20. apr. 2004

"Slash var hetjan". (Viðtal við Sigurð Þór Rögnvaldsson gítarleikar. Úr Mogganum)

Á VORIN útskrifast nemendur tónlistarskóla F.Í.H. með því að halda burtfarartónleika. Þetta er lokahnykkurinn á náminu og sjá nemendur sjálfir um að skipuleggja tónleikana og ákveða efni þeirra, í góðu samráði við skólann.


Morgunblaðið/Golli Sigurður Þór ásamt nokkrum aðstoðarmannanna.


Á VORIN útskrifast nemendur tónlistarskóla F.Í.H. með því að halda burtfarartónleika. Þetta er lokahnykkurinn á náminu og sjá nemendur sjálfir um að skipuleggja tónleikana og ákveða efni þeirra, í góðu samráði við skólann. Oft hafa þessir viðburðir verið hinir athyglisverðustu og sumir meira að segja verið gefnir út á hljómplötu, t.a.m. burfarartónleikar básúnuleikarans og útsetjarans Samúels J. Samúelssonar og rafgítarleikarans Hafdísar Bjarnadóttur (sem plöturnar Legoland og Nú),
Hinn tuttugu og þriggja ára gamli Sigurður Þór Rögnvaldsson útskrifast á þennan hátt í dag, verður fulltíða hljóðfæraleikari með hljómleikum sem hann heldur í sal FÍH, Rauðagerði 27, klukkan 16.00. Sigurður er að útskrifast af djass- og rokkbraut og er aðgangur ókeypis og allir eru velkomnir.

Sigurður ætlar að flytja efni eftir sjálfan sig en einnig verk eftir Kenny Wheeler, Bill Frisell, Kurt Rosenwinkel og Pat Metheny. Með Sigurði spila Ívar Guðmundsson (trompet), Steinar Sigurðarson (tenór sax), Jóhann Ásmundsson (rafbassi), Sigurdór Guðmundsson (rafbassi) Jóhann Hjörleifsson (trommur) og Kristinn Snær Agnarsson (trommur).


Tveir hlutar
Sigurður segir tónleikana verða í tveimur hlutum, fyrst spili hann efni eftir aðra en í síðari hlutanum verði hann með eigið efni. Því lýsir hann sem nokkuð kröftugu, rokkáhrifa gæti ennfremur sem töluvert sé um spuna. Hann segist hafa sneitt fram hjá eldri djasslögum og einbeiti sér að listamönnum sem séu nær okkur í tíma.
Sigurður hóf að læra á gítar ellefu ára gamall. Hann er 23 ára í dag en það var ekki fyrr en hann lauk menntaskólaprófi sem hann fór að einbeita sér algerlega að gítarnáminu. Sigurður starfar í nokkrum hljómsveitum. Hann er í rokksveitinni Kuai og er nú líka hluti af djasssveitinni Angurgapa. Hann hefur einnig spilað talsvert með Ragnheiði Gröndal og er jafnframt kominn í hljómsveitina Black Coffee.

Af djassgítarleikurum hefur hann mestar mætur á áðurnefndum Rosenwinkel, sem er gítarleikari af yngri kynslóðinni.

"Í rokkinu var það hins vegar Slash," segir Sigurður og kímir. "Ég pikkaði upp öll sólóin hans á sínum tíma."

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker