31. jan. 2004

Skafið úr eyrunum... !

Jæja þá sér fyrir endan á þessari ágætu viku...! Að mestu rútína.. kenna, fara í ræktina, og þannig. Fór í tíma til SF og einnig til Robba. Lýst vel á það. Svo hefur maður einnig verið að kíkja á efnisskránna fyrir forprófið/burtfarartónleikana...! Ég þarf nú aðalega að bretta upp ermarnar í Weather Report hlutan. Já sem sagt ... pælingin er að hafa tvístkipta tónleika... annars vegar lög eftir mig og svo hinsvegar Weather Report. Gordian Knot, You Turn, Friður Sé Með Yður, Gengið á Gufunum, eftir mig, og síðan Elegant People, Man in the Green Shirt, Palladium og Havona úr Weather Report deildinni.

Það voru tónleikar með Angurgapa á fimmtudaginn sem leið.. prýðilega mæting .. um 50 manns. Besta mál.

En fyrr í dag spilaði ég í gegnum minn hluta af efnisskránni með bróður partinum af bandinu sem ég vil hafa á tónleikunum. Fyrir utan mig voru Steinar Sigurðarson á sax, Ívar Guðmundsson á trompet, Sigurður Þór Rögnvaldsson á gítar og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Til að gera langa sögu stutta þá gekk þetta bara framar vonum vel. Aldrei hefur "Friður Sé með Yður" gengið svona ljúflega...! Þannig að þetta gekk vel. Svo hef ég í hyggju að hafa rhodes/hljómborðsleikara og slagverk..!

Góðar stundir!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker