23. apr. 2007

Andreas Úlfur Juel Sigurdórsson

..... Var ég ekki annars búinn að segja öllum nafnið á drengnum?

Family
Photo: Michael Bohnstedt-Petersen

Stráksi hefur það aldeilis fínt. Vex og dafnar. Í 6 vikna skoðuninni um daginn þá mældist meðal þyngdaraukning hjá honum á viku vera um 330 gr. sem þykir dágott.

Andreas Úlfur - B&W

Svo er hann farinn að hjala og brosa að okkur.... tala sínu máli, ;-) við skiljum hvorn annan ... held ég a.m.k. :-)

Hann er þó ekki orðinn eins (hress) og þessir gríðarlega hressu fjórburar(?)!!

7. apr. 2007

Mitt "einka" MTV?

Tæknin er mögnuð.

Fyrirbærið www.lasttv.net býður upp á að taka saman góða sýningu á myndböndum sem geymd eru hjá www.youtube.com og byggir val sitt tónlistarsmekk manna s.k.v. "prófílum" þeirra á www.last.fm. Last.fm fylgist svo með því hvað menn eru að hlusta hver í sínu horni með þar tilgerðu forriti sem menn ná sér í um leið og þeir skrá sig á last.fm.

Eníhú:

Hér er myndbandaveita Skonrokks byggð á smekk hans skv. Last.Fm og því hvað finnst á jútúbinu.



Góða skem....

6. apr. 2007

Gleðilega páska þá eða...?

Tók þessa afþreyingarkönnun og niðurstaðan kemur svo sem ekkert á óvart, NEMA að mér finnst hálf undarlegt að sjá það sem er kallað "Satanism" þarna númer tvö. Það liggur í augum uppi að ef að maður trúir ekki á guði eða er ekki almennt hjátrúarfullur, þá á það við djöfla sem og álfa og tröll líka (þ.e.a.s. að maður trúir ekki tilvist þeirra). En fyndið...! :-)


You scored as atheism. You are... an atheist, though you probably already knew this. Also, you probably have several people praying daily for your soul.

Instead of simply being "nonreligious," atheists strongly believe in the lack of existence of a higher being, or God.

atheism

92%

Satanism

75%

Paganism

54%

Islam

46%

Buddhism

46%

Christianity

29%

agnosticism

29%

Judaism

17%

Hinduism

0%

Which religion is the right one for you? (new version)
created with QuizFarm.com



Meira fynd:


frá: http://www.wellingtongrey.net/

30. mar. 2007

Augun Opnast - Menn Ársins

Tékkið endilega á þessu snilldarmyndbandi við lagið "Augun Opnast" með hljómsveitinni Menn Ársins. Lagið er reyndar hljóðritað áður en ég gekk til liðs við þá meistara, þannig að ég get lítið montað mig af þessu.

En eðalmúsík og snilldar vídeó.

Augun Opnast - Menn Ársins



Við (Menn Ársins) verða svo í góðu flippi á Hressó annað kvöld (laugard. 31. mars.). Sjá nánar HÉR.

Menn Ársins @ Hressó.  March 31., 22:00 pm.


Menn Ársins
Originally uploaded by Sice.

FAðiR og sønUR

Sælt veri fólkið, langt um liðið síðan maður bloggaði seinast. Drengurinn er orðinn mánaðargamall og vex og dafnar. Þetta mánaðarfæðingarorlof sem ég tók var fljótt að líða, enda var fyrsta vikan tekin áður en hann kom í heiminn. Ég tek svo aðra 3 í haust/vetur komandi.

Ég setti mér það markmið að ljósmynda hann daglega og birta a.m.k. eina á dag á flickr-síðunni. Það hefur tekist þrátt fyrir að maður verði stundum eftir á.

Tékkið t.d. á "1 mynd á dag" möppunni og "1 mynd á viku" möppunni til að sjá hvernig stráksi hefur þroskast frá því að hann kom í heiminn þann 28. febrúar s.l.. Svo má fá aðra sýn á þetta í "Archives / Taken in / 2007 / March" möppunni.

Annars höfum við "prufukeyrt" nafn á drenginn sem virðist komið til að vera og verður það opinberað 7. apríl n.k. og munu þá foreldrar og stjúpforeldrar Sice ásamt systkinum hennar sækja okkur heim og verður þá hátíð í bæ.



Hér eru svo nokkrar myndir af okkur feðgum í nettu flippi.
 
 
 
 
Posted by Picasa

28. feb. 2007

Drengur

Jámm, þá hefur frumburðurinn komist í heiminn. Það gerðist kl. 13:24 í dag. Uppskurðurinn gekk bara mjög vel og allir við góða heilsu. Strákur náði að hreinsa lungun sjálfur þannig að við fengum hann fljótlega í hendurnar.

DSC_0070

Þannig að við erum afskaplega sátt við lífið og tilveruna.

Hérna eru svo nokkrar myndir: http://www.flickr.com/photos/siggidori/sets/72157594562760059/

DSC_0074

Aðfaranótt....

Kl. er 03:05. Bumbustubbur hefur haft, til þess að gera, hægt um sig. Fátt sem bendir til þess að hann ætli sér að verða sér út um þá lífsreynslu að fæðast (á eðlilegan máta).

Waiting (....still)

Þá er það plan B: Við Sice förum upp á spítala kl. 09:00 í fyrramálið og væntanlega staðan tekin en svo er stefnt að því að ná setuliðanum með keisaraskurði um kl. 12.

Hmm...

Nokkrar nýjar myndir á flikkinun.

Ég verð þá bara nýbakaður... þegar heyrist frá mér næst...

Shalom.

16. feb. 2007

Setið á strák sínum...


Sice, week 40
Originally uploaded by Siggidóri.

Við fórum í mæðraskoðun í gær og fengum þær fréttir að barnið væri engan vegin komið í höfuðstöðu (eins og metið hafði verið í vikunni áður, ...hvað þá skorðað) heldur væri það "sitjandi".

Það var því hlaupið til og pantaðir tímar til að vega og meta stöðuna betur. Deginum í dag var varið upp á spítala þar sem móðir og barn voru mæld og metin hátt og lágt. Einnig var gerð tilraun til að snúa barninu, en það gekk nú ekki eftir. Vending er það víst kallað.

Það er víst þó nokkur hætta á að þessar aðfarir hrindi af stað fæðingu og hafði Sice því verið fastandi frá miðnætti ef gera þyrfti bráða keisaraskurð. Einnig fékk hún sprautu sem á að minnka líkurnar á að fæðingin fari af stað meðan að vendingin er reynd. Efni sprautunar getur verkað svipað og adrenalín, með handsjálfta og tilheyrandi, þannig að þetta voru smá átök. En allt kom fyrir ekki. Vendingartilrauninni var snarlega hætt þegar hjartsláttur barnsins fór lítilega niður. Meðan á þessu stóð var stöku sinnum ómskoðað til að athuga stöðuna og þóttumst við þá sjá hvert kynið var, en sögðum þó ekkert þegar þarna var komið við sögu.

Sice at the hospital

Síðan þurfti að fylgjast með móður og barni í sírita (monitor) í drjúgan tíma til að úr skugga um að allt væri með felldu.

Þegar þarna var komið við sögu fengum við að fara og fá okkur í gogginn, við kíktum á Hornið og sjáum eftir því. Rándýr og lélegt. Ég pantaði mér eitthvað rjómapasta krap.. sem kostaði 2000 og ég var með meltingartruflanir og bakflæði í allan dag út af þessum viðbjóði. Svo reyndu þeir að selja mér DJÚS sem appelsínu safa... fyrir 360 kr.... get real!!

En... aftur upp á spítala. Nú tók við meiri mónitor og svo fórum við í ómskoðun þar sem barnið var mælt bak og fyrir og síðan í röntegenmyndatöku til að mæla grind móðurinnar. Við fengum að taka með heim eina röntgen myndina, þar sem barnið sést mjög vel. Stórskemmtileg mynd.... vona að ég geti birt hana hér fljótlega.

Monitoring

Já og... kynið barnsins var svo endanlega opinberað í ómskoðuninni........



STRÁKUR .... á leiðinni! :-)

Svo var farið yfir mælingarnar og staðan metin. Líklegast látum við reyna á eðlilega fæðingu. Svo verður bara gripið inn í ef þurfa þykir. En þetta skýrist nú betur fljótlega.

Lifemarks

Þannig að við vorum á spítalanum frá 09:30-16:00, komum dauðþreytt heim og fengum okkur lúr. Svo rumskaði ég til að fara á æfingu með Mönnum Ársins.

Jeps... nóg að gera. Talandi um... þá var ég að spila í Söngkeppni M.S. í gær sem var ansi vel framkvæmd. Bandið gott og stemming. Smá stress fyrir sándtékkið/rennslið þar sem mæðraskoðunin var akkúrat rétt fyrir og bjóst ég jafnvel við á tímabili að þurfa
að beila á pakkanum. En það fór allt vel.

5. feb. 2007

Morgunstund.



Þessi mynd er reyndar tekin um kvöld.

En hvað um það, þeim fer nú fækkandi (býst ég við) þeim morgnum sem maður getur ráðstafað að eigin geðþótta, þar sem það styttist óðum í að barnið fæðist. Settur dagur er 18. febrúar, þannig að nú erum við innan (gefins) tveggja vikna skekkjumarka. Biðin er náttúrulega löngu orðin spennandi. Bumban er "fallin", og höldum við að barnið sé nú að skorða sig en það var ekki skorðað í síðustu mæðraskoðun (seinasta miðvikudag), við fáum það vonandi staðfest n.k. miðvikudag.

Annars hefði ég átt að vera á æfingu með Nettettnum akkúrat núna, en æfingin forfallaðist sökum veikinda eins í hópnum, megin hann ná heilsu sem fyrst blessaður. Sjálfur er ég búinn að vera með kvef/hálsbólgu drullu í viku, og var ég tvo daga frá vinnu sökum þess í seinustu viku.

Annars er nóg að gera í tónlistinni. Menn Ársins æfa frumsamda tónlist og spila nokkuð reglulega á næstunni (hægt er að sjá dagsetningar tónleika á myspace-síðu(m)), t.a.m. verðum við með stutta tónleika í beinni á RÁS 2, þann 23. febrúar. Svo er ég að spila í nokkrum söngkeppnum og var æft fyrir eina þeirra um helgina. Ávallt hressandi.

Nóg að gera...!

29. jan. 2007

Myndir af Nettettnum á Domo Bar.

Sjá hér. Teknar af Sice og klipptar til og/eða unnar af mér.

DSC_0013

Flickr



1. Church on a hill, 2. Long shadows

Þarna má sjá tvær af myndunum mínum, sem hafa náð inn á svo kallaða "Intressingness" og/eða "Explore" síðu(r) hjá Flickr. Flickr mælir "vinsældir" myndana eftir kúnstarinnar reglum og myndirnar mínar komust sem sagt (a.m.k.) inn á Explore top 500, sem þýðir að þær voru inni á þeim lista á einhverjum tímapunkti. Ekkert svo ýkja merkilegt í sjálfu sér, en engu að síður gaman að nördast í þessu.

Þessi mynd hér, hefur einnig stoppað stuttlega á þessum lista.

Hér má svo sjá safn þeirra mynda minna sem þykja hvað "mest atyglisverðar/vinsælar", nú eða sjá settið hér.



Meira á flickrinu mínu:

Yfirlitsmynd.
Albúmin/möppurnar/settin.
Myndir annara sem ég hef merkt sem "favorites".

Gaman að þessu...

23. jan. 2007

22. jan. 2007

Talið í ... í Hressingarskálanum.

 

Menn Ársins töldu í á Hressó um helgina og var það hið prýðilegasta gigg. Sice kíkti á okkur í seinna setti og smellti nokkrum myndum af okkur. Bumbubúinn lét víst ansi ófriðlega á meðan tónleikunum stóð. Sennilega notað tækifærið og komist í stuð og tjúttað feitt í vömb. Spörk og kýlingar í innyfli eru hluti af grunnsporum í þeirra dansi, ellegar svamli. Vambardiskósvaml.

 
Posted by Picasa

15. jan. 2007

Samkvæmisljón?

Helgin var þéttskipuð samvkæmum og mannfögnuðum. Matti bauð til teitis í villunni sinni á föstudagskvöldið og var þar samnfagnað góðu forprófi sem var háð fyrr um daginn niðrí FÍH.

Á laugardaginn fékk ég Nettettinn í kaffi og með því og vorum við að hlusta eftir hressandi lögum til að tækla á næstunni. Verk þeirra Brecker bræðra, Weather Report, Aphex Twins/Bad Plus, Sean Jones og Frank Zappa verða t.a.m. tekin til skoðunar.

Á laugardagskvöldið fórum við Sice svo í matarboð til Sváfnis söngmanns í Mönnum Ársins og átum við þar gómsæti og áttum góðar stundir með Mönnum Ársins og kvenndum þeirra, sem eru á annað borð kvenndir.


Á sunnudeginum fögnuðum við ásamt ættingjum, 70 ára afmæli hennar Helgu föðursystur minnar, þeirrar sömu og ég leigði kjallarherbergi af í áratug eða svo. Það var fínt að hitta eitthvað af þessu liði þar sem ég kemst ekki sökum spilamennsku á hið árlega þorrablót sem verður næstu helgi.

Þannig að.... samkvæmishelgi hin mesta!

27. des. 2006

Julefrokost.....

Síðan... tja... í hádeginu... :-D

Setið var til borðs með t.a.m. Afgönum, Rússum, Grænlendingum,og Dönum..... við sama borð sátu sem sagt... múslimir, kristnir og trúleysingjar .... og "guð" má vita hvað.

Annars er ég bara hress....

25. des. 2006

Ég veit ekki um ykkur....

...en ég borðaði hangikjet í dag.... taðreykt "fjalla" frá Norðlenska.

Papa gets a brand new bag

Þá er guðfaðir fönksins fallinn í valinn. James Brown (May 3, 1933 - December 25, 2006)

Ég sá kappann á tónleikum sem hann spilaði á í Laugardalhöllinni fyrir rúmum tveimur árum síðan. Var það hin ágætasta skemmtun, þótt ég leyfi mér að efast um að sýningin sú jafnist á við nokkuð af því sem hann gerði þegar hann var upp á sitt besta.

Ég tel James Brown hiklaust meðal áhrifavalda minna og minnist þess að hafa æft mig grimmt með disknum "The CD of JB" þegar ég var að ná tökum á bassanum hér á árum áður.

Jóla hvað...?!

Jæja... long time no bloggin'.

Það voru miklar annir í Desember svona eins og vera ber. 115% kennsla að venju (+jólatónleikar o.s.frv.) + spilerí og æfingar. Æft með Mönnum Ársins og Matta, svo voru Mennirnir og Nettettinn með sitt hvort giggið. Svo þetta venjulega, klára að finna/kaupa jólagjafir og svona.
Þannig að nú er bara mjög vel þegið að slappa af og láta hugsa um sig.

Annars er kominn inn slatti af myndum á Flickr síðuna mína.

T.a.m. frá afmælisveislu Arnars Freys frænda míns, en hann varð einmitt 3 ára í gær, til hamingju með það!

Frá: Tónleikum Laser á Rósenberg.

Frá: Útgáfutónleikum Jóels Pálssonar á Domo Bar.

Matti, Jóel & Valdi @ Domo Bar
Laser @ Café Rósenberg
The life of the party!


Ég vona að þið eigið góð og afslöppuð jól. Glædelig jul!

6. des. 2006

Fætur

Ég fann fyrir fæti ófædds barns míns í kvöld.
Magnað.

Vorum annars í mæðraskoðun í morgun. Sice er gengin 29 vikur + 3 dagar. Allt í fínu lagi. Maður biður ekki um meira en það.

Á meðan ég man....

http://skonrokk.blogspot.com/2006/11/3.html

Veggjakrot.

Einhver skrifaði á vegg eitt sinn: "Clapton is God!", sem er ekkert verri skýring en hver önnur svo sem.
Nýjir tímar og nýtt krot. Er sannleikans að vitja á vegg í Hafnarfirði?

5. des. 2006

Skólar heimsóttir

Tónlistarskóli Mosfellsbæjar heimsótti Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Tónlistarskóla Kópavogs á starfsdegi síðastliðinn föstudag, 1. desember.

Látum myndirnar tala sínu máli.

27. nóv. 2006

Richard Dawkins in Lynchburg VA (part 1+2) The God Delusion



Annir

Búið að vera nóg að gera undanfarna daga. Nettettinn spilaði á Pravda á fimmtudaginn og ég skemmti mér mjög vel við að spila með þessum eðal tónlistarmönnum. Mætingin var með ágætum og var stemmingin góð. Mjög nett.

Ég sat svo yfir börnum systur minnar á föstudagskvöldið og meðan ég sat var ég að spila yfir og reyna að læra slatta af lögum því að á laugardeginum fór ég í æfingabúðir með hljómsveitinni Menn Ársins. Bústaðurinn er í formi gamals sveitabæjar sem hefur fengið nýtt hlutverk.

Við spiluðum allan daginn, áttum lambalæri og spiluðum svo enn meira. Hér má sjá nokkrar myndir.

Verst hvað ég neyddist til að "skrópa" á mörgum útgáfutónleikum, sem ég hefði svo glaður vilja sjá. En svona er þetta stundum.

Hmm .. hvað meira .. Jú ég fjárfesti í bók um daginn (gerist ekki svo oft). Bókin er eftir Richard Dawkins og heitir "The God Delusion". Hlakka til að lesa mig í gegnum hana.

Fyrir studdu las ég einnig aðra bók sem hann skrifaði, River Out Of Eden.

("If this book doesn't change the world -- we're all screwed."
-Penn (Penn & Teller))

RichardDawkins.net

22. nóv. 2006

3

Hjúin orðin 3 ára. Fórum á Ítalíu og átum eitthvert gómsætið. Ég fékk mér einhverja kálfasteik, og hún var "supreme"!

Er maður sáttur? ... ó já!



(Á sama tíma í fyrra.)

20. nóv. 2006

Hljómsveitin Nettettinn



Spilar á Pravda Bar, Austurstræti 22,
Fimmtudaginn 23. nóv. n.k.

Gríðarlega hressandi funk, blús og acid jazz sem kveikir í sálinni á köldum vetrarkvöldum.

Tónleikarnir hefjast upp úr kl. 21:30 og er aðgangseyrir aðeins 500 kr.

Nettettinn skipa:
Ari Bragi Kárason - trompet
Sigurdór Guðmundsson - bassi
Kristján Tryggvi Martinsson - hljómborð
Jón Óskar Jónsson - trommur
sérstakur gestur: Andrés Þór Gunnlaugsson – gítar.

Sjáumst hress!



http://www.myspace.com/nettettinn

4. nóv. 2006

Mýrin

Fór á Mýrina í kvöld. Góð mynd. Hef ekki lesið bókina. Mér fannst myndin alveg geta verið svoldið lengri, svoldið ýtarlegri jafnvel. Fékk það svoldið á tilfinningna að það væri eitthvað ósagt, væri sennilega auðvelt að spinna litlar sögur í kringum þessa persónur,(fékk svipaða tilfinningu þegar ég sá Da Vinci Code, en þá bók hafði ég þó lesið). Snilldarleikur hjá flestum, sjónvarpstjórinn var ekki mjög sannfærandi fannst mér (stutt atriði þannig að það skipti litlu máli). En góð mynd samt. Tónlistin var fín, ekkert sem segir manni sérstaklega að Mugison hafi séð um tónlistarsköpunina, gæti verið hver sem er nánast sem gerði þessa músík. "Sofðu unga ástin mín" var svona hálfgert "main theme". Mig langar að sjá meira með þessum persónum, mættu vera framhaldsþættir mín vegna. Ég hef það á tilfinningunni að það komi meira....!

3. nóv. 2006

The Soundtrack of my life… (as seen on snerill.com)

IF YOUR LIFE WAS A MOVIE, WHAT WOULD THE SOUNDTRACK BE?

So, here’s how it works:

1. Open your library (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc)

2. Put it on shuffle

3. Press play

4. For every question, type the song that’s playing

5. When you go to a new question, press the next button

6. Don’t lie and try to pretend you’re cool…



Opening Credits: "Moor" - Richie Beirach,
(hmm.. amk mikill einleikur í byrjun lagsins hjá Dave Holland á kontrabassa).

Waking Up: "Don't Know Why I Love You" - Stevie Wonder,
(Ekkert sérlega hressandi lag, svona semí grúfandi melonkólía með óld skúl Motown backbíti, sjálfsagt mjög við hæfi).

First day at school: "Songs To Sing" - Raw Spitt
(gamalt sálarlag frá STAX fyrirtækinu (heyrist mér).... jamm, það þarf að syngja þessi lög... með sínu nefi. Ætli þetta sé þá söngskóli lífsins.... með Hráum Hráka!).

Falling in Love: "Vis-A-Vis" - Joe Henderson,
(Ekkert ástarvæl hér, bara hressandi jazz með hröðum gangandi bassa, nettur örlí frídjazz blær á þessu. Dettur í hug sena úr Spike Lee jónu).

Fight Song: "Ballad Of A Thin Man" - Jamie Saft Trio,
(Heheh, hinn mjói maður má sín lítils. Mike Patton syngur þetta af mikilli snilld).

Breaking Up: "My Wife Maria" - Rene Thomas,
(hehe).

Getting Back Together: "Animal Farm" - John Scofield,
(Enda erum við ekkert annað en spendýr, Skófílinn í nettu grúfi).

Wedding: "Squeeze Me Macaroni" - Mr. Bungle,
(Mwuahahahah.... ég mundi vilja vera í þessu brúðkaupi....!)

Birth of Child: "Skinny Sweaty Man" - Red Hot Chili Peppers, (Heheheheh, jámm, ætli það ekki bara...!).

Final Battle: "One After 909" - The Beatles,
(Lengi von á einum).

Death Scene: "Nature Boy" - Grover Washington, Jr.,
(Hæfilega melónkólískt og sykrað, a.m.k. svona í "head-inu", svo bara "straight ahead" í sólóum, endar á melnum. Þetta endar allt saman einhvernveginn).

Funeral Song: "The Clavicle of Solomon" - John Zorn,
(hmm.... mjög athyglisvert... !)

End Credits: "The Shadow of Your Smile" - Astrud Gilberto,
(Fullkomið!! haha!)

Langar ykkur að heyra "sándtrakkið"? Here you go

Myndir á www.flickr.com

http://www.flickr.com/photos/siggidori/show/ Slideshow.

DSC_0120-1

2. nóv. 2006

Fréttir seinustu viku.

Fim.: Var í vetrarfríi. Keyptum okkur sófa!!! Vei...
Föst.: Flugum til Þýskalands til að heimsækja mömmu Sice og stjúpa.
Laug.: Keypti myndavél. Nikon D80
Sunnud.: Fikti fikti fikti ...
Mán.: Komum heim... seint.
Þrið.: Vinna, æfing um kvöldið.
Mið.: Vinna, spilaði inn á Júróvisjíjón demó um kvöldið.
Fimmtud.: Vinna.

C'est la vie!

Tékkið á myndum úr nýju vélinni!

15. okt. 2006

Þétt helgi.

Helgin var nokkuð þétt. Ég náði að vakna klukkutíma á undan vekjaraklukkunni á laugardagsmorguninn og var svo mættur á æfingu út á Seltjarnarnes kl. 11 með Nettettnum og svo skömmu síðar (um 13:30) á æfingu með M-Project í Kópavoginum.

Síðan eyddum við Sice síðdeginu hjá systur minni þar sem frændi minn hoppaði á mér í nokkra tíma milli þess sem við tókum lagið saman (sem þýðir að annar hvor okkar lemur trommu padinn á meðan hinn tekur leikfangagítarinn og tekur lúftgítar á honum og svo er sungið eftir fíling, en frændi sér um rokkstjörnu performansinn, þar sem hann hleypur og tekur pósur...)

Í dag kíktum við svo upp í Borgarnes þar sem sest var til "skrafs og ráðagerða" um eina viku næsta sumar.

9. okt. 2006

Níræður

  
Baldvin Sigurðsson

Baldvin afi minn varð níræður í dag! Geri aðrir betur.
Til lukku með það gamli!

8. okt. 2006

Etið með öðrum....

Helgin snerist að miklu leyti um mat.
Á föstudaginn kom kollegi Sice úr fornleifafræðinni til okkar og var kokkaður ítalskur matur, enda er hann 1/2 ítalskur maðurinn.

Á laugardeginum elduðum við lambalæri með systkinum mínum, mági og börnum þeirra, etið yfir sig alveg. Mikill hvítlaukur... jömmí..!

Svo bauð Sigurgeir mágur í tertur í dag, af tilefni afmælis síns.

....maður verður nú bara svangur..!

Tónlistarskóli í 40 ár

Fyrir viku síðan spilaði ég á hátíðartónleikum í tilefni af því, að 40 ár eru liðin frá stofnun tónlistarskóla í Mosfellsbæ. Fram komu nemendur og kennarar tónlistardeildar Listaskólans. Tónleikarnir fóru fram í Hlégarði. Seinast lék ég í Hlégarði fyrir rúmum 10 árum og þá með hljómsveit sem hét Soul Deluxe. Minnir að það hafi verið grunnskólaball. Annars er Hlégarður mjög skemmtilegt lókal að mínu mati fyrir tónleika, mæti nota það hús meira fyrir slíkar uppákomur.
Til hamingju með áfangann Mosfellingar!

Fyrir þá sem hafa gaman af samsæriskenningum

4. okt. 2006

Séð á Jazzhátið


Hlín og ég að meðtaka Gamma-flokkinn.


Þessir voru líka á Gömmunum. Svo merkilega vill til að ég er á bakvið strákinn með húfuna og er hann nemandi minn í Listskóla Mosfellsbæjar (þannig að hann er strax farinn að skyggja á kallinn...!) ;) Einnig glittir í Ara Braga og Matta þarna.


Silvía og ég (og allir hinir) að tékka á Geira á Nasa.

3. okt. 2006

Eftir sónarskoðun...

...var í morgun. Allt og allir í góðu fjöri. Aveg eins og það á að vera.

Fóstrið er að hreyfa sig talsvert og hefur maður fundið aðeins bank/spark í gegnum bumbu. T.d var gríðarleg stemming hjá bumbubúanum (sem og öðrum) á Laser tónleikunum um daginn. Enn og aftur takk fyrir flotta tónleika drengir!! Tónleikar Laser og Tyft standa upp úr af því sem ég sá á hátíðinni þetta árið.

Svo er náttúrulega alveg EXTRA gaman að fylgjast með hinni þriggja mánaða gömlu systurdóttur minni, vitandi hvað maður á í væntum.
Stemming.


Tyft á NASA. Hvar er Siggidóri? (Engin verðlaun í boði fyrir fundvísa...)

1. okt. 2006

...

Ég er nú búinn að segja vel flestum tíðindin, en ef að ég hef nú fyrir slysni gleymt einhverjum.... þá er það mér sönn ánægja að tilkynna um væntanlega fjölgun í litlu fjölskyldunni okkar Sice.

Meðgangan fer að verða sirka hálfnuð og við fórum í (18-20 vikna) sónar á föstudaginn og allt lítur út fyrir að vera eðlilegt.

Hér má sjá hvað bar fyrir augu í sónarskoðuninni:

22. sep. 2006

Í dag....

...tók ég daginn nett snemma og settist niður með kollegum mínum niðrí FÍH. Þar fór fram árlegt "Fjórða svæðisþing tónlistarskóla fyrir Suðurland, Suðurnes og höfuðborgarsvæðið"

Dagskráin var þannig:

9.15 Setning: Sigurður Sævarsson skólastjóri Nýja tónlistarskólans og
formaður STÍR, Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík.
Tónlistaratriði.

9.30 Umræður um reynsluna af Prófanefnd tónlistarskóla
Framsöguerindi flytja:
Kristín Stefánsdóttir formaður og starfsmaður Prófanefndar og aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs.

Haraldur Árni Haraldsson skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Fyrirspurnir og umræður – flytjendur framsöguerinda sitja í pallborði.

10.45 Kaffihlé

11.00 Kynning á nýju samstarfsverkefni um kennara- og skólastjóraskipti
á Norðurlöndum
Vilberg Viggósson, skólastjóri Tónskólans Do Re Mí, kynnir nýtt samstarfsverkefni á vegum NUMU, sem eru Norræn samtök tónlistaruppalenda,
um kennara og skólastjóraskipti á Norðurlöndum.

Fyrirspurnir.

11.20 Pælingar um sveigjanleika og fjölbreytni í tónlistarkennslu
Kennsla yngri barna – Tónlistarkennsla/kennslufræði fullorðinna
Einstaklingskennsla – Hópkennsla – Einstaklingsmiðað nám?

Framsöguerindi flytja:
Árni Sigurbjarnarson varaformaður Félags tónlistarskólakennara og skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur.
Jón Hrólfur Sigurjónsson tónlistarkennari og formaður skólamálanefndar Félags tónlistarskólakennara.

Þrír skólar kynna fyrirkomulag tónlistarkennslu á viðkomandi stað.

12.00 Hádegishlé

13.00 Frh. Pælingar um sveigjanleika og fjölbreytni í tónlistarkennslu
Umræður

14.30 Kaffihlé

15.00 Staðan í kjarasamningaviðræðum FT/FÍH og LN
Kynning: Björn Th. Árnason formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna og Sigrún Grendal formaður Félags tónlistarskólakennara.

Umræður.

16.00 Þingslit


Kíkti síðan niðrí bæ í plötubúðir (keypti ekkert) og fór í klippingu hjá Jolla. Þetta líka fína veður til að spóka sig.
Síðan bara chill ... !

20. sep. 2006

je je je

Allir hressir og allt gott að frétta.

Salat og kjúlli í matinn... og af gefnu tilefni...



Kjúklingurinn sjálfur.. Anthony Jackson á bassa!

13. sep. 2006

Sérhver dagur er núðla.

Jæja, þá er kennslan komin á fulla ferð. Er að kenna í Reykjanesbæ og í Mosfellsbæ líkt og í fyrra. 24 nemendur + tvö samspil. Nóg að gera.

3. sep. 2006

Rockstar Supernova

Magna gengur vel, og er það vel. Tveir þættir eftir. Verður hressandi að fylgjast með endasprettinum.

Rokkararnir virðast hafa fengið heimsókn.... gott ef að þetta er ekki systir hans Lukasar.





"Hi Lukas, I'm Silvia Night your twin sister, we got seperated at birth!"

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker