24. jan. 2004

Hvað segi'ði nú gott??

Svo sem stórtíðinda laus vika hjá mér...

Kennsla á mánudaginn, kítki á Havona grúfið hans Jaco með aðstoð Transcripe, eftir vinnu! Hressandi...!

Þriðjudagur..: Tja.. fór í ræktina í fyrsta skiptið í 5 mánuði... hressandi og lýjandi skömmu síðar.. gott að vera byrjaður...!

Miðvikudagur, kennsla og æfing með söngvurunum fyrir söngkeppni MR. Vorum að til rúmlega eitt eftir miðnætti.. c.a. 12 tíma vinnudagur.

Fimmtudagur, spilaði í söngkeppni Menntaskólans í Reykjavík sem var haldin á NASA. Fór þannig séð allur dagurinn í þetta. Páll Óskar Hjálmtýsson var kynnir. Gekk mjög vel allt saman. Sigurlagið var "Take on me" sem hinir norsku Íslandsvinir í A-Ha gáfu út fyrir rétt tæpum TUTTUGU árum... getur það verið...!!! En við skemmtun okkur mjög vel við spilamennskuna, og þá kannski sérstaklega í Take on me..
Þetta fer nú að vera grunsamlegt.. Þegar nákvæmlega þetta sama band spilaði í söngkeppni Iðnskólans í Reykjavík í fyrra.. þá fíluðum við mest að spila lagið í Drekadal eftir Önnu Halldórsdóttur, sem merkilegt nokk vann þá keppni í fluttningi Borgnesingsins Sonja Lind Eyglóardóttur. Þið afsakið orðalagið.
Myndir frá keppninni í MR í 2003.

Föstudagur: Ræktin og einhver heimavinna... fór svo í Borgarnesið og var næstum runninn í veg fyrir annan bíl rétt fyrir utan Borgarnes... Rugl þetta veðurfar...! Ég fór samt ógeðslega varlega..!

Á morgun er hið árlega þorrablót systkina föður míns.. og læt ég mig að sjálfsögðu ekki vanta.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker