Já gærdagurinn var bara vel góður. Eftir prýðilegan nætursvefn (loksins), þá var mæting í sal F.Í.H. kl. 14:00 síðdegis. Sándtékk og loka uppstilling fyrir tónleikana hans Sigga. Nú til að gera langa sögu stutta þá voru tónleikarnir mjög vel heppnaðir í alla staði. Góð mæting og allt eins og það á að vera. Svo er bara að vona að það haldist eitthvað ;) ....!
Eftir tónleika hittist svo 15 manns á Eldsmiðjunni þar sem flatbökur voru snæddar af bestu lyst. Svo var haldið í Stúdentakjallarann þar sem Sigginn var með teiti. Þar var sötraður öl og gripið í hljóðfæri þegar líða tók á nóttina. Mjög gaman og stemming góð!!

Svo voru klikkaðar kökur eftir tónleikana!!

Pakkaður kofi.
Drottning Sandkastalans að jafna sig eftir ferð í Eldsmiðjuna.
Svo er það bara Ívar á morgun sjáumst þar!!