26. sep. 2003

þad var ágætis kvöldstund heima hjá Jesper í gærkveldi...! Hann átti afmæli drengurinn.. baud í pizzu og bjór og raudvín og romm og snakk...! Já sem sagt allt gott.. pizzan sem var heimalögud bragdadist einstaklega vel, sérstaklega med hvítlauks/ólivíuolíu "stöppunni" hehehe!! Ég var kominn frekar seint í sekkinn... um 3 leytid eda svo og á fætur fór madur kl. 8:00... já og ég hjóladi einstaklega mikid í gær sennilega e-h. um 14 kílómetra...! Dagurinn í dag hófst á útsetningatíma, þar sem adalega var verid ad fara yfir gömul verkefni. Hlustad var á upptökurnar sem vid gerdum og farid yfir nóturnar í Sibelius og spád í hvad vid gerdum og svo tillögur Chappe ad því sem hefdi e.t.v. mátt fara betur. Hann gerdi ýmsar athugasemdir vid fyrsta verkefnid sem ég gerdi.. sem var kórrétt hjá kallinum.. (gerdi þad frekar hradvirknislega..!), en svo hrósadi hann mér fyrir minor blús smídina "See..! Minor Problem!!" og einnig fyrir "linear" útsetninguna.. gerdi eina eda tvær tillögur ad lagfæringum en annars bara mjög gott..!! Nú svo var blásid til stórsveitaræfingar... þad var nú greinilega eitthvad af mannskap sem vantadi.. en þetta átti adalega ad vera hrynsveitar æfing..! Vid byrjudum á "Man In The Green Shirt" og þad er alveg HELVÌTI SKEMMTILEG ad spila þetta stöff... med trommara sem situr á groovinu eins og ______ (fill in the blank)..! útsetningin er frekar nálægt Weather Reort útgáfunni á Tale Spinnin og þetta virkadi bara mjög vel hjá okkur hrynsveitinni, vantadi reyndar píanóleikarann. Einnig renndum vid í "A Remark You Made", þad var þónokkud súrari útsetning, og vantadi þá sérstaklega hljómbordid..! þannig ad vid eyddum ekki miklum tíma í þad ágæta lag. Útsetningin virdist vera frekar ólík þeirri sem er á "Heavy Weather". Svo voru menn eitthvad ad velta því fyrir sér hvort "Teen Town" yrdi tekid.. jæks..! þetta lofar gódu og á eftir ad verda hin besta skemmtun.. og gódur skóli..!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker