni. Emilia Hansen. Vesgú!

10. apr. 2004

Confessions of an music addict.

*Hóst*.. Sól og blída hér í Køben.. Skruppum nidrí bæ rétt um ellefu leytid í morgun. Fór eins beint og ég gat nidrá Jazz kælderen. Eyddi nægum aur þar. Fjárfesti t.a.m. í.:
Talking Verve/Groovy (Safndiskur),
Keith Jarrett/Gary Peacock/Paul Motian - At the Deer Hunt In,
Paul Motian - Conception Vessel,
Keith Jarrett - Expectations,
Miles Davis - Filles de Kilimanjaro,
Chris Speed - Deviantics,
Michiel Borstlap - Body Acoustic
Alain Caron/Le Band - Rhythm 'n Jazz,
Keith Jarrett - The Survivors Suite,
Tower of Power - Urban Renewal,
Weather Report - Black Market ( .. yes again...!)
(ef einhvern langar í notad eintak af "Black Market" med Weather Report, skiljid thá eftir nafn og heimilisfang í komments kerfinu..!
IF anyone is interrested in an used copy of Weather Reports "Black Market", please leave name and address in the comment box!)


Ástædan fyrir öllum þessum Keith Jarrett diskum er kannski sú ad ég hef verid ad lesa "Keith Jarrett - The Man and the Music" eftir Ian Carr.

En eftir ad ég kláradi Jazz Kælderen, var ákvedid ad fá sér smá snæding og ad honum loknum stakk Sice upp á því ad vid kíktum á stad sem heitir Jazzcup
(Gothersgade 107 1123 København K). . Jazzcup er bædi (jazz-) geisladiskabúd og kaffihús og þetta sídegid voru einnig jazztónleikar í gangi. Íslandsvinurinn og bassatröllid Lennart Ginman lék med tríói sem í voru ásamt honum, Olivier Antunes og Bob Rockwell. Efnistökin voru jazz standardar og var leikur þeirra félaga sérlega áheyrilegur og ljúfur jafnframt því ad vera fullur af smáatridum fyrir jazz nörda eins og mig til ad brosa út af. Svo er Lennart Ginman bara frábær bassaleikari og ávallt innblástur ad sjá manninn spila (p.s. mig langar í kontrabassa .. ;) ... ) svo er nú þad..!

Ad því loknu fórum vid heim (sturta og rakstur .. fyrir mig þ.e.) og svo fór hersingin (fyrir utan Esben sem er í ródraræfingabúdum) út ad borda á einhvern kínverskan veitingastad. Svo bara heim í kaffi og ís og DVD gláp.

Hyggelig.

9. apr. 2004



Jæja þad var nú sofid fram efir í dag, enda setid og etid, drukkid, spilad, rabbad og allskonar... fram eftir hér á heimili Helle og co. Hálfsystir Helle, hún Signe, var einnig gestkomandi. Svo var madur náttúrulega tekinn í tengdó "GRILL".. (og þá er ég ekki ad meina til ad elda á..!) massa hressandi..!
Nú en eftir ad vid lufsudumst á fætur, þá héldum vid í "down town København", í þessari rjómablídu og næsheitum... digital vél þeirra hjóna var med í för þannig ad.. myndirnar tala sínu máli...!.
Svo var þegar vid komum heim um kl. 19:00 þá var snæddur spæsí thai(ish) matur... og svo gláptum vid á The Last Samurai (eda hvad hún hét).

En á morgun er þad trip í Jazz Kælderen, ellegar má ég hundur heita. Svo var eitthvad verid ad nefna út ad borda og jazztónleika..

Hmm!?!

Sjáum til og sjáumst...!

UNGDJASS 2004 eftir Venna Linn

Þriðjudaginn 6. apríl, 2004 - Fólk í fréttum

DJASS - Hljómleikar

UNGDJASS 2004

Föstudagskvöldið 26. mars 2004 á Hótel Borg. Fram komu íslensku sveitirnar Angurgapar og HOD og danska tríóið Refleks. Laugardagskvöldið 27. mars 2004 á Hótel Borg. Fram komu norska sveitin Jogujo circit, íslenska sveitin B3 og samnorræna sveitin Rodent.


ÞAÐ var mikið djassað í Reykjavík um helgina (26-28 mars 2004. (innsk. SG)) og Ungdjass 2004 þar í fararbroddi. Maðurinn á bak við þessa tveggja daga djasshátíð er saxófón- og klarínettuleikarinn Haukur Gröndal, sem hefur búið í Danmörku undanfarin ár. Honum tókst að afla fjármagns til að flytja hingað fjölda norrænna ungdjassista og bauð upp á tveggja daga hátíð um síðustu helgi á Hótel Borg þar sem sex hljómsveitir komu fram. Þrjár alíslenskar utan að í einni lék Erik Qvick hinn sænski sem hér býr, ein dönsk, önnur norsk og sú er Haukur stýrði sjálfur, Rodent, samnorræn. Það þarf ekki að kvíða framtíð djassins á Íslandi þegar slíkir orkuboltar og skipuleggjendur koma úr röðum þeirra ungu.

Fyrsta hljómsveitin af þremur er stigu á sviðið á föstudagskvöldið var Angurgapar, sem skipuð er Ívari Guðmundssyni trompet, Finni Ragnarssyni básúnu, Sigurði Rögnvaldssyni gítar, Agli Antonssyni wurlitzer, Sigurdóri Guðmundssyni rafbassa og Kristmundi Guðmundssyni trommur. Þetta eru strákar sem enn eru í námi og tónlist þeirra af bræðingsættinni sem örlitlum endurómi af frjálsum spuna, stundum af ætt samspunans, er bætt við. Tónlistin var nokkuð tamin og hefði að ósekju mátt verða villtari þótt villimennsku brygði fyrir, sér í lagi í gítarsólóum Sigurðar. Drengirnir eru dágóðir hljóðfæraleikarar og blásararnir stóðu fyrir sínu. Ívar oft með Miles í farteskinu. Stundum brá hann fyrir sig hálftakkatækninni sem Rex Steward og Clark Terry notuðu svo mikið, en samlíking við þá endar þar. Finnur básúnuleikari á framtíðina fyrir sér, oft skemmtilega rytmískur í fraseringum sínum. Hrynsveitin komst bærilega frá sínu, en það var ekki mikill frumleiki í tónskáldskapnum sem var allur hennar.

HOD er stórskemmtilegt tríó og ekki að undra þar sem það skipa nokkrir af helstu orkuboltum íslensks djass. Davíð Þór Jónsson á hammondorgel, Ómar Guðjónsson á gítar og Helgi Svavar Helgason á trommur. Þarna skiptust á bopskotnir ópusar og ljúfar ballöður með sálmaívafi í lokin á stundum, reggískotið kalýpsó og vælandi orgelsólóar af klassíska skólanum. Fyrst og fremst var þetta fyrstaflokks skemmtimúsík og það er alltaf nokkurs virði.

Þriðja hljómsveitin sem kom fram á föstudagskvöldinu var danskt píanótríó, Refleks, skipað píanistanum Matthiasi Grove Madsen, Morten Lundsby bassaleikara og Jesper Uno Kofoed trommara. Þessir strákar hafa starfað saman í rúm tvö ár og eru því ágætlega samspilaðir. Segja má að þeir séu á hefðbundnu línunni og sæki bæði í klassískan djass og danska þjóðlagasjóðinn. Impressjónismi og fljótandi píanóleikur í anda Jarretts og félaga setti svip á leikinn, en þó brá fyrir ómstríðari hljómum og einstaka sinnum skaut dulítill monkismi upp kollinum og meira að segja Someday my prince will come og Elvehøj.


Norðurlandadjass
Seinna Ungdjasstónleikakvöldið hófst á leik norsku rafhljómsveitarinnar Jogujo circit sem hefur starfað saman síðan árið 2000. Hana skipa Gunnar Halle, trompet og hljóðgervla; Joakim Frøystein, rafgítar og hljóðgervla, og Knut Finsrud, trommur og hljóðvinnslu. Tónlist þeirra er í stjörnumerki rafmagnsins, en á því sviði hafa Norðmenn náð einna lengst í Norðurlandadjassi. Sér í lagi þegar trompetinn hefur verið í hásæti og má þar nefna menn á borð við Nils Petter Molvær og Per Jørgensen.
Hljóðgervlatónlist hættir til að vera heldur einhæf, enda leikurinn oft til þess gerður að sefja. Það sem léði tónlist þeirra félaga lífi og lit var trompetleikur Gunnars Halle. Hann er að sjálfsögðu af ætt Davis eins og allflestir djasstrompetleikarar nútímans, hvort sem þeir eru bopparar, kúlarar eða rafhestar, en stundum brá fyrir tónabreidd og krafti í anda Red Allens. Laglínur þeirra félaga voru oft fallegar, endurtekningar tíðar og dramatík nokkur og meira að segja skaut Grieg upp kollinum. Ekki óskemmtilegt skamma stund.

B3 voru næstir á svið. Þeir hafa leikið mikið að undanförnu og farið mjög fram frá því samnefndur diskur kom út. Hér mátti heyra gömul lög eins og "Fes es" blúsinn hans Ásgeirs Ásgeirssonar gítarista í bland við nýja ópusa og einnig léku þeir lag eftir kanadíska tropmpetleikarann Ingrid Jensen sem var gestur þeirra á djasshátíðinni í fyrra. Ásgeir hefur náð sérlega fallegum tóni á gítarinn og verður æ öruggari í einleiksköflum sínum. Agnar Már er einn af fremstu píanistum okkar, en maðurinn lifir ekki af píanóleiknum einum saman og þótt manni þætti hann ekki burðugur organisti þegar hann var að byrja ferilinn á það hljóðfæri hafa framfarirnar orðið miklar og grúfið verður æ sterkara. Þar nýtur hann trausts stuðnings Eric Qvick.

Ungdjassi lauk á leik samnorrænu hljómsveitarinnar Rodent þar sem Haukur Gröndal og Helgi Svavar eru innanborðs. Ég skrifaði fyrr í vetur um tónleika þeirra á Kaffi List og mun bráðlega fjalla um nýju skífuna þeirra, Beautiful monster, á þessum vettvangi svo best er að þakka fyrir sig og vonast eftir ferskum ungdjassi að ári.

Vernharður Linnet


(Thessari grein var nappad af mbl.is)

Hvad finnst ykkur um einstök atridi??

8. apr. 2004

skonrokk.dk

jæja.. þá er madur komin til kóngsin København. Til ad byrja med dvaldi ég í Århus, nánar tiltekid á Børglum Kollegi. Var þó svikinn um næturstadinn, af Signe. Svaf í Eldhúsinu eina nóttina, eda svaf ekki öllu heldur.. og svo reddadi Laila mér eina nóttina. Annars tók ég því rólega í Århus á föstudeginum, hékk bara á kollegíinu (enda lykla laus), svo eldudum vid Laila okkur og tjllludum. Sice var n.b. ad vinna einhverstadar út í rassgati (Ålbæk) yfir alla helgina.

En á laugardaginn var s.k. Årsfest. Tónlist frá morgni fram á kvöld. Ég komst nú ekki í herleg heitin fyrr en um 17:30 og sá þá big band skólans spila útsetningar eftir Michael Abene sem hefur útsett fyrir GRP. Alveg sæmilegt. Svo var fullt af atridum. En annars var bara gaman ad hitt alla vitleysingana aftur, og gott ef fólk mundi barasta ekki eftir stráknum!!
En sökun svefnleysis fór ég nú tiltölulega snemma heim... stilltur strákur!

Á sunnudaginn kom Sice svo til Århus.. daudþreytt eftir vinnutörn daudans...! Pabbi hennar og bródir nádu svo í okkur og vid keyrdum til Hinge sem er nálægt Kjellerup, sem er í um 1 klst akstur frá Århus, nánartiltekid á midju Jótlandi..! Nú þar býr hann ásamt rússneskri konu sinni, Önnu, dóttur þeirra, Emilia og syni Önnu, Alex. Nóg af fólki sem sagt. Svo var bara etid og etid og farid í spil.

Svo er eitthvad búid ad versla sér.. adalega geisladiska.. t.d. Stikur - Jóel Pálsson og Sigurdur Flosason , Ditty Blei - Hilmar Jensson , Tower Of Power - East Bay Grease , John Pattitucci - Communion .

Nú svo voru allar ömmur heimsóttar og módur og födur systkini.. hressleiki.. ágætis fólk allt saman..!

En nú er ég í København sem sagt .. meira fólk til ad hitta og matur ad eta og alles..! Hjá mömmu Sice og stjúpa.

30. mar. 2004

Tune in.. cop out!!

Það voru nú ansi margir sem skrópuðu á Ung Jazz .. en næstu þriðjudagskvöld verður tónleikunum útvarpað á Rás 1 kl. 23.10.

þriðjudagur til þrautar.. hvað sem tautar ..

jæja.. þá er ansi jazzaðri helgi lokið .. Ung Jazz hefur runnið sitt skeið. Tókst allt saman ágætlega. Mæting tónleikagesta hefði þó mátt vera meiri og markvissari!! Eins og svo oft kannski..! Svo voru jamsession á Kaffi List á föstudagskvöldið (hressandi myndir birtast síðar) og í Stúdentakjallaranum á laugardagskvöldið...! Allt með eindæmun hressandi, svoleiðis!

En annars er það bara hversdagurinn þar til ég fer út til DK á fimmtudaginn. Hitta fullt af fólki sem er mér enn ókunnugt. Stemming!

En hverjir ætla á Mezzoforte á morgun.. rétt up hönd!

26. mar. 2004

Stutt í spunann!

God dag!

Alltaf er jafn súrt að sofa vel og vandlega eftir heila viku af of litlum svefni.. en svona er þetta..! Maður verður að reyna að hressa sig við.. fyrir tónleikana í kvöld.. Ung Jazz á Hótel Borg..!

Á morgun er svo NEF jam .. ég kem með 1 atriði (slightly) undirbúið, magnaður dúett það!

Annars bara stuð!

24. mar. 2004

..... súrleiki í vændum....

Ætli maður verði ekki vændur um súrleika þegar fer að líða á daginn.. of seint að sofa tvær nætur í röð og of snemma á fætur sömuleiðis.. verð að kenna fram eftir degi..

Svo er það Angurgapi á jazzkvöldi í MH. Stemming.

Annars fæ ég oft hugmyndir þegar ég æfi mig, fer janfvel að semja lög og eitthvað.. fékk nokkuð orginal hugmynd .. hef þetta hér til að minna mig á það ..



meira síðar...!

23. mar. 2004

Gigs ahead??

Er að undirbúa tónleikaferð okkar í sumar, þ.e. dönsku drengirnir og ég og Siggi.

Áhugasömum er bent á "linkana" hér til hægri til að fá vísbendingu um hvernig það gæti hljómað..!

20. mar. 2004

Já!!!

This is it ..! The Search is over..!

*geisp*

Ekki var nú sofið yfir sig hér í foreldrahúsum.. ég svaf í stofunni sökum fjölmennis (systir mín og sonur hennar).. sem þýðir það að bróðir minn (soon to be teenager) vildi fá að sjá sjónvarpið kl. 8:30 .. ekki alveg að dansa við þá hugmynd..!
Þannig að hressleikinn ræður ríkjum..

Svo lenti ég í ungbarnagæslu .. no problem .. þar til gaurinn fór að gráta .. best að prufa að strömma gítarinn .. já.. virkaði í nokkrar mín ... en hey maður keppir ekki lengi við brjóst.. rokk er gott, en án brjósta.. varla!

hehe..! Fann þennan gaur, hér eru hans útgáfur af t.d. Havona og Palladium.. !! Alltaf frískandi að fá samanburð..!

En talandi um frískleika .. skattframtalið 2004!! YEAH!!

En meira kaffi meira gaman...!

19. mar. 2004

Er í Borgarnesi í þessum rituðu orðum.. að gera skattframtalið 2004.. stuð!! Annars var maður chillaður í dag.. lengi í gang ... æfði mig aðeins, fór svo í ræktina og tók vel á því .. og fór svo í 'nesið.

Annars er Gordian Knot komið á Jon.is. (Sjá linkinn á kantinum)
Check it out..!

18. mar. 2004

Það rignir í Reykjavík.

Angurgapinn frestaðist í morgunn.. þannig að ég sofnaði óvart aftur og vaknaði rétt áður en ég fór í tíma til S.F. Við ræddum um forprófið (sem hann var mjög sáttur við), dagsetningar fyrir tónleikana og hverju ég get unnið í fram að þeim tíma .. það vantar ekki efnið..! Annars bara drífa sig í ræktina.. æfa sig og fara svo á æfingu með Angurgapa..! og kannski æfa sig meira ..!



Forsala aðgöngumiða á UngJazz 2004 er hafin í hljómplötuversluninni 12 tónum á Skólavörðustíg 15. UngJazz 2004 er samnorræn jazzhátíð þar sem fram koma ungir tónlistarmenn frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Markmið hátíðarinnar er að gefa ungum tónlistarmönnum möguleika á að koma á framfæri frumsaminni tónlist og að fá tækifæri til að hitta jazztónlistarmenn frá hinum Norðurlöndunum. Á hátíðinni koma fram 6 hljómsveitir og er mikil breidd í því efni sem sveitirnar flytja.

Verðið er ágætt líka ..:
26. mars 1.500,- á öll atriðin - 27. mars 1.500,- á öll atriðin - Báðir dagarnir á tilboði 2.500,-

Sjáumst..!

17. mar. 2004

Motown bítið

Ef einhver var að spá í því .. ! Motown bítið og af gefnu tilefni FRET.

tvö núll !! 2 - 0 .. 00

Byrjaði aftur í ræktinni í gær eftir ca. 3 vikna hlé .. kúnstpásu..! Alltaf gaman að svitna af sjálfsdáðum..!! Fór í tíma til Robba í gær.. nenni ekki að skrifa allar pælingarnar .. æfi þær bara og svo sjáum við hvort þær skila sér.. fyrr eða síðar..! Nú ... Í morgun var smá æfing með stigsprófsbandinu hans Matta..! Ingvi trommar og Siggi á gítar.. annars er Ingvi einnig í bandinu hans Matta sem er að spila frumsamda stöffið hans.. og einnig þeir John Gear á trompet og Ásgeir Ásgeirsson á gítar ..
Já og keypti mér nýjann gemsa .. Nokia 7250i .. !! Og fékk nýtt kort með númerinu mínu 699-4146.
Annars var það bara kennsla í dag og æfing með Angurgapa síðlakvölds.. MH tónleikarnir verða víst á miðvikudaginn að viku liðinni ..! takk og bæ!!

16. mar. 2004

Þoka!!

Var að koma af æfingu með hljómsveitinni hans Matta.. renndum í tvö lög .. þetta á eftir að verða skemmtilegt..!

15. mar. 2004

Loksins gott veður..!

Jæja þá er Sice burtflogin til Cheltenham á ný eftir vikudvöl hér á klakanum.. í roki og rigningu að mestu leyti..! Svo styttir náttúrulega upp um leið og hún fer!! Týpískt..! En við stunduðum heimsóknir... til foreldra minna og systur og co, fórum í glóðarsteikarteiti, sem var gaman og svo var Svarta Kaffið teygað á Kaffi List, skömmu síðar.. og tjúttað frameftir..! Kíktum síðan á Jazzklúbbinn Múlann á sunnudagskvöldið og sáum Be Bop hljómsveit Óskars Guðjónssonar fara hamförum.. þétt og gott og allir í stuði, og vel mætt!!
En best að fara að æfa sig..!


Framundan þessa vikuna eru t.a.m. æfingar með nýrri hljómsveit Matthíasar Baldurssonar, sem hefur verið ansi iðinn við kolann og er með heilann haug af frumsömdu groove-jazz dóti..! Verður athyglisvert og gaman..! Svo er æfingatörn hjá Angurgapa vegna Ung Jazz.. já og Angurgapinn mun kitla kuðunga á jazzkvöldi í MH á fimmtudagskvöldið kemur..!

Sjáumst spræk..!

8. mar. 2004

hmm!?!

Ég tók því nú afskaplega rólega um helgina .. var í feitu schjilli upp í Borgarnesi...! Gerði fátt af viti og ennþá færri vitleysur..! Sem er gott..! Svaf út í dag og fór svo að kenna.. eitthvað um veikindi og svona .. þannig að eiginleg kennsla hófst kl. 17:00 í stað 13:00.. svona er þetta..! Nú annars er ég í þessum skrifuðu orðum að drepa tímann hér í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.. þar til ég fer og sæki Sice út á flugvöll..! Hún ætlar að staldra við í eina viku í þetta skiptið..!
Einhverjar spurningar??!!

5. mar. 2004

Systematic excrement

Annars var þetta í boði í morgun frá minni hálfu.


Forpróf, 5. mars 2004.

1. Gengið á Gufunum (Sigurdór Guðmundsson). Post-rock free improv. Sóló: Steinar, Ívar og sameiginleg snarstefjun.
2. Havona (Jaco Pastorius). Funk-jazz-samba. Sóló: Sigurður, Sigurdór, Agnar, (Jóhann/Ásgeir).



3. You Turn. (S.G.) latin”ish”. Hefst sem líflegt latin, en endar í melonkólískri “semi” ballöðu “fíling”. Sóló: Sigurður, Ívar.
4. Elegant People (Wayne Shorter). “Funk-ballad”. Sóló: (Agnar), Ívar, Sigurdór.
5. Friður sé með Yður. (S.G.) Funk/rock, odd-meter, groove, free improv. Sóló. Sigurður, Ívar, Steinar.
6. Palladium (Wayne Shorter). Latin-funk. Sóló: Steinar.
7. Gordian Knot. (S.G.). Modal, free, “austræn” stemming. Sóló.... hver sem er!! .. endar á bassasóló.
8. Man in the Green Shirt (Josef Zawinul). Jazz-rock/funk. Sóló: Steinar, Ívar, Agnar, Sigurður.

Agnar Már Magnússon: hljómborð/rhodes
Ásgeir Óskarsson: slagverk
Ívar Guðmundsson: trompet
Jóhann Óskar Hjörleifsson: trommur
Sigurdór Guðmundsson: rafbassi
Sigurður Þór Rögnvaldsson: rafgítar
Steinar Sigurðarson: tenor sax.

Meira eða minna búið spil...!

Jæja þá hefur maður lokið "keppni" í stigsprófs veseninu..!! 8. stigið varð að staðreynd rétt fyrir hádegi í dag. En við hófum daginn snemma í morgun við félagarnir... Ívar, Siggi og ég. Ívar reið fyrstur á vaðið. Spilaði tvö lög eftir sig, modal og funk lag, og síðan Aspire eftir Kenny Wheeler og Katerina Ballerina eftir Woody Shaw..! Siggi spilaði tvö cover einnig Rosenwinkel lag og Pat Metheny lag af Bright Size Life og frumsömdu voru Lómur og Grindli. Ég spilaði Havona eftir Jaco Pastorius (tempóið var aðeins yfir velsæmismörkum..!) Gengið á Gufunum og Gordian Knot eftir mig.. og Elegant People eftir Wayne Shorter. Þetta tókst allt alveg prýðilega og hljómaði vel og var gaman... persónulega fannst mér ég ekki alveg vera að ná Havona á þessu tempói svo snemma dags .. en hey svona er þetta!!! Þá er bara að fara að æfa sig.. ! Góðar stundir...!

3. mar. 2004

bögg

Sá í netbankanum hvar kredidkortið mitt hafði verið notað eftir að því var stolið... 22 við Laugaveg.. fór þangað og spurði um óskilamuni.. t.d. svartan jakka ... og jú þeir höfðu jakkan... en engan síma eða veski .. enda virðast þjófarnir hafa farið í Kebab Húsið á eftir 22. Vonandi fengu þeir/hann/hún/það matareitrun...!

1. mar. 2004

I lost my gsm phone (among other things)

If you need to contact me .. call (+354) 699-4341.

já týndi semsagt gemsanum (honum stolið jafnvel ..!!), ásamt, veski og jakka...! Mjög súrt ..! En gróf upp gamlan gemsa og kort .. 699-4341 .. þar til annað kemur í ljós..!

22. feb. 2004


UNG JAZZ í Reykjavík eftir mánuð...!!

Í spilaranum: Scenes from My Life - Richard Bona .. Flott plata sem ég vanmat á sínum tíma.. þar sem ég bjóst við allt öðru en kom svo út úr hátölurunum...!

o sei sei já..!

Búið að vera alveg nóg að stússast þessa vikuna, sem endranær!!

Á mánudaginn var æfing með Ívari fyrir hans próf, og svo var kennt fram eftir, eyddi kvöldinu í að endurskipuleggja æfingaplan og forpróf.. síminn rauðglóandi..!

Þriðjudagurinn hófst á því að skutla Sice í flugið...! Fór í tíma til Robba kl. 18:00, vorum að prufa fingrasetningar fyrir Havona unislínuna.. sem ég hef svo verið að æfa dag og nótt .. fer að koma.. sóló pælingar í Havona einnig og sitthvað fleira..! Svo var æfing hjá Tríói Hlínar Lilju kl. 20:00.

Miðvikudagurinn, hófst á æfingu með Ívari og co og kennsla frameftir, gott ef ég var svo ekki að æfa mig um nóttina!!

Fimmtudagur: Fór í ræktina, og svo var æfing kl.20:00 með Sigga R. Gekk vel.. og var gaman...!

Föstudagur: Fór í ræktina og svo á æfingu með Tríói Hlínar Lilju kl. 17:30. Kl. 20:00 var svo æfing með Angurgapa, og bíð ég Egil velkominn um borð..! Æfði mig svo til 4:00 am..! Sirka ;)

Laugardagur, Svaf alveg geðveikt lengi!!! Fór svo niðri Stúdentakjallara þar sem haldið var tónlistarmaraþon . Angurgapi spilaði þar kl. 20:30 þrjú lög með miklu rokki og spuna..! Svo var jamsession á eftir .. hefði betur haldið mig heima .. it was not happening...! Tvö fyrstu lögin sluppu samt þannig séð..! Kom heim kl. 03:00 og skellti Purple Rain í DVD spilarann .. keypti myndina á fínu tilboði í Hagkaup.. Hélt einu sinni upp á Prince, hafði aldrei séð myndina .. þannig að ..!

Sunnudagur: Svaf of lítið .. þurfti að vakna "snemma" til að spila með Tríói Hlínar Lilju á Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar, við opnun Árbæjarútibús Borgarbókasafns. Það gekk fínt.. stutt og laggott...! Ætli maður skelli sér svo ekki í pottana og æfi sig...! Stíf æfinga dagskrá í næstu viku... forprófin verða líklega á föstudaginn...! Já og alveg rétt..! Nú er burtfararbandið mitt fullskipað... slagverksleikarinn góðkunni Ásgeir Óskarsson samþykkti að slást í hópinn .. gaman að því ..!

15. feb. 2004

The way Iceland (can) look in december/january!

Here are some pictures that Sice took while visiting Iceland in december 2003/january 2004. Enjoy.
Nú þá er enn ein vikan fallin í valin.. Sice er búin að dvelja hjá mér í góðri stemmingu og fer hún ytra núna á þriðjudaginn, til Cheltenham.

Annars hefur þetta verið svipað og vanalega í vikunni. Kennsla á mánudögum og miðvikudögum. Svo hefur restin af tímanum farið í undirbúining fyrir burtfararprófið.. gera parta fyrir blásarana, æfa sig, vinna að eigin lögum og allt það..!

Svo er ég einnig að spila hjá hinum tveimur sem ætla sér að útskrifast. Það eru þeir Ívar Guðmundsson trompetleikari og Sigurður Þór Rögnvaldsson gítarleikari. Siggi er með sama band og ég.. þ.e. fyrir utan okkur er það Jói Hjöll á trommur og Steinar Sigurðarson á sax og Ívar á trompet. Annars hef ég fengið Agnar Má Magnússon til þess að leika á Rhodes í mínu prófi, skemmtileg viðbót það ..! Mér gengur hins vegar ekki mjög vel að finna slagverksleikara! Bandið hans Ívars er svo fyrir utan okkur tvo.. Eyþór Gunnarsson á píanó, Kristinn Snær Agnarsson á trommur og Steinar Sigurðarson á sax.

Þannig að þetta verður mjög hressandi allt saman!! Góðar stundir!
Ef einhver er nú að velta þessu fyrir sér!

6. feb. 2004

Í Veðurfregnum er þetta helst..!

Var að enda stutta hádegis æfingu með burtfararbandinu .. (súrt nafn ef væri). Kíktum á Weather Report dótið.. Græna Skyrtan og Fína Fólkið, þar efst á blaði... þetta á eftir að vera fínt.. menn þurfa aðeins að hreinsa til og svona !! Annars er ég að fara út á flugvöll að sækja Sice .. sjáumst á Angurgapa tónleikum á Cultura í kvöld kl. 23:00 þar sem er jú frítt inn ..!!!

4. feb. 2004

Hljómsveitin Angurgapi leikur frumsamda spuna og "groove" tónlist á Kaffi Kúltúr, Hverfisgötu, (gegnt þjóðleikhúsinu) á föstud. kl. 23:00.

FRÍTT INN FRÍTT INNFRÍTT INN FRÍTT INNFRÍTT INN FRÍTT INNFRÍTT INN FRÍTT INN

Ívar Guðmundsson, trompet

Finnur Ragnarsson, básúna

Sigurður Þór Rögnvaldsson, rafgítar

Sigurdór Guðmundsson, rafbassi

Kristmundur Guðmundsson, trommur

31. jan. 2004

Skafið úr eyrunum... !

Jæja þá sér fyrir endan á þessari ágætu viku...! Að mestu rútína.. kenna, fara í ræktina, og þannig. Fór í tíma til SF og einnig til Robba. Lýst vel á það. Svo hefur maður einnig verið að kíkja á efnisskránna fyrir forprófið/burtfarartónleikana...! Ég þarf nú aðalega að bretta upp ermarnar í Weather Report hlutan. Já sem sagt ... pælingin er að hafa tvístkipta tónleika... annars vegar lög eftir mig og svo hinsvegar Weather Report. Gordian Knot, You Turn, Friður Sé Með Yður, Gengið á Gufunum, eftir mig, og síðan Elegant People, Man in the Green Shirt, Palladium og Havona úr Weather Report deildinni.

Það voru tónleikar með Angurgapa á fimmtudaginn sem leið.. prýðilega mæting .. um 50 manns. Besta mál.

En fyrr í dag spilaði ég í gegnum minn hluta af efnisskránni með bróður partinum af bandinu sem ég vil hafa á tónleikunum. Fyrir utan mig voru Steinar Sigurðarson á sax, Ívar Guðmundsson á trompet, Sigurður Þór Rögnvaldsson á gítar og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Til að gera langa sögu stutta þá gekk þetta bara framar vonum vel. Aldrei hefur "Friður Sé með Yður" gengið svona ljúflega...! Þannig að þetta gekk vel. Svo hef ég í hyggju að hafa rhodes/hljómborðsleikara og slagverk..!

Góðar stundir!

26. jan. 2004

Gengið á Gufunum á Jóni "sexy" .is

Jæja nú ættuð þið að getað tékkað á laginu "Gengið á Gufunum"
á jon.is Þetta var spilað á Musikcaféen í Århus þann 18. nóvember síðastliðinn. Sigurdór Guðmundsson á rafbassa, Hans Christian Ilskov Erbs á trompet, Morten Bruun Petersen á sax, Søren Mehlsen á trommur og Simon Bekker á gítar. Góðar skemmtun og stundir.

ps. Hljómsveitin Angurgapi leikur í Stúdentakjallaranum fimmtudaginn 29. janúar og hefjast tónleikarnir kl. 21:00. Aðgagngseyrir er 600 kr. Sjáumst.

25. jan. 2004

Hvað finnst ykkur um eftirfarandi ályktun Heimdellinga?

Ályktun Heimdallar um tónlistarsjóð
20.1.2004 Stjórn Heimdallar

Heimdallur hvetur menntamálaráðherra til að láta af fyrirætlunum sínum um stofnun tónlistarsjóðs. Heimdallur treystir íslenskum tónlistarmönnum til að standa á eigin fótum án aðstoðar hins opinbera, til dæmis með sölu á verkum sínum og stuðningi einkaaðila. Sjóðir með opinberu fé til úthlutunar eru nú þegar allt of margir og fjöldi slíkra sjóða til hinna ýmsu listgreina réttlætir ekki stofnun sérstaks tónlistarsjóðs. Ekki er hægt að vísa til ranglætis og þannig réttlæta enn meira ranglæti. Skattgreiðendur eru fullfærir um að styðja tónlistarmenn með beinum og milliliðalausum hætti, án aðstoðar stjórnmálamanna.

God is love......! (?)

Fyrir stuttu röltum við Sice inn í hús við Hverfisgötuna þar sem gamlir munir eru í hávegum hafðir. Var allt skoðað hátt og lágt. Til að gera langa sögu stutta, þá rekum við augun í mynd af Martin Luther (1483-1546) (fæddur í Eisleben, Þýskalandi, sá er Lúþerstrú er nefnd eftir). Sagnfræðingurinn missir þá út úr sér að hún sé nú komin af blessuðum manninum, man bara ekki alveg hvort það var bein lína til föður mömmu hennar frá Martin, eða bein lína frá konu Luthers (Katharina von Bora, er hann kvæntist í júní 1525), til hennar. Gildir svo sem einu, hún er komin af honum engu að síður. Þetta þótti ættfræðingnum athyglisvert. (Var að komast að því að allir núlifandi niðjar þeirra hjóna eru afkomendu yngsta barns þeirra, dótturinnar Margarethe.)

Stuttu síðar ræddum við um trú og Guð. Ekki vorum við alveg á sama máli. Ekki að það skipti máli.
En ég hef svona fyrir mitt leyti sett sama sem merki (=) milli ástar (og þar með allra birtingamynda hennar) Guðs (og jafnvel Jesú og þess sem hann var að boða). Þetta skal ekki skiljast sem að maður elski Guð, heldur að Guð sé ást.

Eftir farandi er útdráttur úr, skrifum Martin Luther "LARGE CATECHISM".

The First Commandment

You must not have other gods.

That is, I must be your only God.

Question: What does this saying mean? How should we understand
it? What does it mean to have a god? What is God?

Answer: To have a god means this: You expect to receive all good
things from it and turn to it in every time of trouble. Yes, to
have a god means to trust and to believe in Him with your whole
heart. I have often said that only the trust and faith of the
heart can make God or an idol. If your faith and trust are true,
you have the true God, too. On the other hand, where trust is
false, is evil, there you will not have the true God either. Faith
and God live together. I tell you, whatever you set your heart on
and rely on is really your god.




Að gamni mínu setti ég orðið love í stað God.

Answer: To have a LOVE means this: You expect to receive all good
things from it and turn to it in every time of trouble. Yes, to
have a LOVE means to trust and to believe in LOVE with your whole
heart. I have often said that only the trust and faith of the
heart can make LOVE or an idol. If your faith and trust are true,
you have the true LOVE, too. On the other hand, where trust is
false, is evil, there you will not have the true LOVE either. Faith
and LOVE live together. I tell you, whatever you set your heart on
and rely on is really your LOVE.

Nei bara að spá...!


24. jan. 2004

Hvað segi'ði nú gott??

Svo sem stórtíðinda laus vika hjá mér...

Kennsla á mánudaginn, kítki á Havona grúfið hans Jaco með aðstoð Transcripe, eftir vinnu! Hressandi...!

Þriðjudagur..: Tja.. fór í ræktina í fyrsta skiptið í 5 mánuði... hressandi og lýjandi skömmu síðar.. gott að vera byrjaður...!

Miðvikudagur, kennsla og æfing með söngvurunum fyrir söngkeppni MR. Vorum að til rúmlega eitt eftir miðnætti.. c.a. 12 tíma vinnudagur.

Fimmtudagur, spilaði í söngkeppni Menntaskólans í Reykjavík sem var haldin á NASA. Fór þannig séð allur dagurinn í þetta. Páll Óskar Hjálmtýsson var kynnir. Gekk mjög vel allt saman. Sigurlagið var "Take on me" sem hinir norsku Íslandsvinir í A-Ha gáfu út fyrir rétt tæpum TUTTUGU árum... getur það verið...!!! En við skemmtun okkur mjög vel við spilamennskuna, og þá kannski sérstaklega í Take on me..
Þetta fer nú að vera grunsamlegt.. Þegar nákvæmlega þetta sama band spilaði í söngkeppni Iðnskólans í Reykjavík í fyrra.. þá fíluðum við mest að spila lagið í Drekadal eftir Önnu Halldórsdóttur, sem merkilegt nokk vann þá keppni í fluttningi Borgnesingsins Sonja Lind Eyglóardóttur. Þið afsakið orðalagið.
Myndir frá keppninni í MR í 2003.

Föstudagur: Ræktin og einhver heimavinna... fór svo í Borgarnesið og var næstum runninn í veg fyrir annan bíl rétt fyrir utan Borgarnes... Rugl þetta veðurfar...! Ég fór samt ógeðslega varlega..!

Á morgun er hið árlega þorrablót systkina föður míns.. og læt ég mig að sjálfsögðu ekki vanta.

18. jan. 2004

Pictures from the julefrokost/goodbye party on floor 3.3. Børglum Kollegiet Århus.

Here it is.

Pictures from the christmas party at the classical department of Det Jyske Musikkonservatorium in Århus.

Here it is.

Myndir frá ferð kennaradeildarnema Tónlistarskóla F.Í.H. í mars 2003 til Kaupmannahafnar og Stokkhólms.

Hér getið þið tékkað á strákunum.
Jæja ekki er maður nú dauður... bloggskorturinn stafar af internet leysi á mínu heimili.. jamm svona er maður skrýtinn...! Annars er Sice farin til síns heima í bili. Kemur aftur eftir um 3 vikur.
Ég er þessa dagana að æfa fyrir söngkeppni MR, sem verður á NASA að ég held næsta fimmtudag. Egill, Siggi og Kristinn skipa restina af bandinu. Alltaf hressandi að spila með drengjunum.
Kíkti á Grand Rokk í gær og sá þar hið ágætasta Red Hot Chili Peppers cover band.. sérstaklega stóð Pétur bassaleikari sig vel.. gaman að því...!

7. jan. 2004

Hvers dagur er inni, brauðstrit vort að finni, lífinu farveg að sinni og salt í graut sem sár.

Jæja þá er kennsla hafin að nýju í tónlistarskólum landsins. Sjálfur fór ég í tíma til Sigga Flosa í gær og var aðalega verið að spá í dagskrá burtfaratónleikanna komandi. Ég held ég sé barasta búin að setja saman dagskrá með 8 lögum þar af helmingurinn (að svo komnu máli) frumsaminn. Svo er bara að hóa saman mannskap.. ég er búinn að fá mynd á hann í huganum, en á eftir að hringja í alla kappana. Verður sennilega sjö manna band ef allt gengur eftir.

Svo hóf ég sjálfur að kenna í dag í TR, fer rólega af stað eins og gengur. Eitthvað um að menn væru ekki alveg komnir úr "jólafríi"...!

Hmm. Bíllinn minn var að koma úr viðgerð.. tæpur 60.000 kr. æðislegt...!

2. jan. 2004

I want my time back!!

Er varla orðum á eyðandi.. var eiginlega búinn að gleyma því .. en..!!

ÁRAMÓTASKAUPIÐ SÖKKAÐI FEITT....!!! DRASL...!

1. jan. 2004

2004 ... ég skal segja ykkur það..!

Blessað og gleðilegt árið og takk fyrir ellismellinn 2003 allir saman...!!!

Maður er nú aldeilis bara búinn að vera að hafa það gott. Hangið í Reykjavík í snjósköflum og klaka... kíkt í laugarnar. Við rúlluðum upp í Borgarnes til foreldra minna að kvöldi 30. des. Í gær (31. des) eftir ferð í heitu pottana, tók karl faðir minn okkur Sice (fyrst og fremst þó fyrir hana) í útsýnis-/skoðunarferð um Borgarfjarðarhérað. Hann varð að fara í einhverskonar mælingar-/eftirlitsferð, þannig að við skröltum með. Snjór út um allt og frábært veður. Stemming góð.
Svo var bara matur, rauðvín sjónvarp og flugeldar..... meira sjónvarp, rauðvín og ostar.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker