1. jan. 2004

2004 ... ég skal segja ykkur það..!

Blessað og gleðilegt árið og takk fyrir ellismellinn 2003 allir saman...!!!

Maður er nú aldeilis bara búinn að vera að hafa það gott. Hangið í Reykjavík í snjósköflum og klaka... kíkt í laugarnar. Við rúlluðum upp í Borgarnes til foreldra minna að kvöldi 30. des. Í gær (31. des) eftir ferð í heitu pottana, tók karl faðir minn okkur Sice (fyrst og fremst þó fyrir hana) í útsýnis-/skoðunarferð um Borgarfjarðarhérað. Hann varð að fara í einhverskonar mælingar-/eftirlitsferð, þannig að við skröltum með. Snjór út um allt og frábært veður. Stemming góð.
Svo var bara matur, rauðvín sjónvarp og flugeldar..... meira sjónvarp, rauðvín og ostar.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker