16. sep. 2003

Sælt veri fólkid...! Nú dagurinn fór ad mestu í ad yfirfara "basic útsetninguna og byrja á þeirri "linear"...! Gengur hægt og rólega..! Smá píanó rennsli...! Nú ég heyrdi í Chappe í hádeginu og mér skilst ad þad eigi ad vera big band æfing á föstudaginn. Útsetningarnar eru samt ekki komar í hús. Hmm!! En hann nefndi tvö lög sem líklegt væri ad yrdu spilud, "A Remark You Made" af Heavy Weather og "Man In The Green Shirt" af Tale Spinnin'. Olræt..! Synd og skömm ad ég hafdi ekki bandalausa bassan med fyrir "A Remark You Made", gæti ordid hálf skrýtid...! Nú ég lendi á snakki vid annan útlenskan gaur.. bassaleikara (frá... !?! ah... hvad var þad.. Ísrael, Íran... eitthvad..!).. hann segist adalega spila arabíska tónlist og er ad blanda henni saman vid ýmislegt, t.d. mjög þungt rokk og svo er hann ad spila eitthvad med einhverjum jazzgaurum...! Hann segist ekki spila jazz, hann bara hafi þad ekki í sér...! jæja góurinn..! Ég bad hann endilega ad láta mig vita ef hann yrdi ad spila á næstunni, og jú 31 okt..! Annars er hann núna í þessum skrifudu ordum ad æfa med diskó bandi í fyrsta sinn á ævinni (hann er 35 ára), og hefur ord á því ad honum þyki erfitt ad slappa. Greyid kallin..! Ekkert jamsession á Fatter Eskil, þad er verid ad mála..!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker